Innlent

Starfshópur á að fara yfir málefni spilasala í borginni

MYND/Vísir

Borgarráð samþykkti á fundi sínum í dag að skipa starfshóp til að fara yfir málefni spilasala í borginni og rekstur spilakassa. Hópurinn á að fara yfir staðsetningu salanna og hvort að setja eigi sérstök skilyrði í lögreglusamþykkt Reykjavíkur um reksturinn.

Í starfshópnum verða fulltrúar stjórnsýslu- og starfsmannasviðs, skipulags- og byggingarsviðs, velferðarsviðs og íþrótta- og tómstundasviðs. Fyrirtækjunum Háspennu og Íslandsspilum verður boðið að tilnefna hvort sinn fulltrúa í starfshópinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×