Fleiri fréttir Á gjörgæslu eftir bílveltu Rússinn sem slasaðist í bílveltu í Kjósarskarði í dag liggur nú á gjörgæsludeild í Fossvogi. Hann er rifbeinsbrotinn og lemstraður en mun ekki vera í lífshættu. Fjórir samlandar hans sem voru með honum í bílnum eru minna slasaðir og fengu að fara heim eftir stutta heimsókn á slysadeild. 4.1.2007 18:19 Varað við óveðri undir Hafnarfjalli Vegagerðin varar við óveðri undir Hafnarfjalli. Víðast hvar á þjóðvegum er hálka eða hálkublettir og snjókoma og éljagangur víða á fjallvegum. 4.1.2007 18:03 Tillögu um viðræður vegna leikskólagjalda vísað til SÍS Borgaráð vísaði tillögu Samfylkingarinnar um að hafnar yrðu viðræður um þátttöku ríkisins við lækkun leikskólagjalda til Sambands íslenskra sveitarfélaga á fundi sínum í dag 4.1.2007 16:24 Lífslíkur Íslendinga aukast Meðalævilengd nýfæddrar stúlku er nú tæp 83 ár og drengs nærri 79 ár og hefur aukist um 0,7 ár á tveimur árum. Þetta leiða nýir útreikningar Félags íslenskra tryggingastærðfræðinga á lífslíkum Íslendinga í ljós en útreikningarnir miðast við reynslu áranna 2001 til 2005. 4.1.2007 15:55 Skipta fasteignagjöldum á milli sín Fyrirhugað álver Norðuráls í Helguvík verður að öllum líkum staðsett innan landamarka sveitafélagsins Garðs. Gert er ráð fyrir að ker og steypuskálar verði á lóð sem tilheyrði áður varnarsvæði í eigu ríkisins. 4.1.2007 15:45 Flugumferðarstjórar flestir komnir til Flugstoða Hátt í fimmtíu þeirra fimmtíu og átta flugumferðarstjóra sem neitað höfðu að ráða sig hjá Flugstoðum ohf. hafa í dag ákveðið að ráða sig til starfa þar. 4.1.2007 15:29 Bílum um Hvalfjarðargöng fjölgar um 9% milli ára Á nýliðnu ári fóru tæplega 1,9 milljón ökutæki um Hvalfjarðargöngin en það er rúmlega 9 prósenta aukning frá árinu 2005. Frá þessu er greint á fréttavef Skessuhorns. Að meðaltali fóru um fimm þúsund ökutæki um göngin á hverjum sólarhring á síðasta ári. 4.1.2007 15:05 Samið um uppbyggingu þekkingar og rannsókna á sviði lista Listaháskólinn og menntamálaráðuneytið hafa gert með sér samning um uppbyggingu þekkingar og rannsókna á sviðum lista og listsköpunar. 4.1.2007 14:56 Einn alvarlega slasaður eftir bílveltu Einn er alvarlega slasaður eftir bílveltu á Kjósarskarðsvegi sem varð rétt fyrir klukkan tvö. Verið er að flytja hann og fjóra aðra á slysadeild Landspítala - háskólasjúkrahús en meiðsl hinna eru ekki talin alvarleg. 4.1.2007 14:27 Spurt um fjárhagsleg samskipti borgar og Byrgisins Samfylkingin óskaði eftir upplýsingum um fjárhagsleg samskipti borgarinnar og Byrgisins á borgarráðsfundi í morgun, meðal annars hvernig einstaklingar sem þar hafa dvalið hafa verið studdir. 4.1.2007 13:56 Alvarlegt bílslys á Kjósarskarðsvegi Lögregla og sjúkralið eru nú á leið á Kjósarskarðsveg þar sem alvarlegt bílslys varð fyrir skömmu. Ekki er vitað á þessari stundu hvað gerðist en Kjósarskarðsvegur er leiðin á milli Þingvallavegar og niður í Hvalfjörð. 4.1.2007 13:52 Raðumferðarlagabrjótur gripinn á Reykjanesbraut Lögreglan höfuðborgarsvæðisins hafði afskipti af raðumferðarlagabrjóti á Reykjanesbraut í Kópavogi í gærkvöld. Að sögn lögreglu mældist hann á 139 kílómetra hraða á bíl sínum þar sem hámarkshraði er 70. Maðurinn hefur alloft áður gerst sekur um hraðakstur. 