Fleiri fréttir Vandaði stjórnvöldum ekki kveðjurnar Talsmaður eldri borgara, Arndís Björnsdóttir, kennari, fyrrverandi verslunarmaður og varaþingmaður, var harðorð í garð stjórnvalda í Íslandi í bítið í morgun. Hún sagði meðal annars að enginn vilji væri í þjóðfélaginu til að gera neitt í málefnum eldri borgara og öryrkja. Stjórnarandstaðan væri ekki undanskilin. 3.1.2007 13:15 Ljósastaurar brotnuðu í Hlíðarfjalli í fárviðri Ljósastaurar brotnuðu í Hlíðarfjalli í fárviðrinu sem gerði laust fyrir jól. Lítið varð úr þeim skíðajólum sem margir vonuðust eftir en þó var opið nokkra daga í fjallinu milli jóla og nýárs. 3.1.2007 13:15 Aldrei minna veiðst af rækju en í fyrra Rækjuaflinn á nýliðnu ári var aðeins þrjú þúsund tonn, eða minni en nokkru sinni, eftir að íslenskir sjómenn komust á annað borð upp á lagið með að veiða rækju. 3.1.2007 13:00 Veltan í Kauphöllinni nærri 4500 milljarðar á síðasta ári Veltan í Kauphöll Íslands á síðasta ári nam nærri 4500 milljörðum og hefur aldrei verið meiri. Hún jókst um ríflega 2500 milljarða frá fyrra ári eða um 77 prósent. Fram kemur í ársyfirliti Kauphallarinnar að veltuaukning á hlutabréfamarkaði hafi numið 82 prósentum en 72 prósentum á skuldabréfamarkaði. 3.1.2007 12:42 Úrskurður kveðinn upp í Kjarvalsmálinu í dag Héraðsdómur kveður upp úrskurð í dag í Kjarvalsmálinu svokallaða. Afkomendur listmálarans vilja fá úr því skorið hvort fimm þúsund listaverk sem fóru úr vinnustofu listmálarans til borgarinnar hafi verið flutt þaðan með lögmætum hætti. 3.1.2007 12:30 Stærsta verkfræðiskrifstofa landsins verður til Stærsta verkfræðistofa landsins með alls 240 starfsmenn varð til um áramótin þegar Verkfræðistofa Guðmundar og Kristjáns og verkfræðistofan Hönnun sameinuðust undir nafninu VGK-Hönnun hf. 3.1.2007 12:28 Flugstoðir byrjaðar að ráða til sín flugumferðarstjóra Þorgeir Pálsson, forstjóri Flugstoða, sagði í samtali við fréttastofu nú rétt fyrir fréttir að fyrirtækið Flugstoðir væri þegar farið að ráða til sín flugumferðarstjóra. 3.1.2007 12:15 Flugumferðarstjórar taka afstöðu til tilboðs í dag Flugumferðarstjórar, sem ekki hafa ráðið sig hjá Flugstoðum ohf., ætla á félagsfundi í dag að taka afstöðu til tilboðs fyrirtækisins frá því í gær, ef það stendur þá enn. Fundi var slitið í gær þrátt fyrir samkomulag, vegna þess að Flugstoðir vildu ekki að það yrði borið undir félagsfund flugumferðarstjóra. 3.1.2007 12:05 Vextir af yfirdráttalánum jafngilda útgjöldum til fræðslumála Fyrirtæki og einstaklingar greiða jafn mikið í vexti af yfirdráttarlánum á einu ári og ríkið kostar til allra fræðslumála í landinu, þar með er talinn allur kostnaður ríkisins við háskóla og framhaldsskóla landsins. Heimilin ein og sér greiða tvisvar sinnum meira í vexti af yfirdráttarlánum en sem nemur þeirri upphæð sem lækkun matvælaverðs á að skila. 3.1.2007 12:00 Á 130 kílómetra hraða á Miklubraut Tvítugur piltur var gripinn eftir að bíll hans mældist á 130 kílómetra hraða á Miklubraut í nótt. Fram kemur í tilkynningu frá lögreglu að hann hafi nokkrum sinnum áður gerst sekur um umferðarlagabrot. 3.1.2007 11:50 Farþegum með Flugfélagi Íslands fjölgar um átta prósent Farþegum með Flugfélagi Íslands fjölgaði um átta prósent á árinu 2006 miðað við árið 2005. Alls flugu um 380 þúsund manns með félaginu í fyrra, þar af um 18 þúsund farþegar í millilandaflugi til Færeyja og Grænlands. 3.1.2007 11:45 Þinglýstum samningum fjölgaði undir lok árs Þinglýstum kaupsamningum fjölgaði um 1,1 prósent og velta tengd samningunum jókst um 7,5 prósent milli nóvember í fyrra og nýliðins desember. Þetta kemur fram á vef Fasteignamats ríkisins. 