Dómur útilokar setu í stjórnum fyrirtækja 29. júní 2007 12:02 Ef Hæstiréttur staðfestir refisdóma yfir Jóni Ásgeiri Jóhannessyni og Tryggva Jónssyni í Baugsmálinu eru þeir útilokaðir frá því að sitja í stjórnum fyrirtækja samkvæmt hlutafélagalögum. Lögmaður Tryggva segir að það verði látið á það reyna hvort lögin stangist á við stjórnarskrá, staðfesti Hæstiréttur dóminn. Í síðasta mánuði var Jón Ásgeir dæmdur í Héraðsdómi í þriggja mánaða fangelsi skilorðsbundið vegna tilhæfulauss reiknings sem færður var í bækur Baugs. Þá var Tryggvi Jónsson dæmdur í 9 mánaða fangelsi fyrri bókhaldsbrot og í gær bætti Héraðsdómur þremur mánuðum við vegna fjárdráttar. Þeir þrír mánuðir eru fyrir rúmlega fimm hundruð þúsund króna útgjöld sem Tryggvi lét Baug borga en voru einkaútgjöld - meðal annars fyrir garðsláttuvél og golfsett. Dómarnir eru skilorðsbundnir. Samkævmt 66. grein hlutafélagalaga má engin vera framkvæmdastjóri í hlutafélagi eða sitja í stjórn þess ef hann hefur síðustu þrjú ár hlotið refsidóm fyrir brot á almennum hegningarlögum eða lögum um hlutafélög, einkahlutafélög, bókhald, ársreikninga, gjaldþrot eða opinber gjöld. Þarna er mikið í húfi fyrir Jón Ásgeir sem er stjórnarformaður í stærsta fyrirtæki landsins en Tryggvi er einnig í stjórnum nokkurrra fyrirtækja. Það reynir ekki á þessi lög fyrr en Hæstiréttur hefur sagt sitt síðasta orð í málinu en dómnum var áfrýjað til Hæstaréttar. Það er raunar afar fá tilvik þar sem hefur reynt á þessi lög, að sögn Skúla Jónsonar, forstöðumanns Fyrirtækjaskrár. Man hann aðeins eftir einu tilviki þar sem dæmdum manni í viðskiptum hafi verið bent á að hann hefði ekki hæfi til stjórnarsetu. Það er ekki stöðug samkeyrsla á milli dómaskrár og fyrirtækjaskrár, segir Skúli en bætir við að hann reikni með því að í Baugsmálinu muni lögmenn sakborninga veita umbjóðendum sínum ráðgjöf um þetta efni enda sagðir hæfustu lömenn landsins. Skúli segir skýrt og klárt að hafi menn hlotið dóma fyrir brot í viðskiptum verði menn að taka afleiðingunum. Jakob Möller, lögmaður Tryggva, er ekki sammála því að þessi grein hlutafélagalaga standist. Hann segir að ef svo fari að Hæstiréttur staðfesti dóminn yfir Tryggva verði látið á það reyna hvort þessi lagagrein stangist ekki á við 75. grein stjórnarskrárinnar um atvinnufrelsi. Ítrekar hann þó að Hæstiréttur eigi eftir að dæma í málinu. Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Sjá meira
Ef Hæstiréttur staðfestir refisdóma yfir Jóni Ásgeiri Jóhannessyni og Tryggva Jónssyni í Baugsmálinu eru þeir útilokaðir frá því að sitja í stjórnum fyrirtækja samkvæmt hlutafélagalögum. Lögmaður Tryggva segir að það verði látið á það reyna hvort lögin stangist á við stjórnarskrá, staðfesti Hæstiréttur dóminn. Í síðasta mánuði var Jón Ásgeir dæmdur í Héraðsdómi í þriggja mánaða fangelsi skilorðsbundið vegna tilhæfulauss reiknings sem færður var í bækur Baugs. Þá var Tryggvi Jónsson dæmdur í 9 mánaða fangelsi fyrri bókhaldsbrot og í gær bætti Héraðsdómur þremur mánuðum við vegna fjárdráttar. Þeir þrír mánuðir eru fyrir rúmlega fimm hundruð þúsund króna útgjöld sem Tryggvi lét Baug borga en voru einkaútgjöld - meðal annars fyrir garðsláttuvél og golfsett. Dómarnir eru skilorðsbundnir. Samkævmt 66. grein hlutafélagalaga má engin vera framkvæmdastjóri í hlutafélagi eða sitja í stjórn þess ef hann hefur síðustu þrjú ár hlotið refsidóm fyrir brot á almennum hegningarlögum eða lögum um hlutafélög, einkahlutafélög, bókhald, ársreikninga, gjaldþrot eða opinber gjöld. Þarna er mikið í húfi fyrir Jón Ásgeir sem er stjórnarformaður í stærsta fyrirtæki landsins en Tryggvi er einnig í stjórnum nokkurrra fyrirtækja. Það reynir ekki á þessi lög fyrr en Hæstiréttur hefur sagt sitt síðasta orð í málinu en dómnum var áfrýjað til Hæstaréttar. Það er raunar afar fá tilvik þar sem hefur reynt á þessi lög, að sögn Skúla Jónsonar, forstöðumanns Fyrirtækjaskrár. Man hann aðeins eftir einu tilviki þar sem dæmdum manni í viðskiptum hafi verið bent á að hann hefði ekki hæfi til stjórnarsetu. Það er ekki stöðug samkeyrsla á milli dómaskrár og fyrirtækjaskrár, segir Skúli en bætir við að hann reikni með því að í Baugsmálinu muni lögmenn sakborninga veita umbjóðendum sínum ráðgjöf um þetta efni enda sagðir hæfustu lömenn landsins. Skúli segir skýrt og klárt að hafi menn hlotið dóma fyrir brot í viðskiptum verði menn að taka afleiðingunum. Jakob Möller, lögmaður Tryggva, er ekki sammála því að þessi grein hlutafélagalaga standist. Hann segir að ef svo fari að Hæstiréttur staðfesti dóminn yfir Tryggva verði látið á það reyna hvort þessi lagagrein stangist ekki á við 75. grein stjórnarskrárinnar um atvinnufrelsi. Ítrekar hann þó að Hæstiréttur eigi eftir að dæma í málinu.
Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Sjá meira