4.1.2007 13:35 Bæjaryfirvöld á Akureyri sökuð um klíkuskap Framkvæmdastjóri fyrirtækisins Plastáss á Akureyri sakar bæjaryfirvöld þar um hringlandahátt og klíkuskap í útboðsmálum bæjarins. Bæjaryfirvöld vísa slíku á bug. 4.1.2007 12:45 Umsókn um aðild að ESB gæti skapað aga í efnahagsmálum Framkvæmdastjóri Alþýðusambandsins telur að það geti komið nauðsynlegum aga á efnahagsmál þjóðarinnar, að fara í umsóknarferli að Evrópusambandinu. Jón Sigurðsson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, telur hagsveifluna hér á allt öðru róli en í nágrannalöndunum og þess vegna sé ekki hagstætt að hefja umsóknarferli nú. 4.1.2007 12:31 Hestamenn uggandi vegna tíðra slysa Hestamenn eru uggandi yfir alvarlegum og tíðum slysum á hestamönnum, nú síðast um helgina. Hópur lækna, lögfræðinga og hestamanna verður settur saman til að rýna í orsakir slysanna. 4.1.2007 12:30 Þeir síðustu verða fyrstir Þorsteinn Vilhelmsson athafnamaður veitti Lindaskóla í Kópavogi tveggja milljón króna styrk, nokkrum dögum áður en bæjarráð gekk að tillögu Þorsteins um að bæta við lóð við enda nýrrar götu í bænum. 4.1.2007 12:29 Hækka tekjuviðmið vegna afsláttar á fasteigna- og holræsagjöldum Borgarráð samþykkti í dag að auka afslátt til elli- og örorkulífeyrisþega af fasteignaskatti og holræsagjaldi með því að hækka viðmiðunartekjur vegna þessa um 20 prósent milli áranna 2006 og 2007. 4.1.2007 12:28 Framkvæmdastjóraskipti hjá Sjálfstæðisflokknum Framkvæmdastjóraskipti urðu hjá Sjálfstæðisflokknum í dag þegar Andri Óttarsson tók formlega við af Kjartani Gunnarssyni. Kjartan óskaði eftir því á síðasta ári að láta af störfum en hann hefur gegnt starfinu síðastliðin 26 ár. 4.1.2007 12:21 Gat ekki gefið skynsamlegar skýringar á hvarfi sínu Maðurinn sem leitað var að í nótt og í morgun kom í leitirnar um klukkan tíu í morgun og gat ekki gefið skynsamlega skýringu á hvarfi sínu. 4.1.2007 12:15 Viðbúnaðaráætlun Flugstoða aflýst um hádegisbilið Viðbúnaðaráætlun Flugstoða verður aflýst núna um hádegisbilið. Flugumferðarstjórar mættu á fyrstu vaktina rétt undir hádegið og flugumferð ætti að komast í samt lag strax í dag. 4.1.2007 12:00 Maðurinn sem brenndist í eldsvoða í Ferjubakka er úr lífshættu Karlmaður sem brenndist illa í eldsvoða í Ferjubakka 12 í nóvember er úr lífshættu og ástand hans er stöðugt. Hann er þó enn á gjörgæsludeild þar sem honum er haldið sofandi í öndundarvél. 4.1.2007 11:49 Lag til minningar um Svandísi Þulu Svandís Þula var aðeins fimm ára gömul þegar hún lést í umferðaslysi á Suðurlandsvegi þann 2. desember síðastliðinn. Bróðir hennar, Nóni Sær, slasaðist alvarlega í slysinu og liggur á Barnaspítala Hringsins. Forsala á geislaplötunni "Svandís Þula -minning" er hafin og hægt er að panta hana á www.frostid.is. 4.1.2007 11:15 Fyrsti dagur Halldórs í nýju starfi Halldór Ásgrímsson, fyrrverandi forsætisráðherra, hefur tekið við sem framkvæmdastjóri Norrænu ráðherranefndarinnar og er fyrsti starfsdagur hans í Kaupmannahöfn í dag. 4.1.2007 10:43 Jepplingur og flutningabíll rákust saman í Öxnadal Þrír fóru á sjúkrahús til skoðunar eftir árekstur flutningabíls og jepplings í Öxnadal um sex-leytið í kvöld. Bílarnir rákust saman á hornunum og fór jepplingurinn út af og valt. Talsverð hálka var á svæðinu. Ekki er ljóst hver meiðsl mannanna voru en lögregla taldi ekki að þau hefðu verið alvarleg. 3.1.2007 22:04 Selja þjóðhetju í málmbræðslu Kræfir styttuþjófar í Kanada ætla líklega að nýta sér hækkandi koparverð til að græða á úkraínskri þjóðhetju frá 19. öldinni. Lögregla fann höfuðið af styttunni í málmbræðslu skammt vestur af Toronto í vikunni en tveggja tonna búkurinn er enn ófundinn. 