Fleiri fréttir Peningamálastefnan bítur áfram, segir Seðlabankinn Gengi krónunnar féll um tæp tvö prósent í dag vegna sterks orðróms um að Kaupþing hyggist færa uppgjör sitt yfir í evru. Kaupþingsmenn neita að tjá sig. Ingimundur Friðriksson seðlabankastjóri segir að peningamálastefnan muni hafa bit áfram, jafnvel þótt einhverjir viðskiptabankanna kjósi að gera reikninga sína upp í erlendum gjaldmiðlum. 10.1.2007 18:30 Fjórtán þúsund metnir með örorku Draga má þá ályktun að fleiri í hópi öryrkja hafi tiltölulega vægari heilsufarsvandamál en áður, segir fyrrverandi tryggingayfirlæknir, enda ekkert sem bendir til þess að heilsufari þjóðarinnar hafi farið hrakandi þótt enn fjölgi öryrkjum. 10.1.2007 18:22 Íbúðalánasjóður lánaði nærri 50 milljarða í fyrra Heildarútlán Íbúðalánasjóðs í fyrra námu alls 49,5 milljörðum króna sem samkvæmt mánaðarskýrslu sjóðsins fyrir desember var rétt yfir efri mörkum útlánaáætlunar fyrir 2006. Þá nam útgáfa íbúðabréfa 39 milljörðum króna að nafnverði sem er nálægt efri mörkum útgáfuáætlunar ársins 2006. 10.1.2007 17:20 Krefjast lokunar fangabúða í Guantánamo Íslandsdeild Amnesty International stendur á morgun fyrir útifundi á Lækjartorgi klukkan 17 þar sem þess verður krafist að að fangabúðum Bandaríkjamanna við Guantánamo-flóa verði lokað. 10.1.2007 17:08 Ingibjörg Steinunn Sverrisdóttir nýr landsbókavörður Menntamálaráðherra hefur skipað Ingibjörgu Steinunni Sverrisdóttur í embætti landsbókavarðar til fimm ára frá 1. apríl 2007 næstkomandi. Fram kemur í tilkynningu frá ráðuneytinu að Ingibjörg sé bæði með meistaragráðu í opinberri stjórnsýslu og bókasafns- og upplýsingafræði og hafi að undanförnu starfað sem sviðsstjóri á varðveislusviði Landsbókasafnsins. 10.1.2007 16:59 Hafnar kröfu ríkisins um útburð af lóð á Akureyrarflugvelli Hæstiréttur hafnaði í dag kröfu íslenska ríkisins um að maður yrði borinn út af lóð á Akureyrarflugvelli með beinni aðfargerð en á lóðinni stendur flugskýli sem hann á. Þar með staðfesti dómurinn úrskurð Héraðsdóms. 10.1.2007 16:46 Hagnaður Alcoa um 160 milljarðar á síðasta ári Hagnaður Alcoa, eins stærsta álframleiðanda heims, nam um 160 milljörðum króna í fyrra eftir því sem segir í Vegvísi Landsbankans og er það methagnaður í 118 ára sögu fyrirtækisins. Framleiðsla Alcoa í fyrra var rúmlega 15 milljón tonn og jókst um rúm 3,6 prósent á milli ára. 10.1.2007 16:32 Framsóknarmenn velja frambjóðendur í NA-kjördæmi Framsóknarmenn velja sér fulltrúa á framboðslista sinn til þings í Norðausturkjördæmi á tvöföldu kjördæmisþingi sem haldið verður í Mývatnssveit á laugardaginn kemur. Alls hafa 410 fulltrúar rétt til setu í á þinginu og munu þeir velja tíu efstu menn á lista flokksins í kjördæminu. 10.1.2007 15:48 Erlendum ferðamönnum fjölgaði um tæp þrettán prósent Erlendum ferðamönnum sem komu hingað til lands í fyrra fjölgaði um tæplega 13 prósent á milli ára samkvæmt upplýsingum Ferðamálastofu. Rúmlega 422 þúsund erlendir gestir komu til landsins í fyrra og fjölgaði þeim um 48 þúsund á milli ára. 10.1.2007 14:30 Tengivagn valt á Kísilveginum í Reykjahverfi Tengivagn flutningabíls sem var á leið frá Húsavík til Vopnafjarðar með steypustyrktarjárn valt á svokölluðum Kísilvegi í Reykjahverfi til móts við bæinn Einarsstaði laust eftir klukkan tíu í morgun. 10.1.2007 14:13 Sunneva Sigurðardóttir Vestfirðingur ársins 2006 Sunneva Sigurðardóttir er Vestfirðingur ársins 2006 samkvæmt vali lesenda fréttavefjarins Bæjarins besta. Fram kemur á á vefnum að Sunneva, sem er 25 ára Ísfirðingur, hafi opinberað fyrir alþjóð kynferðislega misnotkun sem hún varð fyrir í æsku. 10.1.2007 13:58 Innbrotahrina á höfuðborgarsvæðinu Þrír menn voru í gær úrskurðaðir í viku gæsluvarðhald vegna gruns um aðild að fjölda innbrota og þjófnaða, bæði í fyrirtæki og heimili á höfuðborgarsvæðinu og þá voru tveir menn handteknir í morgun á Vesturlandsvegi með þýfi í bíl sínum. Segir lögregla að innbrotahrina hafi verið á svæðinu. 