3.1.2007 11:34 Slökkviliðsstjórinn í Borgarnesi Vestlendingur ársins 2006 Bjarni Kristinn Þorsteinsson, slökkviliðsstjóri í Borgarnesi, er Vestlendingur ársins 2006 en það er fréttaveita Vesturlands, Skessuhorn, sem veitir viðurkenninguna eftir kosningu lesenda. 3.1.2007 11:11 Magni heiðraður Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps heiðraði Magna Ásgeirsson á Þorláksmessu fyrir frammistöðu hans í sumar í Rockstar Supernova og jákvæða kynningu sem Borgarfjörður eystri fékk í því samhengi. Þetta kemur fram á héraðsvefmiðlinum austurglugginn.is. 2.1.2007 22:46 Þýðir ekki að ljúga á Selfossi Þjófur einn á þrítugsaldri var ekki fyrr kominn út úr yfirheyrslu frá dómara á Selfossi fyrir þjófnað en hann var búinn að stela veski og nýta sér kort konunnar sem átti veskið. Upp komst um þjófinn af því að afgreiðslukonan þekkti eiganda kortsins og tók því ekki gilda skýringu þjófsins að hann væri sonur konunnar. 2.1.2007 21:29 Ljósmóðirin ekki fyllilega sátt við afkvæmið Eiríkur Tómasson lagaprófessor hafði milligöngu um að Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson hófu stjórnarmyndunarviðræður vorið 1995, þegar Sjálfstæðisflokkurinn sleit stjórnarsamstarfi við Alþýðuflokkinn og myndaði stjórn með Framsóknarflokknum. Eiríki hugnast hins vegar ekki stjórnarhættir þeirra, seinni hluta samstarfsins. 2.1.2007 19:01 Flugskólar lamaðir Fulltrúar flugumferðarstjóra og Flugstoða settust til fundar nú síðdegis til að freista þess að ná lendingu í deilu sinni. Starfsemi flugskóla Reykjavíkur hefur nánast legið niðri í dag vegna skorts á flugumferðarstjórum. 2.1.2007 18:54 Íslenska krónan er dýr og á undanhaldi Íslenska krónan er of dýr og fyrirtæki taka í vaxandi mæli stöðu með evrunni. Líkur eru á að þau muni einnig hefja skráningu hlutabréfa sinna í evrum. Halldór Ásgrímsson, fyrrverandi forsætisráðherra, efast um að krónan eigi framtíð fyrir sér og er enn þeirrar skoðunar að Ísland verði komið í Evrópusambandið innan tveggja kjörtímabila. 2.1.2007 18:46 Bæði vilja í forsætisráðherrastólinn Það verður ekki heiglum hent að mynda félagshyggjustjórn eftir kosningar í vor ef marka má orðaskak formanna Samfylkingar og Vinstri grænna í Kryddsíldinni á gamlársdag. Ný staða gæti komið upp í íslenskum stjórnmálum eftir kosningar, segir stjórnmálafræðingur, ef sá flokkur sem lengst er til vinstri fengi stól utanríkisráðherra 2.1.2007 18:45 Læknar meta aðstæður vistmanna Læknar og sérfræðingar hafa verið fengnir til að skoða aðstæður vistmanna í Byrginu. Reykjavíkurborg, eins og ríkið, bíður niðurstöðu Ríkisendurskoðunar um fjármál Byrgisins áður en ákvörðun verður tekin um frekari styrki. 2.1.2007 18:30 Flugvél sem lenti í ókyrrð í morgun á heimleið Ekkert óvenjulegt kom í ljós við öryggisskoðun á Boeing 757 flugvél Icelandair sem lenti í mikilli ókyrrð í morgun á leið sinni frá Keflavík til Parísar og er hún nú á heimleið. 2.1.2007 17:21 Skaut tvo eþíópíska hermenn Sómalskur byssumaður skaut tvo eþíópíska hermenn til bana í siðasta vígi íslamskra uppreisnarmanna í landinu, í þorpinu Jilib. Vitni sögðu manninn hafa setið fyrir Eþíóíumönnunum og skotið á þá og hefði einnig fallið sjálfur, þegar hermennirnir svöruðu skothríðinni. 