3.1.2007 21:37 Búið að skrifa undir Flugstoðir ohf. og Félag íslenskra flugumferðarstjóra skrifuðu undir samning um kjaramál klukkan sjö í kvöld. Samningurinn er sá sami og ekki náðist að samþykkja í gærkvöldi. Loftur Jóhannsson, formaður FÍF, býst við að flugumferð verði komin í eðlilegt horf í seinasta lagi annað kvöld. 3.1.2007 20:19 Opinber rannsókn á ummælum Jóns Baldvins Hæstiréttur hefur heimilað opinbera rannsókn á ummælum Jóns Baldvins Hannibalssonar um Sigurjón heitin Sigurðsson, fyrrverandi lögreglustjóra. Vildi Jón Baldvin að börn Sigurjóns rækju einkamál gegn sér, ættu þau eitthvað sökótt við sig en Jón Baldvin kallaði Sigurjón "alræmdan" í Kastljósviðtali. 3.1.2007 19:07 Lögregla fær ekki símaupplýsingar Hæstiréttur hefur hafnað kröfu lögreglunnar í Vestmannaeyjum um að hún fái lista, frá Símanum og Vodafone, um alla GSM-síma sem tengdust sendi við Friðarhöfn í Vestmannaeyjum nóttina sem stórtjón varð vegna íkveikju á hafnarsvæðinu. Málið er nokkuð sérstakt því þarna metur Hæstiréttur að friðhelgi einkalífsins vegi þyngra en rannsóknarhagsmunir lögreglu. 3.1.2007 19:05 Borgin sýknuð af kröfu erfingja Kjarvals Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað Reykjavíkurborg af kröfu erfingja Jóhannesar Kjarvals um að fá til baka listaverk eftir meistarann sem eru í vörslu borgarinnar. Reykjavíkurborg hefur fullyrt að listamaðurinn hafi gefið borginni þessi verk árið 1968 en erfingjarnir báru brigður á að um gjöf hefði verið að ræða. Þeir ætla ekki að una dómi héraðsdóms og munu áfrýja til æðri dómsstiga - jafnvel leita til dómsstóla utan landssteina. 3.1.2007 18:58 Flugstoðir hafa ekki svarað flugumferðarstjórum Flugumferðarstjórar samþykktu einróma í dag að ganga að samkomulagi við Flugstoðir. Því má reikna með að flugumferð komist aftur í eðlilegt horf yfir landinu. Farsæl lending í sjónmáli, segir forstjóri Flugstoða. 3.1.2007 18:52 Skrafað um framboð eldri borgara Í dag var boðað til fundar í Reykjavík, þar sem sagt var að stofnað skyldi til framboðs eldri borgara fyrir kosningar til Alþingis í vor. Talsmaður félags eldri borgara segir hins vegar að um "skraffund" hafi verið að ræða og að til formlegs framboðs verði stofnað síðar. 3.1.2007 18:46 Grunnur lagður að tvöföldu hagkerfi Flótti fyrirtækja frá krónunni yfir í evruna getur lagt grunninn að tvöföldu hagkerfi, þar sem smærri fyrirtæki og heimilin standa undir gífurlegum kostnaði við að halda krónunni uppi. Vaxtakostnaður heimila og fyrirtækja af yfirdráttarlánunum einum gæti staðið undir öllum kostnaði ríkisins til fræðslumála. 3.1.2007 18:27 Jeppi út af Grindavíkurvegi Jeppi fór út af á Grindavíkurvegi um þrjú-leytið í fljúgandi hálku. Engin slys urðu á fólki en ökumaður þurfti aðstoð við að koma bílnum aftur upp á veginn, þar sem talsvert bratt var upp á veginn. 3.1.2007 18:21 Takmarkað sjónflug leyft á ný Takmarkað sjónflug verður aftur leyft um Reykjavíkurflugvöll frá og með morgundeginum en það hefur verið bannað síðan viðbúnaðaráætlun Flugstoða tók gildi á miðnætti á nýársdag. Flugtök og lendingar í sjónflugi verða leyfð á 10 mínútna fresti á milli kl. 10 og 16. Snertilendingar verða ekki leyfðar að sinni, né einliðaflug flugnema. 3.1.2007 17:40 Barrtré gegn svifryki í borginni Stórauka þarf gróðursetningu trjáa samsíða umferðaræðum ef takast á að draga úr svifryki í borginni að mati Jóns Geirs Péturssonar skógfræðings. Haft er eftir honum á vef umhverfissviðs borgarinnar barrtré bindi svifryk, ekki síst á vetrum þegar svifryksmengunin sé einna mest vegna nagladekkjanotkunar. 