Innlent

Mótmæla lokun póstafgreiðslu á Bakkafirði

Póstafgreiðsla og verslun er rekin saman á Bakkafirði.
Póstafgreiðsla og verslun er rekin saman á Bakkafirði. MYND/Gunnar

Byggðaráð Langanesbyggðar leggst eindregið gegn því að dregið verði úr póstþjónustu á Bakkafirði. Íslandspóstur ætlar að loka afgreiðslu sinni á Bakkafirði um næstu áramót.

Póstafgreiðsla og verslun er rekin saman á staðnum. Sá sem nú rekur verslunina á staðnum hefur ákveðið að hætta því og því ákvað Íslandspóstur að loka afgreiðslu sinni. Byggðarráðið segir viðræður hafa staðið yfir við annan aðila um að reka verslun á staðnum og sterkar líkur að það gangi eftir. Forsenda ætti því að vera fyrir að reka póstþjónustuna með sama hætti og áður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×