2.1.2007 17:19 Fæðingarorlof greitt frá Hvammstanga Tilvonandi foreldri snúa sér nú til Hvammstanga til þess að sækja um fæðingarorlof. Um áramót fluttist fæðingarorlofssjóður frá Tryggingastofnun ríkisins til Vinnumálastofnunar og verður sjóðurinn til húsa við Miðfjörðinn. Frekari upplýsingar eru á www.faedingarorlof.is. 2.1.2007 17:08 Tívolíbomba sprakk í höndunum á ungum dreng Lögreglumenn óku um fjögurleytið ungum dreng á slysadeild eftir að hann hafði verið að fikta með tívolíbombu við Réttarholtsveg. Að sögn lögreglu sprakk bomban í höndunum á honum en að sögn læknis á slysavarðstofu í Fossvogi slapp hann með minniháttar brunasár á höndum og fingrum. 2.1.2007 16:41 Lögreglubíll hefur bilað 58 sinnum á tveimur árum Lögreglubíllinn á Búðardal hefur bilað 58 sinnum á síðustu tveimur árum sem þýðir að bílinn hefur verið á verkstæði tvisvar í mánuði á tímabilinu. Frá þessu er greint á fréttavef Skessuhorns og sagt að bíllinn standi einmitt nú á verkstæði og bíði varahluta. 2.1.2007 16:21 Mikill hnykkur og allt lauslegt fór á fleygiferð „Þetta var mikill hnykkur og skyndilegur en stóð stutt yfir en allt lauslegt fór á fleygiferð," segir Tómas Ingi Olrich, sendiherra Íslands í Frakklandi, sem var farþegi í Boeing 757 flugvél Icelandair sem lenti í mikilli ókyrrð á leið sinni frá Keflavíkurflugvelli til Parísar í morgun. 2.1.2007 15:51 Svifryk um áramót sprengdi mælikvarða tækja Svifrykið við áramótin sló öll met og sprengdi mælikvarða tækja sem Umhverfisstofnun styðst við við svifryksmælingar. Þetta kemur fram í frétt á vef stofnunarinnar. 2.1.2007 15:22 Tvær veltur á Suðurlandsvegi vegna hálku Tvö umferðaróhöpp urðu í umdæmi lögreglunnar á Hvolsvelli í morgun sem talið er að rekja megi til hálku. Bæði slysin urðu á Suðurlandsvegi undir Eyjaföllum á ellefta tímanum. 2.1.2007 14:38 Lögreglustjórinn á fyrstu gönguvaktinni Stefán Eiríksson, nýr lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins, fór á sína fyrstu gönguvakt í miðborg Reykjavíkur í dag. Lögregluembættin í Reykjavík, Kópavogi og Hafnarfirði sameinust um áramótin undir þessu nýja embætti. Ætlunin er meðal annars að auka sýnilega löggæslu, grenndarlöggæslu og hverfalöggæslu. Breytingarnar, sem gerðar eru á skipulagi lögreglunnar eru víðtækar. 2.1.2007 14:20 SMS-skeytum um áramót fjölgaði umtalsvert SMS-skeytum hjá viðskiptavinum Vodafone um áramótin fjölgaði um tíu af hundraði á gamlársdag en um 14 prósent á nýársdag miðað við sama tíma í fyrra. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu. 2.1.2007 14:09 Slösuðust í mikilli ókyrrð á leið til Parísar Þrír úr áhöfn Boeing 757 flugvélar Icelandair hlutu minni háttar áverka þegar vélin lenti í mikilli ókyrrð í morgun á leið sinni frá Keflavík til Parísar. Fram kemur í tilkynningu frá félaginu að um 180 farþegar hafi verið í vélinni, langflestir þeirra frá Frakklandi, og var þeim boðin áfallahjálp við komuna til Parísar um klukkan 12 á hádegi að íslenskum tíma. 2.1.2007 13:51 Slasaðist alvarlega á skíðum í Noregi Ísfirsk stúlka á sautjánda ári slasaðist alvarlega á skíðum í Geilo í Noregi um helgina en hún var þar stödd í skíðaferð ásamt hópi frá Skíðafélagi Ísafjarðar. Þetta kemur fram á vef Bæjarins besta á Ísafirði. 2.1.2007 13:43 Ætlaði að smygla rítalíni og sprautum inn á Litla-Hraun Kona sem hafði ætlað í heimsókn á Litla-Hraun neitaði að gerð yrði á henni leit í fangelsinu eftir að fíkniefnaleitarhundur hafði gefið vísbendingu um að hún gæti verið með fíkniefni. 