Fleiri fréttir

Olíuforstjórar ákærðir

Ríkissaksóknari hefur ákært einn núverandi og tvo fyrrverandi forstjóra olíufélaganna fyrir brot á samkeppnislögum og er ákæran upp á átján blaðsíður. Allt að fjögurra ára fangelsi getur legið við brotunum.

Sveitarfélögin þurfa að efla aðstoð við fátæka

Sveitarfélögin verða að taka sig á í aðstoð sinni við fátæka. Þetta er mat fjármálaráðherra sem efast jafnframt um mælistiku OECD á fátækt, segir hana mæla tekjudreifingu en ekki fátækt.

Grunaður fíkniefnasali handtekinn á Ísafirði

Lögreglan á Ísafirði lagði í gær hald á 50 grömm af hassi hjá rúmlega tvítugum manni. Maðurinn var í haldi í sólarhring vegna gruns um fíkniefnadreifingu á norðanverðum Vestfjörðum undanfarnar vikur og mánuði. Annar maður var handtekinn í Reykjavík og yfirheyrður vegna sama máls. Málið telst upplýst.

Titringur fyrir miðstjórnarfund frjálslyndra

Miðstjórn Frjálslynda flokksins kom saman til miðstjórnarfundar á Kaffi Reykjavík klukkan hálf sex í dag, þar sem búast má við heitum umræðum milli þeirra sem deilt hafa hvað harðast í flokknum að undanförnu.

Fleiri erlendir ferðamenn um haust og vetur

Komum erlendra ferðamanna til landsins um Keflavíkurflugvöll fjölgaði um 9,4% á fyrstu ellefu mánuðum ársins, miðað við í fyrra. Ferðamönnum fjölgar sérstaklega mikið á vetrar- og haustmánuðum. Í októbermánuði fjölgaði ferðamönnum um 18,6% og í nóvember um 36,4% miðað við sömu mánuði í fyrra.

Bókhald Byrgisins áður til skoðunar

Byrgið fékk áminningu eftir að Varnarmálaskrifstofa Utanríkisráðuneytisins lét taka út bókhald félagsins fyrir nokkrum árum. Félagsmálaráðuneytið segir engan grun um misferli fjár hjá Byrginu.

OR kaupir hitaveituna í Skorradal

Orkuveita Reykjavíkur skrifaði í dag undir kaup á hitaveitunni í Skorradal. OR eignast þar með borholu og viðeigandi búnað sem Skorradalshreppur átti og veitukerfi sem var í eigu Hitaveitu Skorradals ehf. Samanlagt kaupverð er 28 milljónir króna. en einnig yfirtekur OR áhvílandi skuldir að upphæð 26 milljónir. Orkuveitan tekur við rekstri hitaveitunnar um áramótin.

Trausti Hafliðason nýr ritstjóri Blaðsins

Trausti Hafliðason hefur verið ráðinn ritstjóri Blaðsins. Trausti hefur verið fréttastjóri á Fréttablaðinu og hefur starfað hjá Fréttablaðinu frá árinu 2001. Hann var blaðamaður á Morgunblaðinu frá 1999-2001. Hann tekur við ritstjórastarfinu af Sigurjóni M. Egilssyni.

Stefán Jón úr borgarstjórn til Namibíu

Stefán Jón Hafstein borgarfulltrúi hefur verið ráðinn verkefnisstjóri Þróunarsamvinnustofnunar Íslands í Namibíu næstu tvö árin. Stefán Jón ætlar að óska eftir leyfi frá borgarstjórn á þessum tíma og taka við starfinu í byrjun næsta árs.

Forstjórar olíufélaganna ákærðir

Ákæra hefur verið gefin út á hendur núverandi og fyrrverandi forstjórum stóru olíufélaganna vegna ólöglegs samráðs um olíuverð. Þetta eru þeir Einar Benediktsson, núverandi forstjóri Olís, Geir Magnússon, fyrrverandi forstjóri Essó, og Kristinn Björnsson, fyrrverandi forstjóri Skeljungs. Brot forstjóranna geta varðað allt að fjögurra ára fangelsi ef sakir eru miklar.

Telur dóm ekki hafa fordæmisgildi

Gísli Baldur Garðarsson, lögmaður og stjórnarformaður OLÍS, telur dóm héraðsdóms yfir stóru olíufélögunum þremur ekki hafa fordæmisgildi fyrir önnur mál sem hugsanlega komi á eftir.