10.1.2007 13:21 Fékk 250 tonn af loðnu í einu togi Fjölveiðiskipið Guðmundur Ólafur ÓF veiddi í nótt fyrstu loðnuna sem veiðst hefur hér við land eftir níu mánaða hlé og mikla óvissu um vertíðina í ár. 10.1.2007 12:45 Olíuverð heldur áfram að lækka Olíuverð hélt áfram að lækka á heimsmarkaði í gær og eru nú ótvírætt að skapast skilyrði til bensínlækkunar hér á landi. Ótti olíufélaganna við neikvæða umræðu í desember viðrist hafa valdið verðstöðvun í meira en mánuð. 10.1.2007 12:30 Gerðu vel við sig um jólin Metsala var í matar- og drykkjarföngum fyrir síðustu jól samkvæmt rannsókn Rannsóknarseturs verslunarinnar. Miðað við breytilegt verðlag jókst salan um þrettán og hálft prósent á milli ára. 10.1.2007 12:15 Kaupþing að yfirgefa krónuna Kaupþing er að yfirgefa krónuna sem uppgjörsmynt og er búist við að bankinn tilkynni þann 30. janúar að hann hafi ákveðið að skrá bókhald sitt og eigið fé í evrum. Það yrði verulegt áfall fyrir peningastefnu Seðlabankans. 10.1.2007 11:59 Flytur skráningu togara frá Akureyri til Reykjavíkur Forstjóri útgerðarfélagsins Brims, áður ÚA, er búinn að fá nóg af fjandskap Sjómannafélags Eyjafjarðar og hefur flutt skráningu togara félagsins frá Akureyri til Reykjavíkur. Formaður Sjómannafélags Eyjafjarðar segir hann í leit að blóraböggli og vísar ásökunum á bug. 10.1.2007 11:45 Búið að ná bílnum upp úr Tjörninni Lögreglumenn og kafarar frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins náðu bíl, sem lenti ofan í Tjörninni í Reykjavík um tíu leytið í morgun, upp úr fyrir hádegi. Ökumaður sem var einn í bílnum var fluttur á slysadeild en honum varð ekki meint af. 10.1.2007 11:39 Reiknað með 222 milljóna króna afgangi á Seltjarnarnesi Reiknað er með að bæjarsjóður Seltjarnarness skili um 222 milljóna króna afgangi á árinu 2007. Fjárhagsáætlun bæjarins var samþykkt við seinni umræðu á fundi bæjarstjórnar Seltjarnarness í morgun. 10.1.2007 11:19 Nýr sýslumaður á Hólmavík Lára Huld Guðjónsdóttir verður sýslumaður á Hólmavík frá og með 1. febrúar næstkomandi. Björn Bjarnason, dóms- og kirkjumálaráðherra, hefur skipað Láru Huld, löglærðan fulltrúa sýslumannsins á Seyðisfirði, í embættið. 10.1.2007 11:08 Stefna að því að auka framleiðslu sements um helming Verið er að kanna af fullri alvöru möguleika á því að auka framleiðslugetu Sementsverksmiðjunnar á Akranesi um allt að fimmtíu prósent til þess að mæta sívaxandi eftirspurn eftir sementi hérlendis. Eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá verksmiðjunni er undirbúningsvinna vegna þessa er langt komin. 10.1.2007 11:00 Úttekt á skemmdum liggur fyrir innan nokkurra vikna Reikna má með því að úttekt á þeim skemmdum sem urðu á íbúðablokkum á Keflavíkurflugvelli í nóvember síðastliðnum liggi fyrir á næstu dögum. Talið er að tugmilljóna króna tjón hafi orðið á svæðinu þegar vatn fraus í leiðslum í íbúðarhúsum í forstakafla í nóvember en ekkert eftirlit var með ástandi innan húss. 10.1.2007 10:40 Fjórir togarar Brims skipta um heimahöfn Þegar Guðmundur Kristjánsson útgerðarmaður eignaðist Útgerðarfélag Akureyringa og skýrði fyrirtækið Brim óttuðust margir Akureyringar að félaginu yrði skipt upp og það flutt úr bænum. Nú hefur Brim ákveðið að fjórir Togarar Brims skipti um heimahöfn. Árbakur og Sólbakur hafa þegar fengið einkennisstafnina RE í stað EA og hinir tveir, Kaldbakur og Harðbakur fá ný umdæmisnúmer innan skamms. 