Innlent

Ósætti meðal ungra sjálfstæðismanna vegna veitingu frelsisverðlauna

Rithöfundurinn Andri Snær hlaut frelsisverðlaun SUS í ár og eru ungir sjálfstæðismenn í Fjarðarbyggð ekki sáttir við það.
Rithöfundurinn Andri Snær hlaut frelsisverðlaun SUS í ár og eru ungir sjálfstæðismenn í Fjarðarbyggð ekki sáttir við það. MYND/Valgarður

Ungir sjálfstæðismenn í Fjarðabyggð styðja ekki veitingu Samband ungra sjálfstæðismanna á frelsisverðlaunum SUS til Andra Snæs Magnússonar.

Stjórn Hávarrs, sem er félag ungra sjálfstæðismanna í Fjarðarbyggð og eitt af félögunum í SUS, segir í tilkynningu að félagið fagni tilkomu verðlaunanna sem séu þörf hvatning til að breiða út frjálshyggju í samfélaginu. Rithöfundurinn Andri Snær hlaut verðlaunin í ár og telur stjórnin sig ekki geta stutt það þar sem Andri Snær hafi beitt sér mjög gegn atvinnuuppbyggingu og frjálsu framtaki í Fjarðabyggð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×