Fleiri fréttir Ósætti meðal ungra sjálfstæðismanna vegna veitingu frelsisverðlauna Ungir sjálfstæðismenn í Fjarðabyggð styðja ekki veitingu Samband ungra sjálfstæðismanna á frelsisverðlaunum SUS til Andra Snæs Magnússonar. 12.1.2007 13:57 Fjarskiptasamband Háskóla Íslands rofnar ekki Fjarskiptasamband Háskóla Íslands, Landspítala-háskólasjúkrahús og annarra stofnana rofnar ekki á meðan viðgerð stendur yfir á CANTAT-3 sæstrengnum. 12.1.2007 13:22 Bensínverð lækkar í kjölfar lækkunar á heimsmarkaðsverði Olíuverð hélt áfram á lækka á heimsmarkaði í gær og í morgun lækkaði ESSO bensínlítrann hér á landi, fyrst olíufélaganna. Atlantsolía fylgdi í kjölfarið. FÍB segir að olíufélögin hafi hækkað álagningu um rösk átta prósent í fyrra. 12.1.2007 13:00 Neyðarrennibraut losnaði úr hólfi vélar Icelandair Verið er að rannsaka hvað olli því að neyðarrennibraut fyrir farþega losnaði úr hólfi við neyðarútgang yfir væng á flugvél Icelandair skömmu fyrir lendingu á Kastrup-flugvelli í Kaupmannahöfn síðdegis í gær. 12.1.2007 12:45 Jafet gefur kost á sér til formanns KSÍ Jafet S. Ólafsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Verðbréfastofunnar og Íslenska útvarpsfélagsins, hefur ákveðið að gefa kost á sér í kosningu til formanns KSÍ á ársþingi sambandsins sem haldið verður þann 10. febrúar næstkomandi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá honum. 12.1.2007 12:30 Geir segir umræðu um evruna á villigötum Geir H. Haarde, forsætisráðherra, segir umræðu um evru og stöðu krónunnar á villigötum og í raun fjarstæðukennda. Nefnd ríkisstjórnarinnar undir forystu dómsmálaráðherra um stöðu Íslands gagnvart Evrópusambandinu skilar skýrslu á næstu vikum. 12.1.2007 12:12 Góð vetrarfærð og greiðfært í borginni Góð vetrarfærð er á landinu og greiðfært um höfuðborgarsvæðið þrátt fyrir snjóinn sem kyngdi niður í nótt. 12.1.2007 12:10 Óttast að sprengja nótina vegna mikillar síldar Síldveiðiskipið Krossey er komið til Grundarfjarðar til að kasta á síldina þar en hún er svo þétt að skipstjórinn óttast að sprengja nótina. Sérfræðingar Hafrannsóknarstofnunar eru komnir á staðinn til að rannsaka þetta náttúrufyrirbrigði. 12.1.2007 12:00 Mikilvægt að fylgjast með verðþróun á matvörumarkaði Alþýðusamband Íslands segir mikla hækkun á matar- og drykkjarvörum á milli desember og janúar valda nokkrum áhyggjum og ýta enn undir mikilvægi þess að fylgjast vel með þróun á þeim markaði á næstu mánuðum í aðdraganda aðgerða til lækkunar á matvöruverði. 12.1.2007 11:50 Farsímasamband á öllum Hringveginum eftir ár Farsímasamband verður á öllum Hringveginum eftir eitt ár. Fjarskiptasjóður og Síminn skrifuðu í dag undir samkomulag um að Síminn taki að sér verkefni við uppbyggingu GSM-farsímakerfisins. 12.1.2007 11:28 Ríflega 18 milljónir lítra af áfengi seldar í fyrra 18,4 milljónir lítra af áfengi seldust í vínbúðunum ÁTVR í fyrra og jókst salan um rúm sjö prósent á milli ára. Fram kemur á vef ÁTVR að langmestur hluti þess hafi verið bjór, eða ríflega 14 milljónir lítra og jókst sala á honum um átta prósent. 12.1.2007 11:12 Ungir piltar viðurkenndu fjögur innbrot Fjórir piltar á aldrinum fimmtán til sautján ára hafa viðurkennt að hafa framið fjögur innbrot í söluturna í Hafnarfirði. Innbrotin voru fram á tímabilinu 25. desember til 10. janúar. Piltarnir játuðu líka að haf brotið rúður í Flensborgarskóla. 12.1.2007 10:53 Hópflótti af Llitla-Hrauni Sunnlenska fréttablaðið greinir frá því að starfsmannaflótti sé yfirvofandi á Litla-Hrauni þar sem fangaverðir séu afar óánægðir með kjör sín. Haft er eftir talsmanni fangavarða í blaðinu að erfitt sé að fá fólk til afleysingastarfa á þeim kjörum sem í boði eru og hætta sé á að fangaverðir hverfi til annarra og betur launaðra starfa. 