Innlent

Óttast að sprengja nótina vegna mikillar síldar

Síldveiðiskipið Krossey er komið til Grundarfjarðar til að kasta á síldina þar en hún er svo þétt að skipstjórinn óttast að sprengja nótina. Sérfræðingar Hafrannsóknarstofnunar eru komnir á staðinn til að rannsaka þetta náttúrufyrirbrigði.

Skipstjórinn rann á fréttirnar um að gríðarlegt síldarmagn í Grundarfirði hefði eftir vill valdið súrefnisskorti í sjónum og drepið 20 tonn af eldislaxi í kvíum þar.

Vísindamenn frá Hafrannsóknarstofnun eru að undirbúa för sína vestur á Grundarfjörð í dag, til að kanna hvað olli því að 20 tonn af eldisþorski í kvíum á firðinum, drápust. Ógrynni síldar hefur verið á Grundarfirði að undanförnu og eru uppi tilgátur um að það hafi valdið súrefnisskorti og fiskadauða bæði í kvíunum og í hafinu í grennd. Gamlar sagnir greina frá mikilli síldargengd af og til inn á Grundarfjörð og árið 1962 var þar moksíldveiði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×