Innlent

Stofna rannsóknarsjóð fyrir hjúkrunarfræðinga og ljósmæður

Nýr styrktarsjóður við Háskóla Íslands, Rannsóknasjóður Ingibjargar R. Magnúsdóttur, var stofnaður í morgun. Það voru Kristín Ingólfsdóttir, rektor HÍ, og Ingibjörg sem undirrituðu stofnskrána. Með sjóðnum á að veita hjúkrunarfræðingum og ljómæðrum í meistara- og doktorsnámi styrki til rannsókna en markmið HÍ er að efla framhaldsnám í þessum greinum.

Ljósmæðrafélag Íslands, heilbrigðisráðuneytið, Glitnir og Rannsóknastofnun í hjúkrunarfræði hafa lagt fram fé til sjóðsins auk framlags Ingibjargar og bróðurdóttursonar hennar, Magnúsar F. Guðrúnarsonar. Þar fyrir utan hefur sjóðnum borist fjölmargar gjafir fyrir tilstuðlan dr. Sigrúnar Gunnarsdóttur hjúkrunarfræðings.

Ingibjörg er fyrrverandi námsbrautarsjóri námsbrautar í hjúkrunarfræði Háskóla Íslands og skrifstofustjóri í heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu. Hún hefur verið einn ötulasti talsmaður þróunar hjúkrunarmenntunar hér á landi og var hún ein þerra sem stóð að stofnun námsbrautar í hjúkrunarfræði við Háskóla Íslands eftir því sem segir í tilkynningu frá Háskólanum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×