Innlent

Starfsmenn Gæslunnar heiðraðir fyrir björgunarafrek

MYND/Stöð 2

Søren Gade, varnarmálaráðherra Danmerkur, afhenti í morgun starfsmönnum Landhelgisgæslunnar sem tóku þátt í björgun sjómanna af danska varðskipinu Triton þann 19. desember heiðursviðurkenningu.

Sjö skipverjum af varðskipinu var bjargað eftir að bát þeirra hvolfdi þegar þeir voru við björgunarstörf í tengslum við strand kýpverska flutningaskipsins Wilson Muuga við Sandgerði fyrir jól en einn drukknaði. Gade er staddur hér á landi í boði Björns Bjarnasonar dómsmálaráðherra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×