12.1.2007 10:53 FÍB segir meðalálagningu á bensín hafa hækkað um 8,6 prósent Olíufélögin hækkuðu meðalálagningu á bensín um 8,6 prósent á árinu 2006 samanborið við álagninguna 2005 eftir því sem Félag íslenskra bifreiða eigenda greinir frá. FÍB bendir enn fremur á að íslenskir neytendur hafi að meðaltali borgað ríflega tveimur krónum meira fyrir hvern lítra af bensíni í fyrra en árið 2005 en rúmri krónu meira fyrir dísillítrann. 12.1.2007 10:35 Stór skjálftahrina fyrir utan Siglufjörð Stór jarðskjálftahrina fór í gang um 30 kílómetra norður fyrir Siglufirði klukkan hálfsex í kvöld. Entist hún í rúman klukkutíma og urðu skjálftarnir 17 talsins og þar af voru fimm þeirra 3 á Richter. Ragnar Stefánsson jarðskjálftafræðingur sagði í samtali við fréttamann Vísis að ekki væri óalgengt að svona hrina yrði á nokkura ára fresti á þessum stað. 11.1.2007 19:29 Fimm ár frá því Guantanamo-búðirnar tóku til starfa Fimm ár eru liðin frá því að fyrstu fangarnir komu til fangabúða Bandaríkjamanna við Guantanamo-flóa á Kúbu vegna gruns um aðild að hryðjuverkum. Af þessu tilefni efndi Íslandsdeild Amnesty International til útifundar á Lækjartorgi nú síðdegis. 11.1.2007 19:00 Spilaði frá sér fjölskylduna Tæpleg fertugur spilafíkill spilaði frá sér tvær eiginkonur. Hann hætti að spila fyrir fjórum árum en skuldar yfir fimmtán milljónir króna og er með ónýtt nafn í bönkunum. 11.1.2007 18:45 Sveitarfélögin fari varlega í að ryðja burt skógræktarsvæðum Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu verða að íhuga það mjög vel hvort það sé þess virði að ryðja burt skógræktarsvæðum til að fá nýtt byggingarland. Þetta segir bæjarstjórinn í Garðabæ, sem jafnframt er formaður Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. 11.1.2007 18:43 Pólitísk viljayfirlýsing um að þróa öryggissamstarf Íslendinga og Dana Samkomulag íslenskra og danskra stjórnvalda, sem undirritað var í dag, um aukið samstarf Landhelgisgæslunnar og danska sjóhersins, er að mati Björns Bjarnasonar dómsmálaráðherra pólitísk viljayfirlýsing um að þróa samstarf þjóðanna í þágu aukins öryggis borgaranna. 11.1.2007 18:38 Tugmilljóna tjón á flugvél Flugstoða Tugmilljóna tjón varð þegar flugvél Flugmálastjórnar, nú Flugstoða, hlekktist á í flugtaki á Reykjavíkurflugvelli í hádeginu í dag. Flugstjórinn hætti við flugtak þegar hann varð þess var að flugvélin lét ekki að stjórn. Báðir spaðar vélarinnar skemmdust sem og hjólabúnaður og skrokkur. 11.1.2007 18:24 Síldin drap þorskinn Þorskeldisfyrirtæki á Grundarfirði missti allan þorsk í kerjum sínum, um 20 tonn, vegna stórgöngu síldar inn í fjörðinn. Leiða menn líkur að því að síldargangan hafi valdið súrefnisskorti í sjónum í firðinum og því hafi þorskurinn drepist. 11.1.2007 18:22 Þriðjungur heyrnarlausra beittur kynferðislegu ofbeldi Í nýrri könnun sem var gerð á meðal heyrnarlausra á Íslandi sagðist þriðjungur svarenda hafa verið beittur kynferðislegu ofbeldi. Eru þetta að minnsta kosti 30 einstaklingar. Félag heyrnarlausra lét gera könnunina með stuðningi félagsmálaráðuneytisins en Ráðgjöf og greining annaðist gerð hennar. 