9.1.2007 20:22 Komið í veg fyrir sterasmygl á Seyðisfirði Við hefðbundið eftirlit tollgæslunnar á Seyðisfirði við komu Norrænu í morgun, fannst talsvert magn af vaxtahormónum og sterum í bíl sem átti að flytja til landsins. Tollgæslan afhenti lögreglu embættisins málið til rannsóknar. Eigandi bifreiðarinnar viðurkenndi að eiga efnin og kvað þau ætluð til eigin nota. 9.1.2007 19:54 Bankarnir að undirbúa að yfirgefa krónuna? Á síðasta ári hafa stærstu bankar landsins sankað að sér erlendri mynt. Þessa breytingu má að hluta til rekja til þess að bankarnir hafi verið að stækka við á erlendri grund og þess vegna sé æ stærri hluti af efnahagsreikningi þeirra í erlendri mynt. Þetta gæti hins vegar valdið því að með lækkandi gengi krónunnar lækki eiginfjárhlutfall bankanna. Bankarnir hafa því tekið upp jákvæðan gjaldeyrissöfnuð til þess að verja eiginfjárhlutfall sitt ef krónan lækkar. 9.1.2007 18:56 Bandaríkjamenn féllu ekki fyrir lambinu Nánast samfellt tap hefur verið á sölu lambakjöts til Bandaríkjanna - þrátt fyrir að stjórnvöld hafi í rúman áratug styrkt markaðssetningu á lambakjöti og íslenskum vörum um meira en 300 milljónir króna. 9.1.2007 18:47 Fjarlægjumst enn norrænt matarverð Matur á Íslandi er röskum 60 prósentum dýrari hér en að meðaltali innan Evrópu og hefur munurinn rokið upp á milli ára. Íslenskur almenningur greiðir gríðarlegan fórnarkostnað vegna krónunnar, segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar. 9.1.2007 18:41 Stærstu lífeyrissjóðirnir hætta við skerðingar Tveir stærstu lífeyrissjóðir landsins ætla að fresta því að fella niður eða skerða örorkulífeyri hjá hluta félagsmanna sinna fyrsta febrúar. Þriðji stærsti sjóðurinn siglir væntanlega í kjölfarið í kvöld. Málið er enn umdeilt meðal níu annarra lífeyrissjóða. Alls átti að skerða eða fella niður örorkulífeyri hjá 2300 bótaþegum. Um helmingur þeirra er innan vébanda þessara þriggja lífeyrissjóða. 9.1.2007 17:54 Sá á bak þjófnum með fartölvuna Lögreglan í Reykjavík leitar nú manns sem braust inn í íbúð á Leifsgötu í dag og hafði á brott með sér fartölvu ásamt greiðslukorti, vegabréfi og ökuskírteini konu sem býr íbúðinni. Konan kom heim í dag og tók þá eftir því að búið var að losa stormjárn á glugga í íbúðinni. Þegar hún leit út um gluggann sá hún á bak þjófnum með fartölvuna í fanginu. 9.1.2007 16:21 Ók á ljósastaur á Kringlumýrarbraut Ökumaður bifreiðar var fluttur á sjúkrahús með minni háttar áverka eftir að hann missti stjórn á bílnum á Kringlumýrarbraut í Fossvogi og ók á ljósastaur. Slysið varð upp úr klukkan þrjú í dag. Að sögn lögreglu skemmdist bíllinn hins vegar það mikið að draga þurfti hann af vettvangi og þá þurfti einnig að fjarlægja staurinn. 9.1.2007 16:13 Landssamtök landeigenda á Íslandi stofnuð Ákveðið hefur verið að stofna Landssamtök landeigenda á Íslandi. Landssamtökunum er ætlað að berjast fyrir því að eignarréttur landeigenda að jörðum þeirra sé virtur í svokölluðu þjóðlendumáli, eins og kveðið er á um í stjórnarskrá Íslands og í Mannréttindasáttmála Evrópu, að því er segir í tilkynningu. 9.1.2007 15:48 Mýrin orðin mest sótta íslenska myndin Mýrin, kvikmynd Baltasars Kormáks sem byggð er á spennusögu Arnaldar Indriðasonar, er orðin mest sótta íslenska myndin frá því að mælingar hófust og sömuleiðis sú tekjuhæsta á Íslandi hvort sem horft er til íslenskra eða erlendra mynda. 82.500 manns hafa nú séð Mýrina. 9.1.2007 15:45 Rúður sprengdar með flugeldum Rúður voru sprengdar á nokkrum stöðum á höfuðborgarsvæðinu í gær með flugeldum og hlaust af því nokkurt tjón. Vill lögreglan á höfuðborgarsvæðinu minna á að aðeins má nota flugelda frá 28. desember til 6. janúar. 