Áhöfn Gnár bárust óvenjulegar þakkir 29. júní 2007 13:32 TF. Líf og TF. Gná við störf MYND/365 Áhöfn Landhelgisgæsluþyrlunnar Gnár bárust í gær nokkuð óvenjulegar þakkir frá áhöfninni á bandaríska rannsóknaskipinu Knorr. Gná hafði ferjað nýjan rannsóknakapal til skipsins í stað kapals sem hafði skemmst. Þyrlan sótti einnig bátsmanninn sem var meiddur á fæti og kom honum til læknis á Landspítala Háskólasjúkrahúsi í Fossvogi. Gná fór í verkefnið samhliða eftirliti. Áhöfnin á Knorr og flokkur vísindamanna um borð þakkaði fyrir sig og sagði um leið frá heimasíðu á netinu þar sem greint er frá vísindaleiðangri skipsins. Þar bloggar vísindakonan Breton Frazer um komu þyrlunnar og þær hetjudáðir sem unnar voru. Hún sagðist í fyrstu ekki hafa búist við miklu en síðan hafi hún gert sér grein fyrir því að þarna væri um alvöru björgunaraðgerð að ræða. Frazer lýsir með dramatískum hætti hvernig þyrlan sveimaði yfir þilfarinu. Síðan hafi appelsínugulklædd björgunarhetja svifið niður. Hún segist hafa orðið afbrýðisöm út í hinn meidda bátsmann og leitað logandi ljósi að einhverju til að fótbrjóta sig með. Hún vildi fá að vera í hans sporum og láta draga sig upp í þyrluna. Hetjur háloftanna á Gná eru þeir Jan Allebo flugstjóri, Lárus Helgi Kristjánsson flugmaður, Thorben Lund stýrimaður/sigmaður, Sverrir Erlingsson flugvirki/spilmaður og Hlynur Þorsteinsson læknir. Þeir verða sjálfsagt ekki leiðir við það að lesa þessa frásögn segir á vef Landhelgisgæslunnar. Knorr hefur verið við hafrannsóknir á Reykjaneshrygg síðan 15. júní. Skipið er nokkuð þekkt því að vísindamennirnir sem fundu flakið af Titanic árið 1985 sigldu Knorr. Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Erlent Fleiri fréttir Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB Sjá meira
Áhöfn Landhelgisgæsluþyrlunnar Gnár bárust í gær nokkuð óvenjulegar þakkir frá áhöfninni á bandaríska rannsóknaskipinu Knorr. Gná hafði ferjað nýjan rannsóknakapal til skipsins í stað kapals sem hafði skemmst. Þyrlan sótti einnig bátsmanninn sem var meiddur á fæti og kom honum til læknis á Landspítala Háskólasjúkrahúsi í Fossvogi. Gná fór í verkefnið samhliða eftirliti. Áhöfnin á Knorr og flokkur vísindamanna um borð þakkaði fyrir sig og sagði um leið frá heimasíðu á netinu þar sem greint er frá vísindaleiðangri skipsins. Þar bloggar vísindakonan Breton Frazer um komu þyrlunnar og þær hetjudáðir sem unnar voru. Hún sagðist í fyrstu ekki hafa búist við miklu en síðan hafi hún gert sér grein fyrir því að þarna væri um alvöru björgunaraðgerð að ræða. Frazer lýsir með dramatískum hætti hvernig þyrlan sveimaði yfir þilfarinu. Síðan hafi appelsínugulklædd björgunarhetja svifið niður. Hún segist hafa orðið afbrýðisöm út í hinn meidda bátsmann og leitað logandi ljósi að einhverju til að fótbrjóta sig með. Hún vildi fá að vera í hans sporum og láta draga sig upp í þyrluna. Hetjur háloftanna á Gná eru þeir Jan Allebo flugstjóri, Lárus Helgi Kristjánsson flugmaður, Thorben Lund stýrimaður/sigmaður, Sverrir Erlingsson flugvirki/spilmaður og Hlynur Þorsteinsson læknir. Þeir verða sjálfsagt ekki leiðir við það að lesa þessa frásögn segir á vef Landhelgisgæslunnar. Knorr hefur verið við hafrannsóknir á Reykjaneshrygg síðan 15. júní. Skipið er nokkuð þekkt því að vísindamennirnir sem fundu flakið af Titanic árið 1985 sigldu Knorr.
Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Erlent Fleiri fréttir Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent