Fleiri fréttir

KR-ingar í erfiðri stöðu

KR-ingar sitja einir á botni Landsbankadeildar karla eftir að liðið steinlá 3-1 fyrir ÍA á Skipaskaga í kvöld. Bjarni Guðjónsson kom ÍA yfir eftir um 20 mínútna leik og Helgi Pétur Magnússon skoraði annað mark heimamanna á síðustu andartökum fyrri hálfleiks.

Umferð aftur hleypt á Hvalfjarðargöng eftir bílveltu

Opnað var fyrir Hvalfjarðargöngin nú um klukkan níu eftir að þeim hafði verið lokað á áttunda tímanum vegna bílveltu í göngunum. Mikið umferðaröngþveiti skapaðist norðan ganganna að sögn lögreglunnar á Akranesi þar sem mikil umferð var að norðan.

Hvalfjarðargöngum lokað vegna bílvetu

Bílvelta varð í Hvalfjarðargöngunum fyrir stundu og hefur göngunum verið lokað af þeim sökum. Einn maður var í bílnum sem valt en hann var kominn út úr honum þegar lögreglu bar að og er því ekki mikið slasaðaur.

Síðustu árgangar af þorski lélegir

Mikið af þorski sem sjómenn verða varir við um allan sjó eru góðir árgangar frá því fyrir aldamót, segir Jóhann Sigurjónsson, forstjóri Hafrannsóknarstofnunar. Árgangarnir sem eftir koma eru allir lélegir, segir hann.

Ferðamenn flykkjast út í Vigur

Ferðamannastraumur í Vigur í Ísafjarðardjúpi hefur aukist jafnt og þétt undanfarin ár og á góðum sumardegi heimsækja hátt í 300 manns eyjuna. Þar er líka eitt stærsta æðarvarp landsins og stundum má sjá þar æðarkóng á vappi.

Háreysti og sóðaskapur fylgifiskur reykingabanns

Útköllum lögreglu vegna ónæðis og sóðaskapar hefur fjölgað mikið síðan svokallað reykingabann á veitinga- og skemmtistöðum tók gildi síðustu helgi. Fram til þessa hefur lögregla lítið geta gert annað en að fara á staðinn og biðja fólk um að hafa hægt um sig.

Heiður að hitta Pútín

Dr. Þorsteinn Ingi Sigfússon, prófessor við Háskóla Íslands, tók í gær við Alheimsorkuverðlaununum úr höndum Vladimírs Pútíns Rússlandsforseta. Verðlaunin voru afhent við hátíðlega athöfn í Sánkti Pétursborg í Rússlandi. Fjölmenn mótmæli voru á sama tíma í borginni - en þau fóru friðsamlega fram.

Nördar hefna ófaranna í Svíþjóð

Leikmenn FC Nörd eru geysilega bjartsýnir fyrir slag sinn gegn sænskum stallbræðrum sínum í FC Z en leikurinn fer fram hér á landi í júlí.

Fá ekki byggingarleyfi vegna flóðahættu

Óvíst er hvort tuttugu eigendur sumarhúsalóða á Skeiðunum fá að byggja á lóðum sínum. Eftir flóðin á Suðurlandsundirlendinu í desember var ákveðið að byggingarleyfi yrðu ekki gefin út vegna flóðahættu. Eigendur lóðanna gætu því staðið uppi með verðlausar eignir.

Sáu ekki ástæðu til að aðstoða stúlku í neyð

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar enn manns sem grunaður er um að hafa reynt að nauðga konu í nágrenni Þjóðleikhússins í gærmorgun. Vegfarendur sem urðu vitni að árásinni sáu ekki ástæðu til að koma konunni til aðstoðar.

Valgerður orðin varaformaður Framsóknarflokksins

Valgerður Sverrisdóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra, var kjörin varaformaður Framsóknarflokksins á miðstjórnarfundi á Grand-hóteli í dag. Valgerður var ein í kjöri og greiddi alls 101 maður atkvæði. Hlaut Valgerður 85 atkvæði eða 89,5 prósent atkvæða

Fellibylurinn Gonu veldur usla í Íran

Tuttugu og þrír eru látnir í Íran eftir yfirreið fellibyljarins Gonus um helgina. Þorp í héruðum í suðurhluta Írans urðu verst úti í bylnum og er haft eftir yfirmanni hamfarastofnunar landsins í írönskum fjölmiðlum að erfiðlega gangi að koma hjálpargögnum til um 1850 þorpa.

Á nærri 150 kílómetra hraða í Fagradal

Ungur maður, sem nýverið fékk ökuskírteinið, var gripinn á nærri 150 kílómetra hraða í Fagradal á Austurlandi í gær. Fram kemur í tilkynningu frá lögreglunni á Seyðisfirði að hún hafi ásamt lögreglunni á Eskifirði verið við eftirlit í dalnum þar sem pilturinn ók um.