9.1.2007 15:37 Enginn hjá Ríkislögreglustjóra hafi bíl til afnota Embætti Ríkislögreglustjóra hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem tekið er fram að hvorki ríkislögreglustjóri né aðrir starfsmenn embættisins hafa bíla frá embættinu til afnota, hvað þá lúxusbíla, eins og gefið hafi verið til kynna í efnisþættinum „Frá degi til dags", í Fréttablaðinu mánudaginn 8. janúar. 9.1.2007 15:27 Dæmdur fyrir árás á fyrrverandi eiginkonu Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag karlmann á fertugsaldri í níu mánaða fangelsi, þar af sex mánuði skilorðsbundna, og til að greiða fyrrverandi eiginkonu sinni og barnsmóður 400 þúsund krónur í miskabætur vegna stórfelldrar líkamsárásar á hana í maí árið 2005. 9.1.2007 15:15 Samningur um fjölbreytileg menningarleg tjáningarform verði staðfestur Utanríkisráðherra kynnti í morgun a ríkisstjórnarfundi samning um að vernda og styðja við fjölbreytileg menningarleg tjáningarform sem samþykktur var á aðalráðstefnu Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna fyrir rúmu ári. 9.1.2007 14:46 Ísafjarðarvélin lenti í Keflavík Flugmenn flugvélar á leið frá Reykjavík til Ísafjarðar í morgun urðu varir við bilun í bremsubúnaði og treystu sér ekki til að lenda á Ísafirði. Þeir sneru vélinni til Keflavíkur af öryggisástæðum. Vél var send frá Reykjavík til Keflavíkur til að sækja farþegana og fljúga með þá til Ísafjarðar. 9.1.2007 14:25 Þess vegna eru karlmenn hamingjusamari Menn hafa lengi velt því fyrir sér hvort kynið sé hamingjusamara, karlar eða konur. Nokkrir bandarískir hugsuðir hafa sett fram tuttugu ástæður fyrir því að karlar séu hamingjusamari. 1. Við höldum eftirnafninu okkar. 2. Brúðkaupsundirbúningurinn sér um sig sjálfur. 3. Bifvélavirkjar segja okkur sannleikann. 4. Sama vinna, hærri laun. 5. Hrukkur auka á karakter. 6. Brúðarkjóll 300 þúsund, smókingleiga 5000. 9.1.2007 13:30 Argóarflísin gerir það gott í Danmörku Argóarflísin, bók rithöfundarins SJÓN, sem kom út í fyrra, hefur fengið lofsamlega dóma í Danmörku og verið valin ein af bókum ársins í einu dagblaða landsins. 9.1.2007 13:16 Matvælaverð á Íslandi hæst í heimi Matvælaverð hér á landi er að öllum líkindum hið hæsta í heimi og það sama á við heildarútgjöld heimilanna. 9.1.2007 12:30 Handtekinn grunaður um vegabréfafölsun Erlendur karlmaður var í gær handtekinn á Flugstöð Leifs Eiríkssonar en hann er grunaður um vegabréfafölsun. Víkurfréttir greina frá þessu og jafnframt að málið sé nokkuð umfagnsmikið. 9.1.2007 12:09 Vilja að ákæru um samráð verði vísað frá Verjendur forstjóra olíufélaganna þriggja sem sæta ákæru í samráðsmálinu á hendur olíufélögunum kröfðust þess í héraðsdómi í morgun að málinu yrði vísað frá. Allir þrír ákærðu voru viðstaddir þingfestingu í héraðsdómi í morgun. 9.1.2007 12:05 Varað við barnaníðingi á Akureyri Lögreglan á Akureyri leitar nú manns sem tvívegis hefur reynt að lokka átta og níu ára drengi upp í bíl sinn í grennd við Síðuskóla. Hvorugur piltanna þáði boð hans en þeir hafa gefið trúverðuga lýsingu á bílnum sem maðurinn var á en lýsing á manninum sjálfum er meira á reiki. 9.1.2007 11:56 Vestfirðingum fækkaði fyrri hluta 2006 Alls fluttust 202 einstaklingar frá Vestfjörðum fyrstu 6 mánuði ársins 2006 en 163 fluttu til landsfjórðungsins á sama tíma. Fækkunin er því 39 manns. Flestir, sem fóru, fluttust til höfuðborgarsvæðisins, eða 123. Á sama tíma fluttust 163 til Vestfjarða, einnig flestir af höfuðborgarsvæðinu eða 59 einstaklingar. Sagt er frá þessu í blaðinu Bæjarins Besta í dag, en tölurnar koma frá Hagstofu Íslands. 9.1.2007 11:42 Halastjarnan McNaught sást vel í morgun Halastjarnan McNaught sást vel á austurhimninum í morgun enda heiðskír í höfuðborginni. McNaught, eða C/2006 P1, er á leið gegnum innri hluta sólkerfisins og þegar hún fer næst sólu verður hún helmingi nær sólu en Merkúr, sem er sú pláneta sólkerfisins, sem næst er sólu. 9.1.2007 11:08 Sjá næstu 50 fréttir
Peningamálastefnan bítur áfram, segir Seðlabankinn Gengi krónunnar féll um tæp tvö prósent í dag vegna sterks orðróms um að Kaupþing hyggist færa uppgjör sitt yfir í evru. Kaupþingsmenn neita að tjá sig. Ingimundur Friðriksson seðlabankastjóri segir að peningamálastefnan muni hafa bit áfram, jafnvel þótt einhverjir viðskiptabankanna kjósi að gera reikninga sína upp í erlendum gjaldmiðlum. 10.1.2007 18:30
Fjórtán þúsund metnir með örorku Draga má þá ályktun að fleiri í hópi öryrkja hafi tiltölulega vægari heilsufarsvandamál en áður, segir fyrrverandi tryggingayfirlæknir, enda ekkert sem bendir til þess að heilsufari þjóðarinnar hafi farið hrakandi þótt enn fjölgi öryrkjum. 10.1.2007 18:22
Íbúðalánasjóður lánaði nærri 50 milljarða í fyrra Heildarútlán Íbúðalánasjóðs í fyrra námu alls 49,5 milljörðum króna sem samkvæmt mánaðarskýrslu sjóðsins fyrir desember var rétt yfir efri mörkum útlánaáætlunar fyrir 2006. Þá nam útgáfa íbúðabréfa 39 milljörðum króna að nafnverði sem er nálægt efri mörkum útgáfuáætlunar ársins 2006. 10.1.2007 17:20
Krefjast lokunar fangabúða í Guantánamo Íslandsdeild Amnesty International stendur á morgun fyrir útifundi á Lækjartorgi klukkan 17 þar sem þess verður krafist að að fangabúðum Bandaríkjamanna við Guantánamo-flóa verði lokað. 10.1.2007 17:08
Ingibjörg Steinunn Sverrisdóttir nýr landsbókavörður Menntamálaráðherra hefur skipað Ingibjörgu Steinunni Sverrisdóttur í embætti landsbókavarðar til fimm ára frá 1. apríl 2007 næstkomandi. Fram kemur í tilkynningu frá ráðuneytinu að Ingibjörg sé bæði með meistaragráðu í opinberri stjórnsýslu og bókasafns- og upplýsingafræði og hafi að undanförnu starfað sem sviðsstjóri á varðveislusviði Landsbókasafnsins. 10.1.2007 16:59
Hafnar kröfu ríkisins um útburð af lóð á Akureyrarflugvelli Hæstiréttur hafnaði í dag kröfu íslenska ríkisins um að maður yrði borinn út af lóð á Akureyrarflugvelli með beinni aðfargerð en á lóðinni stendur flugskýli sem hann á. Þar með staðfesti dómurinn úrskurð Héraðsdóms. 10.1.2007 16:46
Hagnaður Alcoa um 160 milljarðar á síðasta ári Hagnaður Alcoa, eins stærsta álframleiðanda heims, nam um 160 milljörðum króna í fyrra eftir því sem segir í Vegvísi Landsbankans og er það methagnaður í 118 ára sögu fyrirtækisins. Framleiðsla Alcoa í fyrra var rúmlega 15 milljón tonn og jókst um rúm 3,6 prósent á milli ára. 10.1.2007 16:32
Framsóknarmenn velja frambjóðendur í NA-kjördæmi Framsóknarmenn velja sér fulltrúa á framboðslista sinn til þings í Norðausturkjördæmi á tvöföldu kjördæmisþingi sem haldið verður í Mývatnssveit á laugardaginn kemur. Alls hafa 410 fulltrúar rétt til setu í á þinginu og munu þeir velja tíu efstu menn á lista flokksins í kjördæminu. 10.1.2007 15:48
Erlendum ferðamönnum fjölgaði um tæp þrettán prósent Erlendum ferðamönnum sem komu hingað til lands í fyrra fjölgaði um tæplega 13 prósent á milli ára samkvæmt upplýsingum Ferðamálastofu. Rúmlega 422 þúsund erlendir gestir komu til landsins í fyrra og fjölgaði þeim um 48 þúsund á milli ára. 10.1.2007 14:30
Tengivagn valt á Kísilveginum í Reykjahverfi Tengivagn flutningabíls sem var á leið frá Húsavík til Vopnafjarðar með steypustyrktarjárn valt á svokölluðum Kísilvegi í Reykjahverfi til móts við bæinn Einarsstaði laust eftir klukkan tíu í morgun. 10.1.2007 14:13
Sunneva Sigurðardóttir Vestfirðingur ársins 2006 Sunneva Sigurðardóttir er Vestfirðingur ársins 2006 samkvæmt vali lesenda fréttavefjarins Bæjarins besta. Fram kemur á á vefnum að Sunneva, sem er 25 ára Ísfirðingur, hafi opinberað fyrir alþjóð kynferðislega misnotkun sem hún varð fyrir í æsku. 10.1.2007 13:58
