Innlent

Hæstaréttarlögmaður gagnrýnir seinagang nauðgunarrannsókna

Siv Konráðsdóttir, hæstaréttarlögmaður, gagnrýnir að lögreglurannsóknir taki of langan tíma þegar nauðgunarmál eigi í hlut. Þetta kom fram í viðtali við hana í Íslandi í dag í kvöld. Hún segir allt of langan tíma líða frá því að mál er kært þar til rannsókn lýkur, of mikið sé um óútskýrð hlé í málum sem eigi að njóta forgangs.

"Það líður ekki svo langur tími frá því ákæra er gefin út og þangað til er dæmt ... það líður allt of langur tími frá því að málið er kært til lögreglu, þangað til ákæra er gefin út," sagði hún í viðtali hjá Svanhildi Hólm Valsdóttir og Sölva Tryggvasyni, og bætti við: "Það er rannsóknin sem tekur allt of langan tíma."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×