3.1.2007 17:11 360 milljónir til menningarmála Akureyrarbær hlýtur 360 milljónir króna í styrk frá menntamálaráðuneytinu til menningarmála næstu þrjú árin. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra, og Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Akureyri undirrituðu samkomulag þessa efnis í dag, en er í raun endurnýjun á samningi sem fyrst var undirritaður árið 1996. 3.1.2007 17:08 Kæra flugumferðarstjóra fyrir truflun Flugstoðir ohf. hafa kært til lögreglu framferði flugumferðarstjóra á Akureyri sem kom inn á samkiptarás við flugvél sem var að koma inn til lendingar á Akureyrarflugvelli í gær. 3.1.2007 16:59 Lögregla birtir myndir af árásarmönnum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar nú þriggja manna vegna mjög alvarlegrar líkamsárásar í Reykjavík á nýársnótt og hefur birt myndir af þeim úr öryggismyndavél. Þremenningarnir eru grunaðir um að hafa ráðist á tvo menn á móts við kínverska viðskiptasendiráðið í Garðastræti 4. 3.1.2007 16:41 Nauðgaði og myrti tugi kvenna og barna Ríkisstjórn Indlands hefur fyrirskipað opinbera rannsókn á meðferð lögreglunnar á málum tuga barna og kvenna sem hafa horfið í bænum Noida á undanförnum tveim árum. Fólkið var allt úr röðum fátækra farandverkamanna. 3.1.2007 16:40 Dómi vegna verka Kjarvals áfrýjað til Hæstaréttar Ættingjar Jóhannesar S. Kjarvals listmálara hafa ákveðið að áfrýja dómi Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í dag til Hæstaréttar og dómstóla erlendis ef niðurstaðan þar verður sú sama. Þetta sagði Ingimundur Kjarval, barnabarn listmálarans, í samtali við fréttastofu í dag. 3.1.2007 16:33 Flugumferðarstjórar samþykkja samkomulag Flugumferðarstjórar samþykktu einróma á félagsfundi í dag heimila stjórn Félags íslenskra flugumferðarstjóra að undirrita samkomulag sem stjórn félagsins og Flugstoða ohf. höfðu komist að í gær. Því má reikna með að flugumferð komist aftur í eðlilegt horf yfir landinu en sérstök viðbúnaðaráætlun hefur verið í gildi frá áramótum vegna skorts á flugumferðarstjórum. 3.1.2007 16:13 Boðar stofnfund framboðs eldri borgara í dag Stofnað verður til framboðs eldri borgar fyrir alþingiskosnignarnar í vor á fundi á Hótel Centrum Reykjavík kl. 17 í dag. Fram kemur í tilkynningu frá Sveini Guðmunssyni verkfræðingi að fundurinn sé í Forsetasal, á grunni bæjarstæðis Ingólfs Arnarsonar. 3.1.2007 15:13 Reykjavíkurborg sýknuð af kröfum ættingja Kjarvals Reykjavíkurborg var í Héraðsdómi Reykjavíkur sýknuð af öllum kröfum ættmenna Jóhannesar Kjarvals listmálara. Erfingjarnir krörðust þess að Reykjavíkurborg léti af hendi rúmlega 5000 málverk og yfir eitt þúsund bækur sem borgin telur að listamaðurinn hafi gefið sér árið 1968. 3.1.2007 15:02 Baugur lýsir yfir andstöðu við hvalveiðar Baugur Group hefur tekið þá ákvörðun að lýsa yfir andstöðu við hvalveiðar Íslendinga þar sem það sé farið að skaða íslensk félög erlendis. Félagið segir í tilkynningu, að útrás íslenskra fyrirtækja hafi verið gríðarleg á undanförum árum og farið vaxandi á sviði tísku, lyfjaframleiðslu, matvöru, bankastarfsemi og tónlistar til dæmis. 3.1.2007 14:59 Fundur flugumferðarstjóra stendur enn Búist er við því að félagsfundur flugumferðarstjóra vegna deilu þeirra við Flugstoðir ohf. standi að minnsta kosti í klukkustund til viðbótar en hann hófst klukkan eitt í dag. Kaffihlé stendur nú yfir en fundurinn er lokaður öðrum en félögum í Félagi íslenskra flugumferðarstjóra. 3.1.2007 14:50 Sjá næstu 50 fréttir