Innbrotahrina á höfuðborgarsvæðinu Þrír menn voru í gær úrskurðaðir í viku gæsluvarðhald vegna gruns um aðild að fjölda innbrota og þjófnaða, bæði í fyrirtæki og heimili á höfuðborgarsvæðinu og þá voru tveir menn handteknir í morgun á Vesturlandsvegi með þýfi í bíl sínum. Segir lögregla að innbrotahrina hafi verið á svæðinu. 10.1.2007 13:21
Fékk 250 tonn af loðnu í einu togi Fjölveiðiskipið Guðmundur Ólafur ÓF veiddi í nótt fyrstu loðnuna sem veiðst hefur hér við land eftir níu mánaða hlé og mikla óvissu um vertíðina í ár. 10.1.2007 12:45
Olíuverð heldur áfram að lækka Olíuverð hélt áfram að lækka á heimsmarkaði í gær og eru nú ótvírætt að skapast skilyrði til bensínlækkunar hér á landi. Ótti olíufélaganna við neikvæða umræðu í desember viðrist hafa valdið verðstöðvun í meira en mánuð. 10.1.2007 12:30
Gerðu vel við sig um jólin Metsala var í matar- og drykkjarföngum fyrir síðustu jól samkvæmt rannsókn Rannsóknarseturs verslunarinnar. Miðað við breytilegt verðlag jókst salan um þrettán og hálft prósent á milli ára. 10.1.2007 12:15
Kaupþing að yfirgefa krónuna Kaupþing er að yfirgefa krónuna sem uppgjörsmynt og er búist við að bankinn tilkynni þann 30. janúar að hann hafi ákveðið að skrá bókhald sitt og eigið fé í evrum. Það yrði verulegt áfall fyrir peningastefnu Seðlabankans. 10.1.2007 11:59
Flytur skráningu togara frá Akureyri til Reykjavíkur Forstjóri útgerðarfélagsins Brims, áður ÚA, er búinn að fá nóg af fjandskap Sjómannafélags Eyjafjarðar og hefur flutt skráningu togara félagsins frá Akureyri til Reykjavíkur. Formaður Sjómannafélags Eyjafjarðar segir hann í leit að blóraböggli og vísar ásökunum á bug. 10.1.2007 11:45
Búið að ná bílnum upp úr Tjörninni Lögreglumenn og kafarar frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins náðu bíl, sem lenti ofan í Tjörninni í Reykjavík um tíu leytið í morgun, upp úr fyrir hádegi. Ökumaður sem var einn í bílnum var fluttur á slysadeild en honum varð ekki meint af. 10.1.2007 11:39
Reiknað með 222 milljóna króna afgangi á Seltjarnarnesi Reiknað er með að bæjarsjóður Seltjarnarness skili um 222 milljóna króna afgangi á árinu 2007. Fjárhagsáætlun bæjarins var samþykkt við seinni umræðu á fundi bæjarstjórnar Seltjarnarness í morgun. 10.1.2007 11:19
Nýr sýslumaður á Hólmavík Lára Huld Guðjónsdóttir verður sýslumaður á Hólmavík frá og með 1. febrúar næstkomandi. Björn Bjarnason, dóms- og kirkjumálaráðherra, hefur skipað Láru Huld, löglærðan fulltrúa sýslumannsins á Seyðisfirði, í embættið. 10.1.2007 11:08
Stefna að því að auka framleiðslu sements um helming Verið er að kanna af fullri alvöru möguleika á því að auka framleiðslugetu Sementsverksmiðjunnar á Akranesi um allt að fimmtíu prósent til þess að mæta sívaxandi eftirspurn eftir sementi hérlendis. Eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá verksmiðjunni er undirbúningsvinna vegna þessa er langt komin. 10.1.2007 11:00
Úttekt á skemmdum liggur fyrir innan nokkurra vikna Reikna má með því að úttekt á þeim skemmdum sem urðu á íbúðablokkum á Keflavíkurflugvelli í nóvember síðastliðnum liggi fyrir á næstu dögum. Talið er að tugmilljóna króna tjón hafi orðið á svæðinu þegar vatn fraus í leiðslum í íbúðarhúsum í forstakafla í nóvember en ekkert eftirlit var með ástandi innan húss. 10.1.2007 10:40
Fjórir togarar Brims skipta um heimahöfn Þegar Guðmundur Kristjánsson útgerðarmaður eignaðist Útgerðarfélag Akureyringa og skýrði fyrirtækið Brim óttuðust margir Akureyringar að félaginu yrði skipt upp og það flutt úr bænum. Nú hefur Brim ákveðið að fjórir Togarar Brims skipti um heimahöfn. Árbakur og Sólbakur hafa þegar fengið einkennisstafnina RE í stað EA og hinir tveir, Kaldbakur og Harðbakur fá ný umdæmisnúmer innan skamms. 9.1.2007 20:22
