Innlent

Ríflega 18 milljónir lítra af áfengi seldar í fyrra

MYND/GVA

18,4 milljónir lítra af áfengi seldust í vínbúðunum ÁTVR í fyrra og jókst salan um rúm sjö prósent á milli ára. Fram kemur á vef ÁTVR að langmestur hluti þess hafi verið bjór, eða ríflega 14 milljónir lítra og jókst sala á honum um átta prósent.

Sala á rauðvín jókst hins vegar aðeins um eitt prósent milli áranna 2005 og 2006 en meðalaukning á sölu þess á árunum 1998-2005 var nærri 15 prósent. Þá vekur athygli að sala á ókrydduðu brennivíni og vodka eykst um 9 prósent á milli ára og er það í fyrsta skipti frá árinu 1998 sem merkjanleg söluaukning er í þessum flokki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×