Innlent

Dæmdir fyrir peningafölsun

HéraðSdómur Reykjavíkur dæmdi í dag þrjá menn í fangelsi fyrir fjölmörg brot, þar á meðal peningafölsun. Þeir voru gripnir við fölsunina í desember í fyrra og játuðu allir brot sitt.

Alls var ákæran á hendur mönnunum í 63 liðum og sneri auk peningafölsunar meðal annars að fíkniefnabrotum, fjársvikum og umferðarlagabrotum. Mennirnir hafa allir hlotið dóma og fengu þeir 13, 12 og sex mánaða fangelsi, allt eftir umfangi brota þeirra og sakaferli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×