Hækkanir á heimaþjónustu dregnar til baka

Ákveðið hefur verið að draga til baka hækkun sem fyrirhuguð var í byrjun næsta árs á gjaldskrá félagslegrar heimaþjónustu. Velferðarráð Reykjavíkur ákvað þetta á fundi sínum í dag en 8,8% hækkun átti að koma til framkvæmdar 1. janúar 2007.

Síbrotamaður fékk fimm ára fangelsi

Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag Garðar Garðarson í fimm ára fangelsi fyrir ýmis brot. Maðurinn var dæmdur fyrir þjófnað, skjalafals, fjársvik, nytjastuld, brot gegn lögum um ávana- og fíkniefni og umferðarlagabrot. Maðurinn rauf með brotum sínum skilorð.

Dæmdur nauðgari í gæsluvarðhald

Edward Apeadu Koranteng karlmaður á þrítugsaldri, sem dæmdur í þriggja ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær fyrir að nauðga fjórtán ára stúlku, hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 20. desember. Við sögðum frá því í fréttum okkar í gær að maðurinn er grunaður um að hafa nauðgað þrettán ára stúlku í lok nóvember.

Nærri 78 milljóna króna skaðabætur fyrir samráð

Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag olíufélögin Ker hf, sem áður var Olíufélagið Esso, OLÍS og Skeljung til að greiða Reykjavíkurborg 72 milljónir króna í bætur vegna samráðs þeirra á níunda áratug síðustu aldar. Þá voru félögin dæmd til að greiða Strætó bs. 5,8 milljónir vegna sömu saka.

Útboð vegna þriðju kynslóð farsíma

Póst- og fjarskiptastofnun býður innan skamms út tíðnisvið fyrir þriðju kynslóð farsíma. Gert er ráð fyrir að heimildirnar verði gefnar út í apríl á næsta ári en þær gilda í fimmtán ár.

Frjálslyndir funda klukkan hálf sex

Miðstjórnarfundur Frjálslynda flokksins verður haldinn á Kaffi Reykjavík klukkan hálf sex í dag. Á fundinum verður fjallað um deilur sem staðið hafa meðal leiðtoga leiðtoga flokksins og um stöðu Margrétar Sverrisdóttur framkvæmdastjóra flokksins.

Afhentu barnaskóla í Malaví

Yfirvöld í Malaví fengu á dögunum afhentan formlega Malembo barnaskólann frá fulltrúum Þróunarsamvinnustofnunar Íslands. Um fimm mánuði tók að byggja skólann en í honum eru tíu skólastofur. Malembo er fiskimannaþorp í suðurhluta Malaví en þar sinnir Þróunarsamvinnustofnun margvíslegum verkefnum með heimamönnum.

Fann kannabisplöntur við húsleit á Súðavík

Lögreglan á Ísafirði lagði hald á sjö kannabisplöntur í húsleit á Súðavík í gærkvöld. Sú stærsta reyndist vera um 60 sentímetrar. Fram kemur í tilkynningu frá lögreglu að einn heimilismanna hafi viðurkennt að eiga plönturnar og hafa ætlað afrakstur ræktunarinnar til sölu.

Dorrit Moussaieff valin kona ársins

Dorri Moussaieff forsetafrú er kona ársins 2006 samkvæmt útnefndingu tímaritsins Nýs lífs. Þetta verður tilkynnt á samkomu í Iðusölum í Lækjargötu klukkan 19 í kvöld.

Eignir lífeyrissjóðanna nálgast 1500 milljarða

Eignir lífeyrissjóðanna námu 1.425 milljörðum króna í lok október og jukust um tæpa níu miljarða í mánuðinum. Frá þessu er greint í Morgunkorni Glitnis og vísað í tölur Seðlabankans.

Stefnir í netjól á Íslandi

Það stefnir í netjól á Íslandi. Landsmenn kaupa jólagjafir sem aldrei fyrr í gegnum Netið, en ekki er víst að allir geri sér grein fyrir flutningskostnaði og gjöldum þegar pantað er.

Aðeins sex vinnuslys við álverið á Reyðarfirði

Aðeins sex skráningarskyld vinnuslys hafa orðið við byggingu álversins í Reyðarfirði frá upphafi samanborið við rúmlega þúsund vinnuslys við Kárahnjúkavirkjun. Árangurinn í Reyðarfirði er einsdæmi við mannvirkjagerð hér á landi.

Tveir bankar spá óbreyttum stýrivöxtum

Greiningardeildir Landsbankans og Glitnis spá því báðar að Seðlabankinn ákveði að halda stýrivöxtum óbreyttum í 14 prósentum á næsta vaxtaákvörðunarfundi bankans í næstu viku, 21. desember næstkomandi. Þetta er þvert á fyrri spár bankanna sem gerðu ráð fyrir 25-50 punkta hækkun.