2.1.2007 13:30 Valgerður viðstödd útför Geralds Fords Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra verður í dag verða viðstödd útför Geralds R. Ford, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, í Washington. Úförin fer fram í dómkirkjunni í Washington en kista Fords hefur undanfarna daga legið í þinghúsinu í borginni þar sem þúsundir Bandaríkjamanna hafa vottað honum virðingu sína. 2.1.2007 13:23 Kveikt í skotköku inni í BMW-blæjubíl Kveikt var í skotköku inni í blæjubifreið á Selfossi í morgun með þeim afleiðingum að bíllinn skemmdist nokkuð. Það var íbúið á Fossheiði á Selfossi sem varð var við skothvelli og þegar hann gætti nánar að kom í ljós að þeir komu frá athafnasvæði Bílamálunar Agnars í Gagnheiði 2.1.2007 13:06 Niðurgreiðslur vegna dagforeldra hækka Niðurgreiðsla Reykjavíkurborgar vegna barna hjá dagforeldrum hækkar um rúmar tíu þúsund krónur nú um áramótin. Á sama tíma eru málefni grunnskóla og leikskóla aðskilin hjá borginni. 2.1.2007 12:45 Efast um að krónan lifi til langframa Halldór Ásgrímsson, fyrrverandi forsætisráðherra, hefur miklar efasemdir um að Íslendingar geti haldið uppi sjálfstæðum gjaldmiðli þegar til lengri tíma er litið. Hann segist enn þeirrar skoðunar að Íslendingar verði aðilar að Evrópusambandinu innan átta ára. 2.1.2007 12:37 Lögregluumdæmum fækkar úr 26 í 15 Lögregluumdæmum landsins fækkaði um ellefu nú um áramótin og verða nú sjö lykilembætti á landinu en hjá þeim verða sérstakar rannsóknardeildir. 2.1.2007 12:30 Hefja eins konar dauðaleit að loðnunni Hafrannsóknastofnunin og útvegsmenn eru að hefja eins konar dauðaleit að loðnunni, en hingað til hefur ekkert fundist af þeirri loðnu sem ætti að bera uppi veiðarnar í ár. 2.1.2007 12:15 Þarf að ræsa út flugumferðarstjóra fyrir neyðarútköll Landhelgisgæslan þarf að láta menn í flugstjórnarmiðstöðinni ræsa út flugumferðarstjóra til að manna flugturninn í Reykjavík ef senda þarf þyrlu í neyðarútkall. 2.1.2007 12:00 Fær ekki upplýsingar um símanúmer úr sendi í Eyjum Hæstiréttur hefur fellt út gildi úrskurð Héraðsdóms Suðurlands um að símafyrirtækjunum Og fjarskiptum og Símanum verði gert skylt að upplýsa um öll símanúmer sem notuðu ákveðinn GSM-sendi í Vestmannaeyjum á tíu klukkustunda tímabili vegna rannsóknar á bruna í fiskimjölsverksmiðju Ísfélags Vestmannaeyja þann 16. desember síðastliðinn. 2.1.2007 11:43 Kauphöllin fær nýtt nafn á föstudag Kauphöll Íslands tekur upp heitið OMX Nordic Exchange á Íslandi frá og með 5. janúar í framhaldi af því að rekstur hallarinnar er orðinn hluti af rekstri hinnar norrænu OMX-kauphallar. Þessi breyting verður sýnileg á vef Kauphallarinnar á föstudaginn. Fram kemur í tilkynningu frá Kauphöllinni að frá og með 3. janúar verði isec-markaðurinn hluti af First North hliðarmarkaði OMX. 2.1.2007 11:25 Viðgerð á CANTAT-3 lýkur um næstu mánaðamót Reiknað er með að viðgerð á CANTAT-3 sæstrengnum, sem bilaði um miðjan síðasta mánuð, verði lokið um næstu mánaðamót. Fram kemur í tilkynningu frá Farice, sem rekur strenginn, að viðgerðarskipið Pacific Guardian sigli frá Bermúda þann 5. janúar til lokaviðgerðar og er gert ráð fyrir að viðgerð verði lokið 31. janúar. 2.1.2007 11:15 Manna enn leitað eftir árás í vesturbænum Lögreglan í Reykjavík leitar enn manna sem réðust á karlmann á þrítugsaldri í vesturbæ Reykjavíkur á nýársnótt og höfuðkúpubrutu hann. Lögregla segir málið enn í rannsókn en vitni voru að árásinni og gátu því lýst árásarmönnunum. 2.1.2007 11:01 Ísland miðstöð um þróun hreinnar orku Ísland getur orðið miðstöð alþjóðlegs samstarfs um þróun hreinnar orku að mati Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands. Í nýársávarpi sínu í dag sagði forsetinn að hann ætlaði að beita sér fyrir stofnun slíkrar miðstöðvar. 1.1.2007 19:30 Sjá næstu 50 fréttir
