Innlent

Flugvél Flugstoða rann út af flugbraut á Reykjavíkurflugvelli

Ekki liggur fyrir hvaða skemmdir urðu á flugvélinni en eins og sést á myndinni hér þá er dekk vélarinnar skemmt.
Ekki liggur fyrir hvaða skemmdir urðu á flugvélinni en eins og sést á myndinni hér þá er dekk vélarinnar skemmt. MYND/Stöð 2

Flugvél Flugstoða rann út af flugbraut á Reykjavíkurflugvelli  í hádeginu án þess þó að nokkurn sakaði. Flugvélin var í flugtaki en ekki liggur fyrir hvers vegna hún endaði utan brautar. Slökkvilið á vellinum var kallað út en sneri við þegar í ljós kom að enginn hafði slasast.

Rannsóknarnefnd flugslysa rannsakar atvikið en vélin var á leið til Akureyrar þegar hún fór út af. Átta manns voru um borð, allt starfsmenn Flugstoða. Ekki liggur fyrir hvaða skemmdir urðu á flugvélinni en eins og sést á myndinni hér þá er dekk vélarinnar skemmt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×