Vilja stofna lýðháskóla að Núpi í Dýrafirði

Ungmennafélag Íslands vill koma á á fót lýðháskóla með umhverfissviði í gamla skólanum að Núpi í Dýrafirði. Fram kemur á vef Bæjarins besta að slíkur skóli yrði starfræktur í samstarfi við systursamtök Ungmennafélagsins í Danmörku sem reka átta lýðháskóla.

Framsóknarmenn geta sjálfum sér kennt um tapið

Það er við framsóknarmenn sjálfa að sakast að flokkurinn tapaði fylgi í þingkosningunum í vor, sagði Guðni Ágústsson, nýr formaður Framsóknarflokksins, í ræðu sinni á miðstjónarfundi á Grand-hóteli í dag. Hann sagði meðal annars Baugsmál, Íraksmál og einkavæðingarmál hafa reynst flokknum erfið á síðustu árum.

Leita hefnda eftir tapið gegn Svíum

Eitt af undrum Íslands, knattspyrnufélagið Nörd, mun taka að sér að leita hefnda eftir ófarir Íslendinga í Svíþjóð á dögunum þar sem drengirnir hans Eyjólfs Sverrissonar töpuðu 5-0.

Valgerður gróðursetti tré við álver

Án efa er afrakstur eins stærsta pólitíska verks Valgerðar Sverrisdóttur, fyrrverandi iðnaðar- og viðskiptaráðherra, kominn á daginn en hún var við vígslu nýja álversins á Reyðarfirði í gær.

Ein æðstu verðlaun rússneska lýðveldisins

Dr. Þorsteinn Ingi Sigfússon, prófessor við Háskóla Íslands, tók í gær við Alheimsorkuverðlaununum, Global Energy International Prize, fyrir rannsóknir sínar í orkumálum, ekki síst vetnisrannsóknir. Verðlaunin eru ein æðsta viðurkenning rússneska lýðveldisins.

Framsóknarmenn velja varaformann

Framsóknarmenn halda miðstjórnarfund í dag þar sem meðal annars verður valinn nýr varaformaður floksins verður valinn í stað Guðna Ágústssonar.

TF-Líf til aðstoðar Flugfélagi Íslands

Twin Otter flugvél Flugfélags Íslands féll niður um þunnt íslag á yfirborði Grænlandsjökuls í gær þegar hún lenti þar til að sækja hóp ferðamanna á jökulinn. Þegar ekki náðist að rétta hana við var kallað eftir aðstoð þyrlu Landhelgisgæslunnar sem fór með tvo flugvirkja á staðinn sem freistuðu þess að koma vélinni í loft á nýjan leik.

Leita enn manns vegna tilraunar til nauðgunar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar enn manns sem grunaður er um að hafa reynt að nauðga konu á tvítugsaldiri í porti nálægt Þjóðleikhúsinu um sexleytið í gærmorgun. Konu var nauðgað á svipuðum stað í október síðastliðnum.

Á ofsahraða frá Mosfellsbæ inn í Hvalfjörð

Tuttugu og fjögurra ára karlmaður er í haldi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu eftir að hún veitti honum eftirför í nótt alla leið inn í Hvalfjarðarbotn á miklum hraða.

Dýrbítur á ferð í Borgarfirði

Labrador-hundur beit í dag tvö lömb til bana við bæ í Lundareykjadal í Borgarfirði. Eftir því sem greint var frá í fréttum Ríkisútvarpsins í kvöld var hundurinn á ferð við bæinn Þverfell ásamt hópi fólks sem var með hross í svokölluðum sleppitúr.

Íslendingar yfir gegn Serbum eftir fyrri hálfleik

Íslendingar eru einu marki yfir gegn Serbum, 14-13, í viðureign um laust sæti á Evrópumótinu í handknattleik í Noregi á næsta ári. Leikurinn fer fram í Serbíu og er fyrri viðureign liðanna. Þau mætast aftur á Íslandi eftir viku.

Alvarlegt að fylgja ekki ráðgjöf

Það er hættulegur leikur að gera vísindin að blóraböggli fyrir slakri stöðu þorstofnsins, segir Jóhann Sigurjónsson forstjóri Hafrannsóknarstofnunar.Hann telur það grafalvarlegt mál ef ekki verður farið að tillögum stofnunarinnar um stórfelldan niðurskurð þorskafla.

Umhverfisvænasta álver Alcoa

Forstjóri Alcoa segir álverið á Reyðarfirði það umhverfisvænasta af tæplega þrjátíu verksmiðjum fyrirtækisins víðs vegar um heiminn og stefnir ótrauður á byggingu álvers við Húsavík. Forsætisráðherra segir að fyrirtækið geti áfram búist við velvilja íslenskra stjórnvalda, en verksmiðja Fjarðaáls var formlega opnuð í dag.

Hafna sérstöðu og græða á því

Álverið í Straumsvík hefur verið losað undan öllum undanþágum um skatta, gjöld og tolla sem fyrirtækið fékk þegar álverið var reist fyrir 40 árum. Þetta fól í sér miklar ívilnanir í gegnum tíðina. Svo miklar breytingar hafa aftur á móti orðið á almennu skattaumhverfi fyrirtækja að álverið sparar sér hálfan milljarð á ári með því að vera skattlagt eins og hvert annað fyrirtæki.

