Innlent

Átta bækur á ódýrasta staðnum fyrir fimm á þeim dýrasta

Hægt er að kaupa sjö vinsælustu íslensku jólabækurnar þar sem þær eru ódýrastar, fyrir sömu upphæð og aðeins fimm bækur fást fyrir, þar sem þær eru dýrastar.

Allt að 95 prósenta verðmunur var á nýjum jólabókum þegar verðlagseftirlit ASÍ kannaði verð í bókaverslunum og stórmörkuðum í gær. Á öllum titlum reyndist yfir fimmtíu prósenta munur á hæsta og lægsta verði og í flestum tilvikum var verðmunurinn meiri.

Verðið var langoftast lægst í Office One, oftast hæst í Máli og menningu við Laugaveg og Pennanum Eymundssyni í Kringlunni og Bókaverslunin Iða í Lækjargötu neitaði þátttöku í könnuninni.

Ef skoðað er verð á fimm mest seldu skáldverkunum þá kosta þær fimm bækur samtals um 19.600 krónur í Pennanum-Eymundsson og Máli og menningu en 12.300 í Office One. Verðmunur á þessum bókapakka eftir verslunum er því 7.200 krónur en fyrir þá upphæð væri hægt að kaupa þrjár bækur til viðbótar af vinsældalistanum í Office One




Fleiri fréttir

Sjá meira


×