11.1.2007 17:24 Björgunarsveitir í viðbragðsstöðu vegna ófærðar Snjó hefur haldið áfram að kyngja niður á höfuðborgarsvæðinu síðdegis og hálka er mikil. Björgunarsveitir á suðvesturhorninu eru í viðbragðsstöðu. Færð gæti tekið að spillast og skyggni orðið mjög slæmt í skafrenningi fljótlega, því vindur er að aukast og mjöllin er létt. Sigðurður Þ. Ragnarsson á Veðurstofu Stöðvar 2, segir að vindur gæti verið kominn upp í 13-18 m/sek á áttunda tímanum í kvöld við Faxaflóa, um Snæfellsnes og austur um Hellisheiði. Hvassviðrið geti síðan staðið fram eftir nóttu, en lægt með morgninum. 11.1.2007 17:21 Starfshópur á að fara yfir málefni spilasala í borginni Borgarráð samþykkti á fundi sínum í dag að skipa starfshóp til að fara yfir málefni spilasala í borginni og rekstur spilakassa. Hópurinn á að fara yfir staðsetningu salanna og hvort að setja eigi sérstök skilyrði í lögreglusamþykkt Reykjavíkur um reksturinn. 11.1.2007 16:45 Útibú frá þýðingamiðstöð utanríkisráðuneytisins opnað á Akureyri Ákveðið hefur verið að opna útibú frá þýðingamiðstöð utanríkisráðuneytisins á Akureyri. Gert er ráð fyrir fjórum starfsmönnum á Akureyri en þeir starfa í fjarvinnslu frá þýðingamiðstöðinni sem staðsett er í Reykjavík. Áætlað er að starfsemin á Akureyri geti hafist í byrjun apríl. 11.1.2007 16:28 Unnið að því að gera GSM samband á hafsvæðum öruggt Sérfræðingar Símans eru að vinna að því GSM samband á alþjóðlegum hafsvæðum þar sem ferjur og skemmtiferðaskip sigla sé öruggt. 11.1.2007 16:05 Þrjú fíkniefnamál komu til kasta lögreglunnar Þrjú fíkniefnamál komu til kasta lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í gær og í nótt. Lögreglan hafði síðdegis í gær afskipti af karlmanni í úthverfi borgarinnar sem grunaður er um fíkniefnamisferli. 11.1.2007 15:02 Sextán umferðaróhöpp á tveimur tímum Sextán umferðaróhöpp voru tilkynnt til lögreglunnar í Reykjavík á tveimur klukkustundum í dag eða frá klukkan tuttugu mínútur yfir tólf til tuttugu mínútur yfir tvö. Um hádegisbil fór að kyngja niður snjó í höfuðborginni og víða varð nokkuð blint. 11.1.2007 14:25 Flest fyrirtæki gera upp í dollurum en ekki evrum Flest af þeim fyrirtækjum sem veitt hefur verið heimild til að færa bókhald og semja ársreiking í erlendum gjaldmiðli hafa gert upp í dollurum en ekki evrum eftir því sem segir í vefriti fjármálaráðuneytisins. 11.1.2007 14:03 Málflutningur í sex ákæruliðum upprunalegs Baugsmáls á mánudag Málflutningur í þeim sex ákæruliðum sem eftir standa af upprunalegri ákæru í Baugsmálinu fer fram fyrir Hæstarétti á mánudaginn kemur. 11.1.2007 13:32 Býður styrk í hússjóð fyrir þriðja sæti á lista Framsóknar Einn af frambjóðendum Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi heitir flokknum tveimur milljónum króna í hússjóð framsóknarfélaganna á Akureyri fái hann þriðja sætið í kosningu um helgina. Stjórnmálafræðingur segir að svona geri menn ekki. 11.1.2007 12:45 Vill að skólar banni fjárhættuspil og beiti viðurlögum Formaður Heimilis og skóla segir mikilvægt að skólar setji reglur sem banni fjárhættuspil og hafi viðurlög til að grípa til séu reglurnar brotnar. 11.1.2007 12:43 Flugvél Flugstoða rann út af flugbraut á Reykjavíkurflugvelli Flugvél Flugstoða rann út af flugbraut á Reykjavíkurflugvelli í hádeginu án þess þó að nokkurn sakaði. Flugvélin var í flugtaki en ekki liggur fyrir hvers vegna hún endaði utan brautar. 11.1.2007 12:39 Stórauka á framlög til rannsókna til að koma HÍ í fremstu röð Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra og Kristín Ingólfsdóttir rektor Háskóla Íslands undirrituðu í dag í Hátíðarsal Háskóla Íslands samning um kennslu og rannsóknir við Háskóla Íslands. Samningurinn er til fimm ára, frá og með árinu 2007 til ársins 2011. 