Á gjörgæslu eftir bílveltu Rússinn sem slasaðist í bílveltu í Kjósarskarði í dag liggur nú á gjörgæsludeild í Fossvogi. Hann er rifbeinsbrotinn og lemstraður en mun ekki vera í lífshættu. Fjórir samlandar hans sem voru með honum í bílnum eru minna slasaðir og fengu að fara heim eftir stutta heimsókn á slysadeild. 4.1.2007 18:19
Varað við óveðri undir Hafnarfjalli Vegagerðin varar við óveðri undir Hafnarfjalli. Víðast hvar á þjóðvegum er hálka eða hálkublettir og snjókoma og éljagangur víða á fjallvegum. 4.1.2007 18:03
Tillögu um viðræður vegna leikskólagjalda vísað til SÍS Borgaráð vísaði tillögu Samfylkingarinnar um að hafnar yrðu viðræður um þátttöku ríkisins við lækkun leikskólagjalda til Sambands íslenskra sveitarfélaga á fundi sínum í dag 4.1.2007 16:24
Lífslíkur Íslendinga aukast Meðalævilengd nýfæddrar stúlku er nú tæp 83 ár og drengs nærri 79 ár og hefur aukist um 0,7 ár á tveimur árum. Þetta leiða nýir útreikningar Félags íslenskra tryggingastærðfræðinga á lífslíkum Íslendinga í ljós en útreikningarnir miðast við reynslu áranna 2001 til 2005. 4.1.2007 15:55
Skipta fasteignagjöldum á milli sín Fyrirhugað álver Norðuráls í Helguvík verður að öllum líkum staðsett innan landamarka sveitafélagsins Garðs. Gert er ráð fyrir að ker og steypuskálar verði á lóð sem tilheyrði áður varnarsvæði í eigu ríkisins. 4.1.2007 15:45
Flugumferðarstjórar flestir komnir til Flugstoða Hátt í fimmtíu þeirra fimmtíu og átta flugumferðarstjóra sem neitað höfðu að ráða sig hjá Flugstoðum ohf. hafa í dag ákveðið að ráða sig til starfa þar. 4.1.2007 15:29
Bílum um Hvalfjarðargöng fjölgar um 9% milli ára Á nýliðnu ári fóru tæplega 1,9 milljón ökutæki um Hvalfjarðargöngin en það er rúmlega 9 prósenta aukning frá árinu 2005. Frá þessu er greint á fréttavef Skessuhorns. Að meðaltali fóru um fimm þúsund ökutæki um göngin á hverjum sólarhring á síðasta ári. 4.1.2007 15:05
Samið um uppbyggingu þekkingar og rannsókna á sviði lista Listaháskólinn og menntamálaráðuneytið hafa gert með sér samning um uppbyggingu þekkingar og rannsókna á sviðum lista og listsköpunar. 4.1.2007 14:56
Einn alvarlega slasaður eftir bílveltu Einn er alvarlega slasaður eftir bílveltu á Kjósarskarðsvegi sem varð rétt fyrir klukkan tvö. Verið er að flytja hann og fjóra aðra á slysadeild Landspítala - háskólasjúkrahús en meiðsl hinna eru ekki talin alvarleg. 4.1.2007 14:27
Spurt um fjárhagsleg samskipti borgar og Byrgisins Samfylkingin óskaði eftir upplýsingum um fjárhagsleg samskipti borgarinnar og Byrgisins á borgarráðsfundi í morgun, meðal annars hvernig einstaklingar sem þar hafa dvalið hafa verið studdir. 4.1.2007 13:56
Alvarlegt bílslys á Kjósarskarðsvegi Lögregla og sjúkralið eru nú á leið á Kjósarskarðsveg þar sem alvarlegt bílslys varð fyrir skömmu. Ekki er vitað á þessari stundu hvað gerðist en Kjósarskarðsvegur er leiðin á milli Þingvallavegar og niður í Hvalfjörð. 4.1.2007 13:52
Raðumferðarlagabrjótur gripinn á Reykjanesbraut Lögreglan höfuðborgarsvæðisins hafði afskipti af raðumferðarlagabrjóti á Reykjanesbraut í Kópavogi í gærkvöld. Að sögn lögreglu mældist hann á 139 kílómetra hraða á bíl sínum þar sem hámarkshraði er 70. Maðurinn hefur alloft áður gerst sekur um hraðakstur. 4.1.2007 13:35
Bæjaryfirvöld á Akureyri sökuð um klíkuskap Framkvæmdastjóri fyrirtækisins Plastáss á Akureyri sakar bæjaryfirvöld þar um hringlandahátt og klíkuskap í útboðsmálum bæjarins. Bæjaryfirvöld vísa slíku á bug. 4.1.2007 12:45
