Innlent

Hópflótti af Llitla-Hrauni

MYND/Stefán

Sunnlenska fréttablaðið greinir frá því að starfsmannaflótti sé yfirvofandi á Litla-Hrauni þar sem fangaverðir séu afar óánægðir með kjör sín. Haft er eftir talsmanni fangavarða í blaðinu að erfitt sé að fá fólk til afleysingastarfa á þeim kjörum sem í boði eru og hætta sé á að fangaverðir hverfi til annarra og betur launaðra starfa.

Þá er haft eftir Sigurjóni Birgissyni, formanni Fangavarðafélags Íslands, að laun fangavarða og lögreglumanna hafi lengi vel hafa haldist í hendur en á undanförnum áratug hafi fangaverðir dregist verulega aftur úr lögreglumönnum. Séu þeir nú með rúmlega 30 prósentum lægri laun en lögreglumenn. Algeng grunnlaun fangavarða eru á bilinu 122 til 130 þúsund krónur en þar við bætist vaktaálag.

Sigurjón bendir enn fremur á að fangaverðir geti ekki farið í verkfall og því íhugi margir að snúa sér að annarri vinnu verði ef launin ekki lagfærð. Búið sé að kynna dómsmálaráðherra stöðuna og vonandi geri hann sér grein fyrir alvarleika málsins. Um 45 manns koma að fangavörslu á Litla-Hrauni en þar eru rými fyrir 77 fanga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×