11.1.2007 12:31 Stimpill sprakk út úr aðalvél togarans Barða Mildi var að enginn var nálægur þegar stimpill sprakk út úr aðalvél togarans Barða þegar hann var að veiðum fyrir austan land í gær. 11.1.2007 12:30 Hafnfirðingar vilja kjósa um veigamikilmál Um nítíu prósent íbúa í Hafnarfirði telja það skipta miklu máli að bæjarbúar geti kosið um veigamikil mál bæjarfélagsins. Þetta kemur fram í niðurstöðum nýrrar viðhorfskönnunar sem Capacent Gallup gerði fyrir Hafnafjarðarbæ í árslok 2006. Bæjarbúar munu í vor kjósa um mál sem lúta að stækkun álversins í Straumsvík. 11.1.2007 12:17 Engin ástæða til að örvænta yfir krónunni Krónan getur lifað um langa framtíð og það er engin ástæða til að örvænta yfir henni. Þetta segir Ingimundur Friðriksson seðlabankastjóri. Hann segir að ef þjóðin vilji taka upp evruna sé skynsamlegast að ganga í Evrópusambandið. 11.1.2007 12:15 Samkomulag um samstarf sjóhers og Landhelgisgæslu Björn Bjarnason dómsmálaráðherra og Sören Gade, varnarmálaráðherra Danmerkur, undirrituðu um borð í dönsku varðskipi í Reykjavíkurhöfn í morgun samkomulag um aukið samstarf Landhelgisgæslunnar og danska sjóhersins. Björn segir þetta pólitíska viljayfirlýsingu um að þróa samstarf þjóðanna í því skyni að efla öryggi borgaranna. 11.1.2007 12:10 Framsóknarmenn velja á lista í Norðausturkjördæmi um helgina Aukakjördæmisþing Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi verður haldið í Mývatssveit á laugardaginn kemur. Þar verður listi flokksins í kjördæminu fyrir komandi Alþingskosningar settur saman. 11.1.2007 12:04 Starfsmenn Gæslunnar heiðraðir fyrir björgunarafrek Søren Gade, varnarmálaráðherra Danmerkur, afhenti í morgun starfsmönnum Landhelgisgæslunnar sem tóku þátt í björgun sjómanna af danska varðskipinu Triton þann 19. desember heiðursviðurkenningu. 11.1.2007 11:20 Kristinn skipar þriðja sæti samkvæmt tillögum kjörnefndar Kristinn H. Gunnarsson skipar þriðja sæti á lista Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi samkvæmt tillögum kjörnefndar. Kjörnefnd Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi lýkur störfum um helgina og boðað hefur verið til kjördæmisþings að Reykjum í Hrútafirði um aðra helgi. 11.1.2007 11:05 Vegur um Arnkötludal boðinn út á næstu dögum Vegur um Arnkötludal á milli Steingrímsfjarðar og Gilsfjarðar verður boðinn út á næstu dögunm og stefnt er að því að hann verði tilbúinn undir lok næsta árs. Þetta kom fram í máli Sturlu Böðvarssonar samgönguráðherra á fundi um samgöngu- og fjarskiptamál á Hólmavík í gærkvöld. 11.1.2007 10:55 Von á tveimur sendinefndum að skoða aðstæður í Þorlákshöfn Norski álrisinn Norsk Hydro hefur óskað eftir upplýsingum um Þorlákshöfn og nágrenni með tilliti til álframleiðslu í sveitarfélaginu Ölfus. Frá þessu er greint í Sunnlenska fréttablaðinu í dag og enn fremur sagt að von sé á fulltrúum fyrirtækisins til Þorlákshafnar á næstu vikum til að skoða aðstæður ásamt fullrúum frá öðrum hópi sem hafi áhuga á svæðinu. 11.1.2007 10:35 100 tonn af hvalkjöti óseld Enn er um 100 tonn af hvalkjöti óseld og bíða nú í frystum útgerðarmanna en þetta staðfesti íslenskur hvalveiðimaður í viðtali við Reuters í dag. Kristján Loftsson, forstjóri Hvals, sagði að tafirnar væru vegna þess enn væri verið að athuga hvort að kjötið stæðist manneldiskröfur sem gerðar eru til hvalkjöts. 10.1.2007 20:42 Styrktarreikningur stofnaður fyrir Örnu Sigríði Vinir Örnu Sigríðar Albertsdóttur hafa stofnað styrktarreikning fyrir hana og fjölskyldu hennar. Arna Sigríður slasaðist illa á skíðaæfingu í Noregi í lok síðasta árs og hlaut hryggáverka og innvortis blæðingar. 10.1.2007 20:30 Sjá næstu 50 fréttir
