Innlent

Geir segir umræðu um evruna á villigötum

Geir H. Haarde, forsætisráðherra, segir umræðu um evru og stöðu krónunnar á villigötum og í raun fjarstæðukennda. Nefnd ríkisstjórnarinnar undir forystu dómsmálaráðherra um stöðu Íslands gagnvart Evrópusambandinu skilar skýrslu á næstu vikum.

Geir segir fjarstæðukennt að tala um að Ísland taki upp evru án þess að ganga í Evrópusambandið, það sé ekki hægt og aðild að sambandinu fylgi fleiri ókostir en kostir. Hann segir að vanda krónunnar verði að leysa öðruvísi.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×