Komið í veg fyrir sterasmygl á Seyðisfirði Við hefðbundið eftirlit tollgæslunnar á Seyðisfirði við komu Norrænu í morgun, fannst talsvert magn af vaxtahormónum og sterum í bíl sem átti að flytja til landsins. Tollgæslan afhenti lögreglu embættisins málið til rannsóknar. Eigandi bifreiðarinnar viðurkenndi að eiga efnin og kvað þau ætluð til eigin nota. 9.1.2007 19:54
Bankarnir að undirbúa að yfirgefa krónuna? Á síðasta ári hafa stærstu bankar landsins sankað að sér erlendri mynt. Þessa breytingu má að hluta til rekja til þess að bankarnir hafi verið að stækka við á erlendri grund og þess vegna sé æ stærri hluti af efnahagsreikningi þeirra í erlendri mynt. Þetta gæti hins vegar valdið því að með lækkandi gengi krónunnar lækki eiginfjárhlutfall bankanna. Bankarnir hafa því tekið upp jákvæðan gjaldeyrissöfnuð til þess að verja eiginfjárhlutfall sitt ef krónan lækkar. 9.1.2007 18:56
Bandaríkjamenn féllu ekki fyrir lambinu Nánast samfellt tap hefur verið á sölu lambakjöts til Bandaríkjanna - þrátt fyrir að stjórnvöld hafi í rúman áratug styrkt markaðssetningu á lambakjöti og íslenskum vörum um meira en 300 milljónir króna. 9.1.2007 18:47
Fjarlægjumst enn norrænt matarverð Matur á Íslandi er röskum 60 prósentum dýrari hér en að meðaltali innan Evrópu og hefur munurinn rokið upp á milli ára. Íslenskur almenningur greiðir gríðarlegan fórnarkostnað vegna krónunnar, segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar. 9.1.2007 18:41
Stærstu lífeyrissjóðirnir hætta við skerðingar Tveir stærstu lífeyrissjóðir landsins ætla að fresta því að fella niður eða skerða örorkulífeyri hjá hluta félagsmanna sinna fyrsta febrúar. Þriðji stærsti sjóðurinn siglir væntanlega í kjölfarið í kvöld. Málið er enn umdeilt meðal níu annarra lífeyrissjóða. Alls átti að skerða eða fella niður örorkulífeyri hjá 2300 bótaþegum. Um helmingur þeirra er innan vébanda þessara þriggja lífeyrissjóða. 9.1.2007 17:54
Sá á bak þjófnum með fartölvuna Lögreglan í Reykjavík leitar nú manns sem braust inn í íbúð á Leifsgötu í dag og hafði á brott með sér fartölvu ásamt greiðslukorti, vegabréfi og ökuskírteini konu sem býr íbúðinni. Konan kom heim í dag og tók þá eftir því að búið var að losa stormjárn á glugga í íbúðinni. Þegar hún leit út um gluggann sá hún á bak þjófnum með fartölvuna í fanginu. 9.1.2007 16:21
Ók á ljósastaur á Kringlumýrarbraut Ökumaður bifreiðar var fluttur á sjúkrahús með minni háttar áverka eftir að hann missti stjórn á bílnum á Kringlumýrarbraut í Fossvogi og ók á ljósastaur. Slysið varð upp úr klukkan þrjú í dag. Að sögn lögreglu skemmdist bíllinn hins vegar það mikið að draga þurfti hann af vettvangi og þá þurfti einnig að fjarlægja staurinn. 9.1.2007 16:13
Landssamtök landeigenda á Íslandi stofnuð Ákveðið hefur verið að stofna Landssamtök landeigenda á Íslandi. Landssamtökunum er ætlað að berjast fyrir því að eignarréttur landeigenda að jörðum þeirra sé virtur í svokölluðu þjóðlendumáli, eins og kveðið er á um í stjórnarskrá Íslands og í Mannréttindasáttmála Evrópu, að því er segir í tilkynningu. 9.1.2007 15:48
Mýrin orðin mest sótta íslenska myndin Mýrin, kvikmynd Baltasars Kormáks sem byggð er á spennusögu Arnaldar Indriðasonar, er orðin mest sótta íslenska myndin frá því að mælingar hófust og sömuleiðis sú tekjuhæsta á Íslandi hvort sem horft er til íslenskra eða erlendra mynda. 82.500 manns hafa nú séð Mýrina. 9.1.2007 15:45
Rúður sprengdar með flugeldum Rúður voru sprengdar á nokkrum stöðum á höfuðborgarsvæðinu í gær með flugeldum og hlaust af því nokkurt tjón. Vill lögreglan á höfuðborgarsvæðinu minna á að aðeins má nota flugelda frá 28. desember til 6. janúar. 9.1.2007 15:37