Vandaði stjórnvöldum ekki kveðjurnar Talsmaður eldri borgara, Arndís Björnsdóttir, kennari, fyrrverandi verslunarmaður og varaþingmaður, var harðorð í garð stjórnvalda í Íslandi í bítið í morgun. Hún sagði meðal annars að enginn vilji væri í þjóðfélaginu til að gera neitt í málefnum eldri borgara og öryrkja. Stjórnarandstaðan væri ekki undanskilin. 3.1.2007 13:15
Ljósastaurar brotnuðu í Hlíðarfjalli í fárviðri Ljósastaurar brotnuðu í Hlíðarfjalli í fárviðrinu sem gerði laust fyrir jól. Lítið varð úr þeim skíðajólum sem margir vonuðust eftir en þó var opið nokkra daga í fjallinu milli jóla og nýárs. 3.1.2007 13:15
Aldrei minna veiðst af rækju en í fyrra Rækjuaflinn á nýliðnu ári var aðeins þrjú þúsund tonn, eða minni en nokkru sinni, eftir að íslenskir sjómenn komust á annað borð upp á lagið með að veiða rækju. 3.1.2007 13:00
Veltan í Kauphöllinni nærri 4500 milljarðar á síðasta ári Veltan í Kauphöll Íslands á síðasta ári nam nærri 4500 milljörðum og hefur aldrei verið meiri. Hún jókst um ríflega 2500 milljarða frá fyrra ári eða um 77 prósent. Fram kemur í ársyfirliti Kauphallarinnar að veltuaukning á hlutabréfamarkaði hafi numið 82 prósentum en 72 prósentum á skuldabréfamarkaði. 3.1.2007 12:42
Úrskurður kveðinn upp í Kjarvalsmálinu í dag Héraðsdómur kveður upp úrskurð í dag í Kjarvalsmálinu svokallaða. Afkomendur listmálarans vilja fá úr því skorið hvort fimm þúsund listaverk sem fóru úr vinnustofu listmálarans til borgarinnar hafi verið flutt þaðan með lögmætum hætti. 3.1.2007 12:30
Stærsta verkfræðiskrifstofa landsins verður til Stærsta verkfræðistofa landsins með alls 240 starfsmenn varð til um áramótin þegar Verkfræðistofa Guðmundar og Kristjáns og verkfræðistofan Hönnun sameinuðust undir nafninu VGK-Hönnun hf. 3.1.2007 12:28
Flugstoðir byrjaðar að ráða til sín flugumferðarstjóra Þorgeir Pálsson, forstjóri Flugstoða, sagði í samtali við fréttastofu nú rétt fyrir fréttir að fyrirtækið Flugstoðir væri þegar farið að ráða til sín flugumferðarstjóra. 3.1.2007 12:15
Flugumferðarstjórar taka afstöðu til tilboðs í dag Flugumferðarstjórar, sem ekki hafa ráðið sig hjá Flugstoðum ohf., ætla á félagsfundi í dag að taka afstöðu til tilboðs fyrirtækisins frá því í gær, ef það stendur þá enn. Fundi var slitið í gær þrátt fyrir samkomulag, vegna þess að Flugstoðir vildu ekki að það yrði borið undir félagsfund flugumferðarstjóra. 3.1.2007 12:05
Vextir af yfirdráttalánum jafngilda útgjöldum til fræðslumála Fyrirtæki og einstaklingar greiða jafn mikið í vexti af yfirdráttarlánum á einu ári og ríkið kostar til allra fræðslumála í landinu, þar með er talinn allur kostnaður ríkisins við háskóla og framhaldsskóla landsins. Heimilin ein og sér greiða tvisvar sinnum meira í vexti af yfirdráttarlánum en sem nemur þeirri upphæð sem lækkun matvælaverðs á að skila. 3.1.2007 12:00
Á 130 kílómetra hraða á Miklubraut Tvítugur piltur var gripinn eftir að bíll hans mældist á 130 kílómetra hraða á Miklubraut í nótt. Fram kemur í tilkynningu frá lögreglu að hann hafi nokkrum sinnum áður gerst sekur um umferðarlagabrot. 3.1.2007 11:50
Farþegum með Flugfélagi Íslands fjölgar um átta prósent Farþegum með Flugfélagi Íslands fjölgaði um átta prósent á árinu 2006 miðað við árið 2005. Alls flugu um 380 þúsund manns með félaginu í fyrra, þar af um 18 þúsund farþegar í millilandaflugi til Færeyja og Grænlands. 3.1.2007 11:45
Þinglýstum samningum fjölgaði undir lok árs Þinglýstum kaupsamningum fjölgaði um 1,1 prósent og velta tengd samningunum jókst um 7,5 prósent milli nóvember í fyrra og nýliðins desember. Þetta kemur fram á vef Fasteignamats ríkisins. 3.1.2007 11:34
