Innlent

Styrktarreikningur stofnaður fyrir Örnu Sigríði

Arna Sigríður dvelur nú fjarri sinni heimabyggð á Ísafirði.
Arna Sigríður dvelur nú fjarri sinni heimabyggð á Ísafirði.

Vinir Örnu Sigríðar Albertsdóttur hafa stofnað styrktarreikning fyrir hana og fjölskyldu hennar. Arna slasaðist illa á skíðaæfingu í Noregi í lok síðasta árs og hlaut hryggáverka og innvortis blæðingar.

 

Fram kemur á fréttavefnum bb.is að nokkuð sé síðan reikningurinn var stofnaður og eru margir áhugasamir um að leggja fjölskyldunni lið. Reikningsnúmerið er 0556-14-603129, kt. 080690-3129 fyrir þá sem vilja styða við bakið á þeim.

 

Stofnuð hefur verið bloggsíðan http://arnaokkar.bloggar.is/ þar sem hægt er að fylgjast með daglegu lífi Örnu Sigríðar og bata hennar á Grensásdeild LSH.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×