Ósætti meðal ungra sjálfstæðismanna vegna veitingu frelsisverðlauna Ungir sjálfstæðismenn í Fjarðabyggð styðja ekki veitingu Samband ungra sjálfstæðismanna á frelsisverðlaunum SUS til Andra Snæs Magnússonar. 12.1.2007 13:57
Fjarskiptasamband Háskóla Íslands rofnar ekki Fjarskiptasamband Háskóla Íslands, Landspítala-háskólasjúkrahús og annarra stofnana rofnar ekki á meðan viðgerð stendur yfir á CANTAT-3 sæstrengnum. 12.1.2007 13:22
Bensínverð lækkar í kjölfar lækkunar á heimsmarkaðsverði Olíuverð hélt áfram á lækka á heimsmarkaði í gær og í morgun lækkaði ESSO bensínlítrann hér á landi, fyrst olíufélaganna. Atlantsolía fylgdi í kjölfarið. FÍB segir að olíufélögin hafi hækkað álagningu um rösk átta prósent í fyrra. 12.1.2007 13:00
Neyðarrennibraut losnaði úr hólfi vélar Icelandair Verið er að rannsaka hvað olli því að neyðarrennibraut fyrir farþega losnaði úr hólfi við neyðarútgang yfir væng á flugvél Icelandair skömmu fyrir lendingu á Kastrup-flugvelli í Kaupmannahöfn síðdegis í gær. 12.1.2007 12:45
Jafet gefur kost á sér til formanns KSÍ Jafet S. Ólafsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Verðbréfastofunnar og Íslenska útvarpsfélagsins, hefur ákveðið að gefa kost á sér í kosningu til formanns KSÍ á ársþingi sambandsins sem haldið verður þann 10. febrúar næstkomandi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá honum. 12.1.2007 12:30
Geir segir umræðu um evruna á villigötum Geir H. Haarde, forsætisráðherra, segir umræðu um evru og stöðu krónunnar á villigötum og í raun fjarstæðukennda. Nefnd ríkisstjórnarinnar undir forystu dómsmálaráðherra um stöðu Íslands gagnvart Evrópusambandinu skilar skýrslu á næstu vikum. 12.1.2007 12:12
Góð vetrarfærð og greiðfært í borginni Góð vetrarfærð er á landinu og greiðfært um höfuðborgarsvæðið þrátt fyrir snjóinn sem kyngdi niður í nótt. 12.1.2007 12:10
Óttast að sprengja nótina vegna mikillar síldar Síldveiðiskipið Krossey er komið til Grundarfjarðar til að kasta á síldina þar en hún er svo þétt að skipstjórinn óttast að sprengja nótina. Sérfræðingar Hafrannsóknarstofnunar eru komnir á staðinn til að rannsaka þetta náttúrufyrirbrigði. 12.1.2007 12:00
Mikilvægt að fylgjast með verðþróun á matvörumarkaði Alþýðusamband Íslands segir mikla hækkun á matar- og drykkjarvörum á milli desember og janúar valda nokkrum áhyggjum og ýta enn undir mikilvægi þess að fylgjast vel með þróun á þeim markaði á næstu mánuðum í aðdraganda aðgerða til lækkunar á matvöruverði. 12.1.2007 11:50
Farsímasamband á öllum Hringveginum eftir ár Farsímasamband verður á öllum Hringveginum eftir eitt ár. Fjarskiptasjóður og Síminn skrifuðu í dag undir samkomulag um að Síminn taki að sér verkefni við uppbyggingu GSM-farsímakerfisins. 12.1.2007 11:28
Ríflega 18 milljónir lítra af áfengi seldar í fyrra 18,4 milljónir lítra af áfengi seldust í vínbúðunum ÁTVR í fyrra og jókst salan um rúm sjö prósent á milli ára. Fram kemur á vef ÁTVR að langmestur hluti þess hafi verið bjór, eða ríflega 14 milljónir lítra og jókst sala á honum um átta prósent. 12.1.2007 11:12
Ungir piltar viðurkenndu fjögur innbrot Fjórir piltar á aldrinum fimmtán til sautján ára hafa viðurkennt að hafa framið fjögur innbrot í söluturna í Hafnarfirði. Innbrotin voru fram á tímabilinu 25. desember til 10. janúar. Piltarnir játuðu líka að haf brotið rúður í Flensborgarskóla. 12.1.2007 10:53