Umsókn um aðild að ESB gæti skapað aga í efnahagsmálum Framkvæmdastjóri Alþýðusambandsins telur að það geti komið nauðsynlegum aga á efnahagsmál þjóðarinnar, að fara í umsóknarferli að Evrópusambandinu. Jón Sigurðsson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, telur hagsveifluna hér á allt öðru róli en í nágrannalöndunum og þess vegna sé ekki hagstætt að hefja umsóknarferli nú. 4.1.2007 12:31
Hestamenn uggandi vegna tíðra slysa Hestamenn eru uggandi yfir alvarlegum og tíðum slysum á hestamönnum, nú síðast um helgina. Hópur lækna, lögfræðinga og hestamanna verður settur saman til að rýna í orsakir slysanna. 4.1.2007 12:30
Þeir síðustu verða fyrstir Þorsteinn Vilhelmsson athafnamaður veitti Lindaskóla í Kópavogi tveggja milljón króna styrk, nokkrum dögum áður en bæjarráð gekk að tillögu Þorsteins um að bæta við lóð við enda nýrrar götu í bænum. 4.1.2007 12:29
Hækka tekjuviðmið vegna afsláttar á fasteigna- og holræsagjöldum Borgarráð samþykkti í dag að auka afslátt til elli- og örorkulífeyrisþega af fasteignaskatti og holræsagjaldi með því að hækka viðmiðunartekjur vegna þessa um 20 prósent milli áranna 2006 og 2007. 4.1.2007 12:28
Framkvæmdastjóraskipti hjá Sjálfstæðisflokknum Framkvæmdastjóraskipti urðu hjá Sjálfstæðisflokknum í dag þegar Andri Óttarsson tók formlega við af Kjartani Gunnarssyni. Kjartan óskaði eftir því á síðasta ári að láta af störfum en hann hefur gegnt starfinu síðastliðin 26 ár. 4.1.2007 12:21
Gat ekki gefið skynsamlegar skýringar á hvarfi sínu Maðurinn sem leitað var að í nótt og í morgun kom í leitirnar um klukkan tíu í morgun og gat ekki gefið skynsamlega skýringu á hvarfi sínu. 4.1.2007 12:15
Viðbúnaðaráætlun Flugstoða aflýst um hádegisbilið Viðbúnaðaráætlun Flugstoða verður aflýst núna um hádegisbilið. Flugumferðarstjórar mættu á fyrstu vaktina rétt undir hádegið og flugumferð ætti að komast í samt lag strax í dag. 4.1.2007 12:00
Maðurinn sem brenndist í eldsvoða í Ferjubakka er úr lífshættu Karlmaður sem brenndist illa í eldsvoða í Ferjubakka 12 í nóvember er úr lífshættu og ástand hans er stöðugt. Hann er þó enn á gjörgæsludeild þar sem honum er haldið sofandi í öndundarvél. 4.1.2007 11:49
Lag til minningar um Svandísi Þulu Svandís Þula var aðeins fimm ára gömul þegar hún lést í umferðaslysi á Suðurlandsvegi þann 2. desember síðastliðinn. Bróðir hennar, Nóni Sær, slasaðist alvarlega í slysinu og liggur á Barnaspítala Hringsins. Forsala á geislaplötunni "Svandís Þula -minning" er hafin og hægt er að panta hana á www.frostid.is. 4.1.2007 11:15
Fyrsti dagur Halldórs í nýju starfi Halldór Ásgrímsson, fyrrverandi forsætisráðherra, hefur tekið við sem framkvæmdastjóri Norrænu ráðherranefndarinnar og er fyrsti starfsdagur hans í Kaupmannahöfn í dag. 4.1.2007 10:43
Jepplingur og flutningabíll rákust saman í Öxnadal Þrír fóru á sjúkrahús til skoðunar eftir árekstur flutningabíls og jepplings í Öxnadal um sex-leytið í kvöld. Bílarnir rákust saman á hornunum og fór jepplingurinn út af og valt. Talsverð hálka var á svæðinu. Ekki er ljóst hver meiðsl mannanna voru en lögregla taldi ekki að þau hefðu verið alvarleg. 3.1.2007 22:04
Selja þjóðhetju í málmbræðslu Kræfir styttuþjófar í Kanada ætla líklega að nýta sér hækkandi koparverð til að græða á úkraínskri þjóðhetju frá 19. öldinni. Lögregla fann höfuðið af styttunni í málmbræðslu skammt vestur af Toronto í vikunni en tveggja tonna búkurinn er enn ófundinn. 3.1.2007 21:37
