Innlent

Talið að tugir bíla hafi skemmst

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Lögreglan á Akureyri telur að tugir bíla hafi eyðilagst í hlýindunum í dag eftir að hafa farið um þjóðveginn norðan Akureyrar.  Nýlega er búið að leggja vegaklæðningu á 10 kílómetra kafla rétt utan við bæinn og hefur hún bráðnað í hitanum í dag með þeim afleiðingum að tjara og grjót hefur slettst á bílana og skemmt lakkið á þeim. Að minnsta kosti sex til átta bílaeigendur hafa leitað lögreglunnar í dag og von er á fleiri tilkynningum. Lögreglan telur að tjónið geti numið tugum milljóna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×