Hópflótti af Llitla-Hrauni Sunnlenska fréttablaðið greinir frá því að starfsmannaflótti sé yfirvofandi á Litla-Hrauni þar sem fangaverðir séu afar óánægðir með kjör sín. Haft er eftir talsmanni fangavarða í blaðinu að erfitt sé að fá fólk til afleysingastarfa á þeim kjörum sem í boði eru og hætta sé á að fangaverðir hverfi til annarra og betur launaðra starfa. 12.1.2007 10:53
FÍB segir meðalálagningu á bensín hafa hækkað um 8,6 prósent Olíufélögin hækkuðu meðalálagningu á bensín um 8,6 prósent á árinu 2006 samanborið við álagninguna 2005 eftir því sem Félag íslenskra bifreiða eigenda greinir frá. FÍB bendir enn fremur á að íslenskir neytendur hafi að meðaltali borgað ríflega tveimur krónum meira fyrir hvern lítra af bensíni í fyrra en árið 2005 en rúmri krónu meira fyrir dísillítrann. 12.1.2007 10:35
Stór skjálftahrina fyrir utan Siglufjörð Stór jarðskjálftahrina fór í gang um 30 kílómetra norður fyrir Siglufirði klukkan hálfsex í kvöld. Entist hún í rúman klukkutíma og urðu skjálftarnir 17 talsins og þar af voru fimm þeirra 3 á Richter. Ragnar Stefánsson jarðskjálftafræðingur sagði í samtali við fréttamann Vísis að ekki væri óalgengt að svona hrina yrði á nokkura ára fresti á þessum stað. 11.1.2007 19:29
Fimm ár frá því Guantanamo-búðirnar tóku til starfa Fimm ár eru liðin frá því að fyrstu fangarnir komu til fangabúða Bandaríkjamanna við Guantanamo-flóa á Kúbu vegna gruns um aðild að hryðjuverkum. Af þessu tilefni efndi Íslandsdeild Amnesty International til útifundar á Lækjartorgi nú síðdegis. 11.1.2007 19:00
Spilaði frá sér fjölskylduna Tæpleg fertugur spilafíkill spilaði frá sér tvær eiginkonur. Hann hætti að spila fyrir fjórum árum en skuldar yfir fimmtán milljónir króna og er með ónýtt nafn í bönkunum. 11.1.2007 18:45
Sveitarfélögin fari varlega í að ryðja burt skógræktarsvæðum Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu verða að íhuga það mjög vel hvort það sé þess virði að ryðja burt skógræktarsvæðum til að fá nýtt byggingarland. Þetta segir bæjarstjórinn í Garðabæ, sem jafnframt er formaður Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. 11.1.2007 18:43
Pólitísk viljayfirlýsing um að þróa öryggissamstarf Íslendinga og Dana Samkomulag íslenskra og danskra stjórnvalda, sem undirritað var í dag, um aukið samstarf Landhelgisgæslunnar og danska sjóhersins, er að mati Björns Bjarnasonar dómsmálaráðherra pólitísk viljayfirlýsing um að þróa samstarf þjóðanna í þágu aukins öryggis borgaranna. 11.1.2007 18:38
Tugmilljóna tjón á flugvél Flugstoða Tugmilljóna tjón varð þegar flugvél Flugmálastjórnar, nú Flugstoða, hlekktist á í flugtaki á Reykjavíkurflugvelli í hádeginu í dag. Flugstjórinn hætti við flugtak þegar hann varð þess var að flugvélin lét ekki að stjórn. Báðir spaðar vélarinnar skemmdust sem og hjólabúnaður og skrokkur. 11.1.2007 18:24
Síldin drap þorskinn Þorskeldisfyrirtæki á Grundarfirði missti allan þorsk í kerjum sínum, um 20 tonn, vegna stórgöngu síldar inn í fjörðinn. Leiða menn líkur að því að síldargangan hafi valdið súrefnisskorti í sjónum í firðinum og því hafi þorskurinn drepist. 11.1.2007 18:22
Þriðjungur heyrnarlausra beittur kynferðislegu ofbeldi Í nýrri könnun sem var gerð á meðal heyrnarlausra á Íslandi sagðist þriðjungur svarenda hafa verið beittur kynferðislegu ofbeldi. Eru þetta að minnsta kosti 30 einstaklingar. Félag heyrnarlausra lét gera könnunina með stuðningi félagsmálaráðuneytisins en Ráðgjöf og greining annaðist gerð hennar. 11.1.2007 17:24