Enginn hjá Ríkislögreglustjóra hafi bíl til afnota Embætti Ríkislögreglustjóra hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem tekið er fram að hvorki ríkislögreglustjóri né aðrir starfsmenn embættisins hafa bíla frá embættinu til afnota, hvað þá lúxusbíla, eins og gefið hafi verið til kynna í efnisþættinum „Frá degi til dags", í Fréttablaðinu mánudaginn 8. janúar. 9.1.2007 15:27
Dæmdur fyrir árás á fyrrverandi eiginkonu Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag karlmann á fertugsaldri í níu mánaða fangelsi, þar af sex mánuði skilorðsbundna, og til að greiða fyrrverandi eiginkonu sinni og barnsmóður 400 þúsund krónur í miskabætur vegna stórfelldrar líkamsárásar á hana í maí árið 2005. 9.1.2007 15:15
Samningur um fjölbreytileg menningarleg tjáningarform verði staðfestur Utanríkisráðherra kynnti í morgun a ríkisstjórnarfundi samning um að vernda og styðja við fjölbreytileg menningarleg tjáningarform sem samþykktur var á aðalráðstefnu Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna fyrir rúmu ári. 9.1.2007 14:46
Ísafjarðarvélin lenti í Keflavík Flugmenn flugvélar á leið frá Reykjavík til Ísafjarðar í morgun urðu varir við bilun í bremsubúnaði og treystu sér ekki til að lenda á Ísafirði. Þeir sneru vélinni til Keflavíkur af öryggisástæðum. Vél var send frá Reykjavík til Keflavíkur til að sækja farþegana og fljúga með þá til Ísafjarðar. 9.1.2007 14:25
Þess vegna eru karlmenn hamingjusamari Menn hafa lengi velt því fyrir sér hvort kynið sé hamingjusamara, karlar eða konur. Nokkrir bandarískir hugsuðir hafa sett fram tuttugu ástæður fyrir því að karlar séu hamingjusamari. 1. Við höldum eftirnafninu okkar. 2. Brúðkaupsundirbúningurinn sér um sig sjálfur. 3. Bifvélavirkjar segja okkur sannleikann. 4. Sama vinna, hærri laun. 5. Hrukkur auka á karakter. 6. Brúðarkjóll 300 þúsund, smókingleiga 5000. 9.1.2007 13:30
Argóarflísin gerir það gott í Danmörku Argóarflísin, bók rithöfundarins SJÓN, sem kom út í fyrra, hefur fengið lofsamlega dóma í Danmörku og verið valin ein af bókum ársins í einu dagblaða landsins. 9.1.2007 13:16
Matvælaverð á Íslandi hæst í heimi Matvælaverð hér á landi er að öllum líkindum hið hæsta í heimi og það sama á við heildarútgjöld heimilanna. 9.1.2007 12:30
Handtekinn grunaður um vegabréfafölsun Erlendur karlmaður var í gær handtekinn á Flugstöð Leifs Eiríkssonar en hann er grunaður um vegabréfafölsun. Víkurfréttir greina frá þessu og jafnframt að málið sé nokkuð umfagnsmikið. 9.1.2007 12:09
Vilja að ákæru um samráð verði vísað frá Verjendur forstjóra olíufélaganna þriggja sem sæta ákæru í samráðsmálinu á hendur olíufélögunum kröfðust þess í héraðsdómi í morgun að málinu yrði vísað frá. Allir þrír ákærðu voru viðstaddir þingfestingu í héraðsdómi í morgun. 9.1.2007 12:05
Varað við barnaníðingi á Akureyri Lögreglan á Akureyri leitar nú manns sem tvívegis hefur reynt að lokka átta og níu ára drengi upp í bíl sinn í grennd við Síðuskóla. Hvorugur piltanna þáði boð hans en þeir hafa gefið trúverðuga lýsingu á bílnum sem maðurinn var á en lýsing á manninum sjálfum er meira á reiki. 9.1.2007 11:56
Vestfirðingum fækkaði fyrri hluta 2006 Alls fluttust 202 einstaklingar frá Vestfjörðum fyrstu 6 mánuði ársins 2006 en 163 fluttu til landsfjórðungsins á sama tíma. Fækkunin er því 39 manns. Flestir, sem fóru, fluttust til höfuðborgarsvæðisins, eða 123. Á sama tíma fluttust 163 til Vestfjarða, einnig flestir af höfuðborgarsvæðinu eða 59 einstaklingar. Sagt er frá þessu í blaðinu Bæjarins Besta í dag, en tölurnar koma frá Hagstofu Íslands. 9.1.2007 11:42
Halastjarnan McNaught sást vel í morgun Halastjarnan McNaught sást vel á austurhimninum í morgun enda heiðskír í höfuðborginni. McNaught, eða C/2006 P1, er á leið gegnum innri hluta sólkerfisins og þegar hún fer næst sólu verður hún helmingi nær sólu en Merkúr, sem er sú pláneta sólkerfisins, sem næst er sólu. 9.1.2007 11:08