Búið að skrifa undir Flugstoðir ohf. og Félag íslenskra flugumferðarstjóra skrifuðu undir samning um kjaramál klukkan sjö í kvöld. Samningurinn er sá sami og ekki náðist að samþykkja í gærkvöldi. Loftur Jóhannsson, formaður FÍF, býst við að flugumferð verði komin í eðlilegt horf í seinasta lagi annað kvöld. 3.1.2007 20:19
Opinber rannsókn á ummælum Jóns Baldvins Hæstiréttur hefur heimilað opinbera rannsókn á ummælum Jóns Baldvins Hannibalssonar um Sigurjón heitin Sigurðsson, fyrrverandi lögreglustjóra. Vildi Jón Baldvin að börn Sigurjóns rækju einkamál gegn sér, ættu þau eitthvað sökótt við sig en Jón Baldvin kallaði Sigurjón "alræmdan" í Kastljósviðtali. 3.1.2007 19:07
Lögregla fær ekki símaupplýsingar Hæstiréttur hefur hafnað kröfu lögreglunnar í Vestmannaeyjum um að hún fái lista, frá Símanum og Vodafone, um alla GSM-síma sem tengdust sendi við Friðarhöfn í Vestmannaeyjum nóttina sem stórtjón varð vegna íkveikju á hafnarsvæðinu. Málið er nokkuð sérstakt því þarna metur Hæstiréttur að friðhelgi einkalífsins vegi þyngra en rannsóknarhagsmunir lögreglu. 3.1.2007 19:05
Borgin sýknuð af kröfu erfingja Kjarvals Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað Reykjavíkurborg af kröfu erfingja Jóhannesar Kjarvals um að fá til baka listaverk eftir meistarann sem eru í vörslu borgarinnar. Reykjavíkurborg hefur fullyrt að listamaðurinn hafi gefið borginni þessi verk árið 1968 en erfingjarnir báru brigður á að um gjöf hefði verið að ræða. Þeir ætla ekki að una dómi héraðsdóms og munu áfrýja til æðri dómsstiga - jafnvel leita til dómsstóla utan landssteina. 3.1.2007 18:58
Flugstoðir hafa ekki svarað flugumferðarstjórum Flugumferðarstjórar samþykktu einróma í dag að ganga að samkomulagi við Flugstoðir. Því má reikna með að flugumferð komist aftur í eðlilegt horf yfir landinu. Farsæl lending í sjónmáli, segir forstjóri Flugstoða. 3.1.2007 18:52
Skrafað um framboð eldri borgara Í dag var boðað til fundar í Reykjavík, þar sem sagt var að stofnað skyldi til framboðs eldri borgara fyrir kosningar til Alþingis í vor. Talsmaður félags eldri borgara segir hins vegar að um "skraffund" hafi verið að ræða og að til formlegs framboðs verði stofnað síðar. 3.1.2007 18:46
Grunnur lagður að tvöföldu hagkerfi Flótti fyrirtækja frá krónunni yfir í evruna getur lagt grunninn að tvöföldu hagkerfi, þar sem smærri fyrirtæki og heimilin standa undir gífurlegum kostnaði við að halda krónunni uppi. Vaxtakostnaður heimila og fyrirtækja af yfirdráttarlánunum einum gæti staðið undir öllum kostnaði ríkisins til fræðslumála. 3.1.2007 18:27
Jeppi út af Grindavíkurvegi Jeppi fór út af á Grindavíkurvegi um þrjú-leytið í fljúgandi hálku. Engin slys urðu á fólki en ökumaður þurfti aðstoð við að koma bílnum aftur upp á veginn, þar sem talsvert bratt var upp á veginn. 3.1.2007 18:21
Takmarkað sjónflug leyft á ný Takmarkað sjónflug verður aftur leyft um Reykjavíkurflugvöll frá og með morgundeginum en það hefur verið bannað síðan viðbúnaðaráætlun Flugstoða tók gildi á miðnætti á nýársdag. Flugtök og lendingar í sjónflugi verða leyfð á 10 mínútna fresti á milli kl. 10 og 16. Snertilendingar verða ekki leyfðar að sinni, né einliðaflug flugnema. 3.1.2007 17:40
Barrtré gegn svifryki í borginni Stórauka þarf gróðursetningu trjáa samsíða umferðaræðum ef takast á að draga úr svifryki í borginni að mati Jóns Geirs Péturssonar skógfræðings. Haft er eftir honum á vef umhverfissviðs borgarinnar barrtré bindi svifryk, ekki síst á vetrum þegar svifryksmengunin sé einna mest vegna nagladekkjanotkunar. 3.1.2007 17:11
