Innlent

Valgerður gróðursetti tré við álver

Án efa er afrakstur eins stærsta pólitíska verks Valgerðar Sverrisdóttur, fyrrverandi iðnaðar- og viðskiptaráðherra, kominn á daginn en hún var við vígslu nýja álversins á Reyðarfirði í gær.

Valgerður Sverrisdóttir stýrði iðnaðar- og viðskiptaráðuneytinu þegar virkjun við Kárahnjúka var ýtt úr vör og stærstan hluta þess tíma á meðan bygging álvers stóð yfir í Reyðarfirði. Það er nú risið með framleiðslugetu upp á 346 þúsund tonn.

Náttúrverndarsamtök Íslands hafa harðlega gagnrýnt byggingu álversins og virkjun í Kárahnjúkum en forsprakkar samtakanna fullyrða að Fjarðaál verði fyrir töluverðum fjárhagslegum skaða vegna tafa á afhendingur orku frá Kárahnjúkavirkjun. Tómas Már Sigurðarson, forstjóri Alcoa, gaf ekki mikið út á þær fullyrðingar í viðtali á Stöð 2 fyrir helgi.

Við vígslu álversins í gær gróðursetti Valgerður Sverrisdóttir tré en nokkur slík voru gróðursett í blíðskaparveðri á Reyðarfirði, í hlíðinni ofan við nýja álverið, sem verður langstærsti vinnustaður á svæðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×