Innlent

Bensínverð lækkar í kjölfar lækkunar á heimsmarkaðsverði

Olíuverð hélt áfram á lækka á heimsmarkaði í gær og í morgun lækkaði ESSO bensínlítrann hér á landi, fyrst olíufélaganna. Atlantsolía fylgdi í kjölfarið. FÍB segir að olíufélögin hafi hækkað álagningu um rösk átta prósent í fyrra.

Algent lítraverð hjá Essó er nu 111 krónur og 50 aura lítrinn og 110 hjá Atlantsolíu. Verð á olíutunnu fór niður fyrir 52 dollara vestanhafs í gær og hefur ekki verið svo lágt í mörg misseri. Talsmenn OPEC-olíuútflutningsríkjanna hafa áhyggjur af þróuninni og íhuga að draga úr framleiðslu til að knýja fram verðhækkanir.

Og enn af olíu-og bensínmálum því íslensku olíufélögin hækkuðu meðalálagningu á bensín um 8,6 prósent á árinu 2006 samanborið við álagninguna 2005 eftir því sem Félag íslenskra bifreiða eigenda heldur fram. FÍB bendir enn fremur á að íslenskir neytendur hafi að meðaltali borgað ríflega tveimur krónum meira fyrir hvern lítra af bensíni í fyrra en árið 2005, miðað við sömu verðforsendur bæði árin, en rúmri krónu meira fyrir dísillítrann.

Segir FÍB jafnframt að það valdi vonbrigðum að stórfyrirtæki á neytendamarkaði sem hafi mikil áhrif á afkomu heimilanna í landinu hafi á liðnu ári á tímum hækkandi verðbólgu og óróa á olíumörkuðum hækkað álagningu sína til íslenskra neytenda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×