360 milljónir til menningarmála Akureyrarbær hlýtur 360 milljónir króna í styrk frá menntamálaráðuneytinu til menningarmála næstu þrjú árin. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra, og Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Akureyri undirrituðu samkomulag þessa efnis í dag, en er í raun endurnýjun á samningi sem fyrst var undirritaður árið 1996. 3.1.2007 17:08
Kæra flugumferðarstjóra fyrir truflun Flugstoðir ohf. hafa kært til lögreglu framferði flugumferðarstjóra á Akureyri sem kom inn á samkiptarás við flugvél sem var að koma inn til lendingar á Akureyrarflugvelli í gær. 3.1.2007 16:59
Lögregla birtir myndir af árásarmönnum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar nú þriggja manna vegna mjög alvarlegrar líkamsárásar í Reykjavík á nýársnótt og hefur birt myndir af þeim úr öryggismyndavél. Þremenningarnir eru grunaðir um að hafa ráðist á tvo menn á móts við kínverska viðskiptasendiráðið í Garðastræti 4. 3.1.2007 16:41
Nauðgaði og myrti tugi kvenna og barna Ríkisstjórn Indlands hefur fyrirskipað opinbera rannsókn á meðferð lögreglunnar á málum tuga barna og kvenna sem hafa horfið í bænum Noida á undanförnum tveim árum. Fólkið var allt úr röðum fátækra farandverkamanna. 3.1.2007 16:40
Dómi vegna verka Kjarvals áfrýjað til Hæstaréttar Ættingjar Jóhannesar S. Kjarvals listmálara hafa ákveðið að áfrýja dómi Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í dag til Hæstaréttar og dómstóla erlendis ef niðurstaðan þar verður sú sama. Þetta sagði Ingimundur Kjarval, barnabarn listmálarans, í samtali við fréttastofu í dag. 3.1.2007 16:33
Flugumferðarstjórar samþykkja samkomulag Flugumferðarstjórar samþykktu einróma á félagsfundi í dag heimila stjórn Félags íslenskra flugumferðarstjóra að undirrita samkomulag sem stjórn félagsins og Flugstoða ohf. höfðu komist að í gær. Því má reikna með að flugumferð komist aftur í eðlilegt horf yfir landinu en sérstök viðbúnaðaráætlun hefur verið í gildi frá áramótum vegna skorts á flugumferðarstjórum. 3.1.2007 16:13
Boðar stofnfund framboðs eldri borgara í dag Stofnað verður til framboðs eldri borgar fyrir alþingiskosnignarnar í vor á fundi á Hótel Centrum Reykjavík kl. 17 í dag. Fram kemur í tilkynningu frá Sveini Guðmunssyni verkfræðingi að fundurinn sé í Forsetasal, á grunni bæjarstæðis Ingólfs Arnarsonar. 3.1.2007 15:13
Reykjavíkurborg sýknuð af kröfum ættingja Kjarvals Reykjavíkurborg var í Héraðsdómi Reykjavíkur sýknuð af öllum kröfum ættmenna Jóhannesar Kjarvals listmálara. Erfingjarnir krörðust þess að Reykjavíkurborg léti af hendi rúmlega 5000 málverk og yfir eitt þúsund bækur sem borgin telur að listamaðurinn hafi gefið sér árið 1968. 3.1.2007 15:02
Baugur lýsir yfir andstöðu við hvalveiðar Baugur Group hefur tekið þá ákvörðun að lýsa yfir andstöðu við hvalveiðar Íslendinga þar sem það sé farið að skaða íslensk félög erlendis. Félagið segir í tilkynningu, að útrás íslenskra fyrirtækja hafi verið gríðarleg á undanförum árum og farið vaxandi á sviði tísku, lyfjaframleiðslu, matvöru, bankastarfsemi og tónlistar til dæmis. 3.1.2007 14:59
Fundur flugumferðarstjóra stendur enn Búist er við því að félagsfundur flugumferðarstjóra vegna deilu þeirra við Flugstoðir ohf. standi að minnsta kosti í klukkustund til viðbótar en hann hófst klukkan eitt í dag. Kaffihlé stendur nú yfir en fundurinn er lokaður öðrum en félögum í Félagi íslenskra flugumferðarstjóra. 3.1.2007 14:50