Slökkviliðsstjórinn í Borgarnesi Vestlendingur ársins 2006 Bjarni Kristinn Þorsteinsson, slökkviliðsstjóri í Borgarnesi, er Vestlendingur ársins 2006 en það er fréttaveita Vesturlands, Skessuhorn, sem veitir viðurkenninguna eftir kosningu lesenda. 3.1.2007 11:11
Magni heiðraður Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps heiðraði Magna Ásgeirsson á Þorláksmessu fyrir frammistöðu hans í sumar í Rockstar Supernova og jákvæða kynningu sem Borgarfjörður eystri fékk í því samhengi. Þetta kemur fram á héraðsvefmiðlinum austurglugginn.is. 2.1.2007 22:46
Þýðir ekki að ljúga á Selfossi Þjófur einn á þrítugsaldri var ekki fyrr kominn út úr yfirheyrslu frá dómara á Selfossi fyrir þjófnað en hann var búinn að stela veski og nýta sér kort konunnar sem átti veskið. Upp komst um þjófinn af því að afgreiðslukonan þekkti eiganda kortsins og tók því ekki gilda skýringu þjófsins að hann væri sonur konunnar. 2.1.2007 21:29
Ljósmóðirin ekki fyllilega sátt við afkvæmið Eiríkur Tómasson lagaprófessor hafði milligöngu um að Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson hófu stjórnarmyndunarviðræður vorið 1995, þegar Sjálfstæðisflokkurinn sleit stjórnarsamstarfi við Alþýðuflokkinn og myndaði stjórn með Framsóknarflokknum. Eiríki hugnast hins vegar ekki stjórnarhættir þeirra, seinni hluta samstarfsins. 2.1.2007 19:01
Flugskólar lamaðir Fulltrúar flugumferðarstjóra og Flugstoða settust til fundar nú síðdegis til að freista þess að ná lendingu í deilu sinni. Starfsemi flugskóla Reykjavíkur hefur nánast legið niðri í dag vegna skorts á flugumferðarstjórum. 2.1.2007 18:54
Íslenska krónan er dýr og á undanhaldi Íslenska krónan er of dýr og fyrirtæki taka í vaxandi mæli stöðu með evrunni. Líkur eru á að þau muni einnig hefja skráningu hlutabréfa sinna í evrum. Halldór Ásgrímsson, fyrrverandi forsætisráðherra, efast um að krónan eigi framtíð fyrir sér og er enn þeirrar skoðunar að Ísland verði komið í Evrópusambandið innan tveggja kjörtímabila. 2.1.2007 18:46
Bæði vilja í forsætisráðherrastólinn Það verður ekki heiglum hent að mynda félagshyggjustjórn eftir kosningar í vor ef marka má orðaskak formanna Samfylkingar og Vinstri grænna í Kryddsíldinni á gamlársdag. Ný staða gæti komið upp í íslenskum stjórnmálum eftir kosningar, segir stjórnmálafræðingur, ef sá flokkur sem lengst er til vinstri fengi stól utanríkisráðherra 2.1.2007 18:45
Læknar meta aðstæður vistmanna Læknar og sérfræðingar hafa verið fengnir til að skoða aðstæður vistmanna í Byrginu. Reykjavíkurborg, eins og ríkið, bíður niðurstöðu Ríkisendurskoðunar um fjármál Byrgisins áður en ákvörðun verður tekin um frekari styrki. 2.1.2007 18:30
Flugvél sem lenti í ókyrrð í morgun á heimleið Ekkert óvenjulegt kom í ljós við öryggisskoðun á Boeing 757 flugvél Icelandair sem lenti í mikilli ókyrrð í morgun á leið sinni frá Keflavík til Parísar og er hún nú á heimleið. 2.1.2007 17:21
Skaut tvo eþíópíska hermenn Sómalskur byssumaður skaut tvo eþíópíska hermenn til bana í siðasta vígi íslamskra uppreisnarmanna í landinu, í þorpinu Jilib. Vitni sögðu manninn hafa setið fyrir Eþíóíumönnunum og skotið á þá og hefði einnig fallið sjálfur, þegar hermennirnir svöruðu skothríðinni. 2.1.2007 17:19
Fæðingarorlof greitt frá Hvammstanga Tilvonandi foreldri snúa sér nú til Hvammstanga til þess að sækja um fæðingarorlof. Um áramót fluttist fæðingarorlofssjóður frá Tryggingastofnun ríkisins til Vinnumálastofnunar og verður sjóðurinn til húsa við Miðfjörðinn. Frekari upplýsingar eru á www.faedingarorlof.is. 2.1.2007 17:08
