Innlent

Fullt út úr dyrum á fundi um Kársnesið

Fullt var út úr dyrum á kynningarfundi um uppbyggingu á Kársnesi í gærkvöldi. Fjölmargir íbúar gagnrýndu tillögur bæjaryfirvalda.

Á fjórða hundrað íbúa í Vesturbæ Kópavogs mættu á kynningarfundinn í Salnum um mikla uppbyggingu sem fyrirhuguð er á Kársnesi. Íbúum á Kársnesi í Kópavogi mun fjölga um 1.200 til 1.500 ef hugmyndir bæjaryfirvalda um höfn, hótel og blokkir ná fram að ganga. Á fundinum mátti heyra að íbúar hafa áhyggjur af stóraukinni umferð, meðal annars í grennd við grunnskólann og auknum umsvifum á svæðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×