Íslenskt lyfjafyrirtæki vex hratt á Spáni

Íslenska lyfjafyrirtækið Invent Farma á Spáni hefur vaxið gríðarlega frá því Íslendingar tóku yfir rekstur þess. Forkólfar fyrirtækisins fullyrða að fyrirtækið tvöfaldist að stærð á næstu þremur árum. Invent Farma vinnur að lyfjaþróun, auk þess að framleiða hráefni til lyfjagerðar. Fyrirtækið sérhæfir sig einnig í framleiðslu samheitalyfja og í markaðssetningu þeirra.

Erlent vinnuafl heldur ferðaþjónustunni gangandi

Nærri má geta að ferðaþjónustu á Íslandi sé haldið gangandi með erlendu starfsfólki. Í sumum tilvikum er hlutfall erlendra starfsmanna á hótelum hér á landi um 90 prósent. Von er á góðu ferðasumri.

Leitar manns vegna tilraunar til nauðgunar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir vitnum að tilraun til nauðgunar sem átti sér stað á Hverfisgötu á móts við Þjóðleikhúsið um sexleytið í morgun.

Bústaðavegur lokaður vegna bílveltu

Bústaðavegur er lokaður vegna bílveltu sem varð við Ásgarð á fjórða tímanum. Kona sem var ein í bílnum komst að sjálfsdáðum út úr honum og mun ekki vera alvarlega slösuð. Vegfarendum er bent á að velja aðrar leiðir til aksturs en Bústaðaveginn næstu klukkustundina.

Háskólum mismunað eftir rekstrarformi

Háskólar á Íslandi sitja ekki við sama borð gagnvart stjórnvöldum því þeim er mismunað fjárhagslega eftir rekstrarformi, sagði Þorsteinn Gunnarsson, rektor Háskólans á Akureyri sem í dag brautskráði vel á fjórða hundrað kandídata.

Yfirheyrslur að hefjast yfir umsátursmanni

Lögreglan á Vestfjörðum er að hefja yfirheyrslur yfir karlmanni á sextugsaldri sem handtekinn var í nótt eftir umsátur við hús í Hnífsdal. Eins og fram hefur komið í fréttum í dag er maðurinn grunaður um að hafa skotið í átt að konunni sinni sem flýði út úr íbúð þeirra.

Grunnskólar og nemar verðlaunaðir fyrir góða frammistöðu

Grandaskóli, Víkurskóli, Öskjuhlíðarskóli, Húsaskóli, Laugarnesskóli og Foldaskóli hlutu í dag hvatningarverðlaun menntaráðs Reykjavíkurborgar sem veitt voru í fimmta sinn í dag. Þar að auki fengu þrjátíu nemendur nemendaverðlaun ráðsins.

Segir virkjanir borga sig upp á 15-16 árum

Orkuveita Reykjavíkur segir að virkjanir hennar borgi sig upp á 15 til 16 árum og mótmælir þannig þeirri frétt Fréttablaðsins í dag að virkjanirnar borgi sig ekki upp á 25 árum með raforkusölu til álversins í Helguvík miðað við tíu prósenta arðsemiskröfu borgarinnar.

Erfiðlega gekk að gefa skipi Eimskips nafn

Ekki tókst að mölva kampavínsflöskuna í fyrstu atrennu við skírn á nýju frystiskipi Eimskips í Sundahöfn í gær. Forstjóri Eimskips segir að fall sé fararheill.

Vilja aflétta trúnaði af raforkuverði

Meirihluti stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur vill gjarnan aflétta trúnaði af raforkuverði til að koma í veg fyrir ranghugmyndir en fullyrðir að orkusölusamningar vegna Helguvíkurálvers séu þeir hagstæðustu sem fyrirtækið hafi gert.

Gætu átt rétt á allt að einni milljón króna

Íslenskar konur sem fengu sílikonfyllingar í brjóst frá framleiðandanum Dow Corporation fyrir árið 1992 eiga rétt á að lámarki um 78 þúsund krónur í bætur. 65 konur hafa lagt fram kröfu um skaðabætur frá fyrirtækinu.

Grunaður um að hafa skotið í átt að konunni sinni

Eiginkona mannsins, sem handtekinn var í húsi í Hnífsdal í nótt eftir umsátur, hlaut áverka á andliti. Hann er grunaður um að hafa skotið að henni. Maðurinn, sem er á sextugsaldri, var mjög ölvaður.

Ný ríkisstjórn mun eiga gott samstarf við Alcoa

Geir Haarde forsætisráðherra lofar Alcoa að núverandi ríkisstjórn muni eiga jafngott samstarf við fyrirtækið og sú fyrri. Þetta kom fram í erindi forsætisráðherra á opnunarhátíð nýs álvers Fjarðaáls í Reyðarfirði sem er opnað með formlegum hætti í dag.

Sjá næstu 50 fréttir