Björgunarsveitir í viðbragðsstöðu vegna ófærðar Snjó hefur haldið áfram að kyngja niður á höfuðborgarsvæðinu síðdegis og hálka er mikil. Björgunarsveitir á suðvesturhorninu eru í viðbragðsstöðu. Færð gæti tekið að spillast og skyggni orðið mjög slæmt í skafrenningi fljótlega, því vindur er að aukast og mjöllin er létt. Sigðurður Þ. Ragnarsson á Veðurstofu Stöðvar 2, segir að vindur gæti verið kominn upp í 13-18 m/sek á áttunda tímanum í kvöld við Faxaflóa, um Snæfellsnes og austur um Hellisheiði. Hvassviðrið geti síðan staðið fram eftir nóttu, en lægt með morgninum. 11.1.2007 17:21
Starfshópur á að fara yfir málefni spilasala í borginni Borgarráð samþykkti á fundi sínum í dag að skipa starfshóp til að fara yfir málefni spilasala í borginni og rekstur spilakassa. Hópurinn á að fara yfir staðsetningu salanna og hvort að setja eigi sérstök skilyrði í lögreglusamþykkt Reykjavíkur um reksturinn. 11.1.2007 16:45
Útibú frá þýðingamiðstöð utanríkisráðuneytisins opnað á Akureyri Ákveðið hefur verið að opna útibú frá þýðingamiðstöð utanríkisráðuneytisins á Akureyri. Gert er ráð fyrir fjórum starfsmönnum á Akureyri en þeir starfa í fjarvinnslu frá þýðingamiðstöðinni sem staðsett er í Reykjavík. Áætlað er að starfsemin á Akureyri geti hafist í byrjun apríl. 11.1.2007 16:28
Unnið að því að gera GSM samband á hafsvæðum öruggt Sérfræðingar Símans eru að vinna að því GSM samband á alþjóðlegum hafsvæðum þar sem ferjur og skemmtiferðaskip sigla sé öruggt. 11.1.2007 16:05
Þrjú fíkniefnamál komu til kasta lögreglunnar Þrjú fíkniefnamál komu til kasta lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í gær og í nótt. Lögreglan hafði síðdegis í gær afskipti af karlmanni í úthverfi borgarinnar sem grunaður er um fíkniefnamisferli. 11.1.2007 15:02
Sextán umferðaróhöpp á tveimur tímum Sextán umferðaróhöpp voru tilkynnt til lögreglunnar í Reykjavík á tveimur klukkustundum í dag eða frá klukkan tuttugu mínútur yfir tólf til tuttugu mínútur yfir tvö. Um hádegisbil fór að kyngja niður snjó í höfuðborginni og víða varð nokkuð blint. 11.1.2007 14:25
Flest fyrirtæki gera upp í dollurum en ekki evrum Flest af þeim fyrirtækjum sem veitt hefur verið heimild til að færa bókhald og semja ársreiking í erlendum gjaldmiðli hafa gert upp í dollurum en ekki evrum eftir því sem segir í vefriti fjármálaráðuneytisins. 11.1.2007 14:03
Málflutningur í sex ákæruliðum upprunalegs Baugsmáls á mánudag Málflutningur í þeim sex ákæruliðum sem eftir standa af upprunalegri ákæru í Baugsmálinu fer fram fyrir Hæstarétti á mánudaginn kemur. 11.1.2007 13:32
Býður styrk í hússjóð fyrir þriðja sæti á lista Framsóknar Einn af frambjóðendum Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi heitir flokknum tveimur milljónum króna í hússjóð framsóknarfélaganna á Akureyri fái hann þriðja sætið í kosningu um helgina. Stjórnmálafræðingur segir að svona geri menn ekki. 11.1.2007 12:45
Vill að skólar banni fjárhættuspil og beiti viðurlögum Formaður Heimilis og skóla segir mikilvægt að skólar setji reglur sem banni fjárhættuspil og hafi viðurlög til að grípa til séu reglurnar brotnar. 11.1.2007 12:43
Flugvél Flugstoða rann út af flugbraut á Reykjavíkurflugvelli Flugvél Flugstoða rann út af flugbraut á Reykjavíkurflugvelli í hádeginu án þess þó að nokkurn sakaði. Flugvélin var í flugtaki en ekki liggur fyrir hvers vegna hún endaði utan brautar. 11.1.2007 12:39
Stórauka á framlög til rannsókna til að koma HÍ í fremstu röð Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra og Kristín Ingólfsdóttir rektor Háskóla Íslands undirrituðu í dag í Hátíðarsal Háskóla Íslands samning um kennslu og rannsóknir við Háskóla Íslands. Samningurinn er til fimm ára, frá og með árinu 2007 til ársins 2011. 11.1.2007 12:31
