Innlent

Búið að skrifa undir

MYND/Heiða Helgadóttir

Flugstoðir ohf. og Félag íslenskra flugumferðarstjóra skrifuðu undir samning um kjaramál klukkan sjö í kvöld. Samningurinn er sá sami og ekki náðist að samþykkja í gærkvöldi. Loftur Jóhannsson, formaður FÍF, býst við að flugumferð verði komin í eðlilegt horf í seinasta lagi annað kvöld.

"Strax í fyrramálið mæta þeir menn sem eru á vakt samkvæmt áframhaldandi vaktatöflu. Þeir skrifa þá undir samning og halda síðan áfram sinni vinnu eins og ekkert hafi í skorist," sagði Loftur í kvöld í samtali við Vísi. "Þeir hafa morgundaginn til að mæta og skrifa undir samning."

Loftur segir alla aðila sátta og glaða með að samkomulagið sé í höfn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×