Innlent

Stakk af frá vettvangi umferðarslyss

MYND/Stöð 2

Ökumaður vélhjóls var fluttur á slysadeild eftir að bíll kastaðist á hjól hans á Höfðabakkabrúnni á fimmta tímanum í dag. Slysið varð með þeim hætti að bíl var ekið aftan á annan bíl sem kastaðist á vélhjólið.

Ökumaður bílsins sem fyrstur ók á stakk hins vegar af frá vettvangi slyssins en vitni náðu númeri hans og ætti því ekki að vera erfitt að hafa uppi á honum. Ekki liggja fyrir upplýsingar um það hvort ökumaður bifhjólsins hafi slasast mikið.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×