Innlent

Vegur um Arnkötludal boðinn út á næstu dögum

MYND/Stefán

Vegur um Arnkötludal á milli Steingrímsfjarðar og Gilsfjarðar verður boðinn út á næstu dögunm og stefnt er að því að hann verði tilbúinn undir lok næsta árs. Þetta kom fram í máli Sturlu Böðvarssonar samgönguráðherra á fundi um samgöngu- og fjarskiptamál á Hólmavík í gærkvöld.

Þar kom enn fremur fram að nýlega hefði verið boðinn út fyrri hluti GSM-farsímakerfisins á Hringveginum þar sem þjónusta hefur ekki verið fyrir hendi. Fram kemur á vef ráðuneytisins að útboð á útsendingum á Ríkissjónvarpinu í gegnum gervihnött hafi þegar farið fram en með því eiga útsendingar Ríkissjónvarpsins að ná bæði til sjómanna og þeirra sem hingað til hafa ekki notið útsendinga Sjónvarpsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×