Innlent

Unnið að því að gera GSM samband á hafsvæðum öruggt

Símtölin fara öll í gegnum GSM símstöð Símans.
Símtölin fara öll í gegnum GSM símstöð Símans. MYND/Páll

Sérfræðingar Símans eru að vinna að því GSM samband á alþjóðlegum hafsvæðum þar sem ferjur og skemmtiferðaskip sigla sé öruggt.

Verkefnið er unnið í samstarfi við On-Waves, sem er tækni- og þjónustufyrirtæki í Lúxemborg. Síminn sér um farsímaþjónustu um borð í ferjum sem sigla milli Spánar, Frakklands, Ítalíu og Grikklands, á milli Bretlands og meginlands Evrópu og á Eystrasalti. Þjónustan sem fyrirtækið sér um nær einnig til skemmtiferðaskipa á siglingum um Miðjarðarhafið og Karabíska hafið, svo eitthvað sé nefnt. Símtölin fara öll í gegnum GSM símstöð Símans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×