Innlent

Jón Gerald sekur, Jón Ásgeir sýknaður

Jón Gerald Sullenberger, upphafsmaður Baugsmálsins var dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi og til þess að greiða rúmar átta milljónir í málsvarnarlaun í hérðasdómi í dag. Jón Ásgeir Jóhannesson, var aftur á móti sýknaður af ákæruliðum sem Hæsiréttur hafði sent aftur til efnisdóms í héraði. Tryggvi Jónsson, fyrrverandi aðstoðarforstjóri Baugs var sakfelldur í dag fyrir 500 þúsund króna fjárdrátt sem fól í sér að Baugur var m.a. látin borga fyrir sláttuvél og golfsett fyrir Tryggva. Í síðasta mánuði var Tryggvi dæmdur í 9 mánaða fangelsi fyrir bókhaldsbrot og bætti hérðasdómur þremur mánuðum við þann dóm í dag. Hann er skilorðsbundinn.

"Galinn dómur frá einnota réttarkerfi", sagði Jón Gerald í samtali við Stöð 2 í dag og telur fráleitt að framburður hans sem vitni í málinu skuli vera tekin af ákæruvaldinu og notaður gegn sér til að fá hann dæmdan til refsingar. Hann telur einnig furðulegt að hann fái sama dóm og Jón Ásgeir fyrir hlutdeild í sama broti, það er útgáfu tilhæfulauss reiknings, þar sem hann hafi í engu notið ávinnings af því broti. Sullenberger ætlar að áfrýja þessari niðurstöðu og fer með málið til Mannréttindómstóls Evrópu ef Hæsiréttur breytir ekki niðurstöðunni.

Hann telur þó vissan áfangasigur í dag að hérðasdómur hafi dæmt að það hafi verið rétt ákvörðun hjá honum að fara með málið til lögreglu og það sanni að allar dylgjur um að málið sé af pólitískum toga spunnið séu fráleitar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×