Innlent

Takmarkað sjónflug leyft á ný

MYND/Heiða Helgadóttir

Takmarkað sjónflug verður aftur leyft um Reykjavíkurflugvöll frá og með morgundeginum en það hefur verið bannað síðan viðbúnaðaráætlun Flugstoða tók gildi á miðnætti á nýársdag. Flugtök og lendingar í sjónflugi verða leyfð á 10 mínútna fresti á milli kl. 10 og 16. Snertilendingar verða ekki leyfðar að sinni, né einliðaflug flugnema.

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Flugstoðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×