Innlent

Virkjanaframkvæmdir hafa áhrif á starfsemi meðferðarheimilis

Stjórn meðferðarheimilisins Skaftholts skora á stjórnvöld að falla frá fyrirhuguðum virkjanaframkvæmdum í Þjórsá. Framkvæmdirnar hafi mikil áhrif á íbúa á heimilinu og þá uppbyggingu sem þar hefur farið fram.

Í Skeiða- og Gnúpverjahreppi stendur Skaftholt skammt frá Þjórsá. Skaftholt var stofnað árið 1980 og hefur það markmið að opna þroskaheftum og öðrum sem þörf hafa fyrir verndað umhverfi tækifæri til takast á við verkefni í samræmi við getu og hæfileika hvers og eins.

Íbúar þar eru á aldrinum sextán til fimmtíu og fimm ára og hafa margir þeirra dvalið þar um árabil. Heimilismenn sinna búskap ásamt öðrum verkefnum.

Í síðustu viku var ráðherrum og þingmönnum afhent áskorun frá stjórn Skaftholts um að hverfa frá fyrirhugðum virkjunarframkvæmdum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×