Tívolíbomba sprakk í höndunum á ungum dreng Lögreglumenn óku um fjögurleytið ungum dreng á slysadeild eftir að hann hafði verið að fikta með tívolíbombu við Réttarholtsveg. Að sögn lögreglu sprakk bomban í höndunum á honum en að sögn læknis á slysavarðstofu í Fossvogi slapp hann með minniháttar brunasár á höndum og fingrum. 2.1.2007 16:41
Lögreglubíll hefur bilað 58 sinnum á tveimur árum Lögreglubíllinn á Búðardal hefur bilað 58 sinnum á síðustu tveimur árum sem þýðir að bílinn hefur verið á verkstæði tvisvar í mánuði á tímabilinu. Frá þessu er greint á fréttavef Skessuhorns og sagt að bíllinn standi einmitt nú á verkstæði og bíði varahluta. 2.1.2007 16:21
Mikill hnykkur og allt lauslegt fór á fleygiferð „Þetta var mikill hnykkur og skyndilegur en stóð stutt yfir en allt lauslegt fór á fleygiferð," segir Tómas Ingi Olrich, sendiherra Íslands í Frakklandi, sem var farþegi í Boeing 757 flugvél Icelandair sem lenti í mikilli ókyrrð á leið sinni frá Keflavíkurflugvelli til Parísar í morgun. 2.1.2007 15:51
Svifryk um áramót sprengdi mælikvarða tækja Svifrykið við áramótin sló öll met og sprengdi mælikvarða tækja sem Umhverfisstofnun styðst við við svifryksmælingar. Þetta kemur fram í frétt á vef stofnunarinnar. 2.1.2007 15:22
Tvær veltur á Suðurlandsvegi vegna hálku Tvö umferðaróhöpp urðu í umdæmi lögreglunnar á Hvolsvelli í morgun sem talið er að rekja megi til hálku. Bæði slysin urðu á Suðurlandsvegi undir Eyjaföllum á ellefta tímanum. 2.1.2007 14:38
Lögreglustjórinn á fyrstu gönguvaktinni Stefán Eiríksson, nýr lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins, fór á sína fyrstu gönguvakt í miðborg Reykjavíkur í dag. Lögregluembættin í Reykjavík, Kópavogi og Hafnarfirði sameinust um áramótin undir þessu nýja embætti. Ætlunin er meðal annars að auka sýnilega löggæslu, grenndarlöggæslu og hverfalöggæslu. Breytingarnar, sem gerðar eru á skipulagi lögreglunnar eru víðtækar. 2.1.2007 14:20
SMS-skeytum um áramót fjölgaði umtalsvert SMS-skeytum hjá viðskiptavinum Vodafone um áramótin fjölgaði um tíu af hundraði á gamlársdag en um 14 prósent á nýársdag miðað við sama tíma í fyrra. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu. 2.1.2007 14:09
Slösuðust í mikilli ókyrrð á leið til Parísar Þrír úr áhöfn Boeing 757 flugvélar Icelandair hlutu minni háttar áverka þegar vélin lenti í mikilli ókyrrð í morgun á leið sinni frá Keflavík til Parísar. Fram kemur í tilkynningu frá félaginu að um 180 farþegar hafi verið í vélinni, langflestir þeirra frá Frakklandi, og var þeim boðin áfallahjálp við komuna til Parísar um klukkan 12 á hádegi að íslenskum tíma. 2.1.2007 13:51
Slasaðist alvarlega á skíðum í Noregi Ísfirsk stúlka á sautjánda ári slasaðist alvarlega á skíðum í Geilo í Noregi um helgina en hún var þar stödd í skíðaferð ásamt hópi frá Skíðafélagi Ísafjarðar. Þetta kemur fram á vef Bæjarins besta á Ísafirði. 2.1.2007 13:43
Ætlaði að smygla rítalíni og sprautum inn á Litla-Hraun Kona sem hafði ætlað í heimsókn á Litla-Hraun neitaði að gerð yrði á henni leit í fangelsinu eftir að fíkniefnaleitarhundur hafði gefið vísbendingu um að hún gæti verið með fíkniefni. 2.1.2007 13:30
Valgerður viðstödd útför Geralds Fords Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra verður í dag verða viðstödd útför Geralds R. Ford, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, í Washington. Úförin fer fram í dómkirkjunni í Washington en kista Fords hefur undanfarna daga legið í þinghúsinu í borginni þar sem þúsundir Bandaríkjamanna hafa vottað honum virðingu sína. 2.1.2007 13:23
