Innlent

Baugur lýsir yfir andstöðu við hvalveiðar

MYND/365

Baugur Group hefur tekið þá ákvörðun að lýsa yfir andstöðu við hvalveiðar Íslendinga þar sem það sé farið að skaða íslensk félög erlendis. Félagið segir í tilkynningu, að útrás íslenskra fyrirtækja hafi verið gríðarleg á undanförum árum og farið vaxandi á sviði tísku, lyfjaframleiðslu, matvöru, bankastarfsemi og tónlistar til dæmis.

Þessi þróun sé rétt hafin og aðeins tímaspursmál hvenær þessar greinar munu færi okkur jafn miklar tekjur og sjávarútvegurinn gerir nú. Breytingarnar hafa gert það að verkum að nú þurfum við að horfa til fleiri þátta en þeirra sem snúa einungis að sjávarútveginum.

Mikil andstaða sé gagnvart hvalveiðum í heiminum í dag og fólk í ferðaþjónustu hér á landi óttist mjög þau áhrif sem hvalveiðar Íslendinga kunna að hafa. Samkvæmt Samtökum ferðaþjónustunnar hafi fjölmargir afpantað bókanir hingað til lands vegna ákvörðunar stjórnvalda um að hér skuli hvalir veiddir.

Ferðaþjónustan sé ekki ein sem eigi í vanda því f

yrirtæki erlendis í eigu Íslendinga hafi mörg hver átt í erfiðleikum vegna málsins því fjölmargir hópar hafi hótað því að hætta að versla við þessi fyrirtæki nema hvaleiðum Íslendinga verði hætt hið snarasta. Hvalveiðar séu því farnar að skaða íslensk fyrirtæki og hugsanlegan áframhaldandi vöxt þeirra í framtíðinni.

 

 

 

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×