Stimpill sprakk út úr aðalvél togarans Barða Mildi var að enginn var nálægur þegar stimpill sprakk út úr aðalvél togarans Barða þegar hann var að veiðum fyrir austan land í gær. 11.1.2007 12:30
Hafnfirðingar vilja kjósa um veigamikilmál Um nítíu prósent íbúa í Hafnarfirði telja það skipta miklu máli að bæjarbúar geti kosið um veigamikil mál bæjarfélagsins. Þetta kemur fram í niðurstöðum nýrrar viðhorfskönnunar sem Capacent Gallup gerði fyrir Hafnafjarðarbæ í árslok 2006. Bæjarbúar munu í vor kjósa um mál sem lúta að stækkun álversins í Straumsvík. 11.1.2007 12:17
Engin ástæða til að örvænta yfir krónunni Krónan getur lifað um langa framtíð og það er engin ástæða til að örvænta yfir henni. Þetta segir Ingimundur Friðriksson seðlabankastjóri. Hann segir að ef þjóðin vilji taka upp evruna sé skynsamlegast að ganga í Evrópusambandið. 11.1.2007 12:15
Samkomulag um samstarf sjóhers og Landhelgisgæslu Björn Bjarnason dómsmálaráðherra og Sören Gade, varnarmálaráðherra Danmerkur, undirrituðu um borð í dönsku varðskipi í Reykjavíkurhöfn í morgun samkomulag um aukið samstarf Landhelgisgæslunnar og danska sjóhersins. Björn segir þetta pólitíska viljayfirlýsingu um að þróa samstarf þjóðanna í því skyni að efla öryggi borgaranna. 11.1.2007 12:10
Framsóknarmenn velja á lista í Norðausturkjördæmi um helgina Aukakjördæmisþing Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi verður haldið í Mývatssveit á laugardaginn kemur. Þar verður listi flokksins í kjördæminu fyrir komandi Alþingskosningar settur saman. 11.1.2007 12:04
Starfsmenn Gæslunnar heiðraðir fyrir björgunarafrek Søren Gade, varnarmálaráðherra Danmerkur, afhenti í morgun starfsmönnum Landhelgisgæslunnar sem tóku þátt í björgun sjómanna af danska varðskipinu Triton þann 19. desember heiðursviðurkenningu. 11.1.2007 11:20
Kristinn skipar þriðja sæti samkvæmt tillögum kjörnefndar Kristinn H. Gunnarsson skipar þriðja sæti á lista Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi samkvæmt tillögum kjörnefndar. Kjörnefnd Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi lýkur störfum um helgina og boðað hefur verið til kjördæmisþings að Reykjum í Hrútafirði um aðra helgi. 11.1.2007 11:05
Vegur um Arnkötludal boðinn út á næstu dögum Vegur um Arnkötludal á milli Steingrímsfjarðar og Gilsfjarðar verður boðinn út á næstu dögunm og stefnt er að því að hann verði tilbúinn undir lok næsta árs. Þetta kom fram í máli Sturlu Böðvarssonar samgönguráðherra á fundi um samgöngu- og fjarskiptamál á Hólmavík í gærkvöld. 11.1.2007 10:55
Von á tveimur sendinefndum að skoða aðstæður í Þorlákshöfn Norski álrisinn Norsk Hydro hefur óskað eftir upplýsingum um Þorlákshöfn og nágrenni með tilliti til álframleiðslu í sveitarfélaginu Ölfus. Frá þessu er greint í Sunnlenska fréttablaðinu í dag og enn fremur sagt að von sé á fulltrúum fyrirtækisins til Þorlákshafnar á næstu vikum til að skoða aðstæður ásamt fullrúum frá öðrum hópi sem hafi áhuga á svæðinu. 11.1.2007 10:35
100 tonn af hvalkjöti óseld Enn er um 100 tonn af hvalkjöti óseld og bíða nú í frystum útgerðarmanna en þetta staðfesti íslenskur hvalveiðimaður í viðtali við Reuters í dag. Kristján Loftsson, forstjóri Hvals, sagði að tafirnar væru vegna þess enn væri verið að athuga hvort að kjötið stæðist manneldiskröfur sem gerðar eru til hvalkjöts. 10.1.2007 20:42
Styrktarreikningur stofnaður fyrir Örnu Sigríði Vinir Örnu Sigríðar Albertsdóttur hafa stofnað styrktarreikning fyrir hana og fjölskyldu hennar. Arna Sigríður slasaðist illa á skíðaæfingu í Noregi í lok síðasta árs og hlaut hryggáverka og innvortis blæðingar. 10.1.2007 20:30