Kveikt í skotköku inni í BMW-blæjubíl Kveikt var í skotköku inni í blæjubifreið á Selfossi í morgun með þeim afleiðingum að bíllinn skemmdist nokkuð. Það var íbúið á Fossheiði á Selfossi sem varð var við skothvelli og þegar hann gætti nánar að kom í ljós að þeir komu frá athafnasvæði Bílamálunar Agnars í Gagnheiði 2.1.2007 13:06
Niðurgreiðslur vegna dagforeldra hækka Niðurgreiðsla Reykjavíkurborgar vegna barna hjá dagforeldrum hækkar um rúmar tíu þúsund krónur nú um áramótin. Á sama tíma eru málefni grunnskóla og leikskóla aðskilin hjá borginni. 2.1.2007 12:45
Efast um að krónan lifi til langframa Halldór Ásgrímsson, fyrrverandi forsætisráðherra, hefur miklar efasemdir um að Íslendingar geti haldið uppi sjálfstæðum gjaldmiðli þegar til lengri tíma er litið. Hann segist enn þeirrar skoðunar að Íslendingar verði aðilar að Evrópusambandinu innan átta ára. 2.1.2007 12:37
Lögregluumdæmum fækkar úr 26 í 15 Lögregluumdæmum landsins fækkaði um ellefu nú um áramótin og verða nú sjö lykilembætti á landinu en hjá þeim verða sérstakar rannsóknardeildir. 2.1.2007 12:30
Hefja eins konar dauðaleit að loðnunni Hafrannsóknastofnunin og útvegsmenn eru að hefja eins konar dauðaleit að loðnunni, en hingað til hefur ekkert fundist af þeirri loðnu sem ætti að bera uppi veiðarnar í ár. 2.1.2007 12:15
Þarf að ræsa út flugumferðarstjóra fyrir neyðarútköll Landhelgisgæslan þarf að láta menn í flugstjórnarmiðstöðinni ræsa út flugumferðarstjóra til að manna flugturninn í Reykjavík ef senda þarf þyrlu í neyðarútkall. 2.1.2007 12:00
Fær ekki upplýsingar um símanúmer úr sendi í Eyjum Hæstiréttur hefur fellt út gildi úrskurð Héraðsdóms Suðurlands um að símafyrirtækjunum Og fjarskiptum og Símanum verði gert skylt að upplýsa um öll símanúmer sem notuðu ákveðinn GSM-sendi í Vestmannaeyjum á tíu klukkustunda tímabili vegna rannsóknar á bruna í fiskimjölsverksmiðju Ísfélags Vestmannaeyja þann 16. desember síðastliðinn. 2.1.2007 11:43
Kauphöllin fær nýtt nafn á föstudag Kauphöll Íslands tekur upp heitið OMX Nordic Exchange á Íslandi frá og með 5. janúar í framhaldi af því að rekstur hallarinnar er orðinn hluti af rekstri hinnar norrænu OMX-kauphallar. Þessi breyting verður sýnileg á vef Kauphallarinnar á föstudaginn. Fram kemur í tilkynningu frá Kauphöllinni að frá og með 3. janúar verði isec-markaðurinn hluti af First North hliðarmarkaði OMX. 2.1.2007 11:25
Viðgerð á CANTAT-3 lýkur um næstu mánaðamót Reiknað er með að viðgerð á CANTAT-3 sæstrengnum, sem bilaði um miðjan síðasta mánuð, verði lokið um næstu mánaðamót. Fram kemur í tilkynningu frá Farice, sem rekur strenginn, að viðgerðarskipið Pacific Guardian sigli frá Bermúda þann 5. janúar til lokaviðgerðar og er gert ráð fyrir að viðgerð verði lokið 31. janúar. 2.1.2007 11:15
Manna enn leitað eftir árás í vesturbænum Lögreglan í Reykjavík leitar enn manna sem réðust á karlmann á þrítugsaldri í vesturbæ Reykjavíkur á nýársnótt og höfuðkúpubrutu hann. Lögregla segir málið enn í rannsókn en vitni voru að árásinni og gátu því lýst árásarmönnunum. 2.1.2007 11:01
Ísland miðstöð um þróun hreinnar orku Ísland getur orðið miðstöð alþjóðlegs samstarfs um þróun hreinnar orku að mati Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands. Í nýársávarpi sínu í dag sagði forsetinn að hann ætlaði að beita sér fyrir stofnun slíkrar miðstöðvar. 1.1.2007 19:30