Innlent

Fá greitt meðan barnið kemst ekki á leikskóla

Leikskóli í Hvalfjarðarsveit hefur verið gjaldfrjáls um nokkurt skeið.
Leikskóli í Hvalfjarðarsveit hefur verið gjaldfrjáls um nokkurt skeið. MYND/Hvalfjörður

Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar hefur ákveðið að greiða heimavinnandi foreldrum 35 þúsund krónur á mánuði frá því þeir ljúka fæðingarorlofi þar til leikskólapláss fæst eða barnið hefur skólagöngu. Fréttavefurinn Skessuhorn.is greinir frá þessu.

Ef barnið fer til dagmóður á tímabilinu nýtist þessi upphæðin sem niðurgreiðsla á dagmóðurkostnaði. Sveitarstjórnin samþykkti einnig að greiða dvöl þeirra barna hjá dagmóður sem ekki hafa fengið inni á leikskóla sveitarfélagsins.

Niðurgreiðslur vegna dvalar hjá dagmæðrum verða afturvirkar frá 1. ágúst 2006. Í samþykktinni er miðað við að greiðslur miðist við 11 mánuði á ári að hámarki. Leikskóli í Hvalfjarðarsveit hefur verið gjaldfrjáls um nokkurt skeið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×