Innlent

Pólitísk viljayfirlýsing um að þróa öryggissamstarf Íslendinga og Dana

Samkomulag íslenskra og danskra stjórnvalda, sem undirritað var í dag, um aukið samstarf Landhelgisgæslunnar og danska sjóhersins, er að mati Björns Bjarnasonar dómsmálaráðherra pólitísk viljayfirlýsing um að þróa samstarf þjóðanna í þágu aukins öryggis borgaranna.

Søren Gade varnarmálaráðherra Danmerkur heiðraði í morgun þá starfsmenn Landhelgisgæslunnar sem unnu að björgun sjómanna af danska varðskipinu Triton við Hvalsnes fyrir jól og fengu þeir orðu Margrétar Danadrottningar. Því næst var haldið um borð í varðskipið í Reykjavíkurhöfn en þar undirrituðu ráðherrarnir samkomulag um aukið samstarf Landhelgisgæslunnar og dönsku strandgæslunnar. Þjóðirnar staðfestu svo samstarfið í verki með sameiginlegri björgunaræfingu í Reykjavíkurhöfn í morgun. Þar æfði þyrlusveit Gæslunnar meðal annars eldsneytistöku á flugi frá danska varðskipinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×