Ekkert lát á ofsaakstri ungra pilta

Sautján ára unglingur var sviptur ökuréttindum á staðnum eftir að lögreglan mældi hann á liðlega hundrað og fjörutíu kílómetra hraða á Gullinbrú í Grafarvogi í nótt. Fimm 17 ára piltar hafa verið stöðvaðir vegna ofsaaksturs á nokkrum dögum.

Afhentu ráðherrum Piparköku-Ísland

Samtökin Framtíðaralandið stóð fyrir táknrænum gjörningi í morgun þegar þau afhentu bæði umhverfisráðherra og iðnaðarráðherra piparköku í líki Íslands. Piparkökurnar verða til sölu nú fyrir jólin en með þeim vilja samtökin benda á að Ísland sé land stórkostlegra möguleika.

Kópavogsbær kynnir skipulagshugmyndir á Kársnesi

Kópavogsbær kynnir fyrir íbúum í kvöld nýjar hugmyndir um skipulag vestast á Kársnesi á svokölluðu endurbótasvæði. Nokkur styr hefur staðið um breytingarnar en bæjaryfirvöld í Kópavogi segja að með hugmyndunum sé verið að byggja svæðið upp á nýtt eftir að það hafi verið í niðurníðslu.

Hafa áhyggjur af næturgestum í sundlauginni

Nokkuð hefur borið á því að óboðnir gestir hafi fengið sér sundsprett í sundlauginni á Neskaupstað, í skjóli nætur, þegar sundlaugin hefur verið lokuð. Íþrótta- og tómstundaráð Fjarðabyggðar hefur af þessu nokkrar áhyggjur þar sem sundfólkið er algjörlega eftirlitslaust á þessum tíma og enginn til að fylgjast með ef slys verða.

Ekki hægt að eiga kökuna og éta hana líka

Samtökin Framtíðarlandið hafa bakað piparkökur í líki hins vogskorna Íslands til að punta upp á íslensk heimili fyrir jólin. Samtökin vekja með þessu athygli á því að framtíð Íslands er í okkar höndum og benda á að þeir sem eru gráðugir og vilja éta kökuna strax, þeir geta ekki um leið átt hana og notið hennar sem augnayndis yfir jólin.

Aðgerðir lögreglu ekki dánarorsök

Flest bendir til þess að maður sem lést eftir að hafa fengið hjartastopp í lögreglubíl, hafi látist vegna áhrifa eiturlyfja, en aðgerðir lögreglumanna hafi ekki átt þar neinn hlut að máli. Þetta kom fram í tíu-fréttum fréttastofu sjónvarps. Endanleg niðurstaða mun líta dagsins ljós eftir um það bil þrjár vikur.

Íbúum kynnt nýtt og umdeilt skipulag Kársness

Íbúum Kársness í Kópavogi verður kynnt nýtt rammaskipulag á íbúafundi á morgun, þar sem gert er ráð fyrir endurnýjaðri höfn á tæplega 5 hektara landfyllingu og þéttskipaðri fjölbýlishúsabyggð vestast á nesinu. Íbúar á Kársnesinu eru margir uggandi yfir því að hverfið muni þróast frá þeirri lágreistu og kyrrlátu íbúðabyggð sem það hefur verið.

Kona flutt á slysadeild eftir veltu á Eyrarbakkavegi

Kona var flutt á slysadeild í Reykjavík eftir að fólksbíll hennar valt nokkra hringi á Eyrarbakkavegi rétt upp úr sex í kvöld. Lögregla beitti klippum til að ná konunni út úr bílnum en hún var ein í bílnum. Hún stefndi í átt að Selfossi og var stödd um það bil miðja leið milli Eyrarbakka og Stekka. Lögreglan á Selfossi segir flughált á veginum.

Jón H.B. afneitar ótrúverðugleika

Jón H.B. Snorrason, yfirmaður efnahagsbrotadeildar, telur af og frá að yfirmenn embættis Ríkislögreglustjóra hafi gert sig ótrúverðuga með yfirlýsingum um sakborninga í Baugsmálinu.

220 milljónir í skólamáltíðir í Afríku

Íslenska ríkið ætlar að leggja fram 220 milljónir króna næstu tvö árin til kaupa á skólamáltíðum fyrir grunnskólabörn í Úganda og Malaví. Það verður hluti af átaki Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna sem gengur undir nafninu "Málsverður á menntavegi".

Tónskáldasjóður stofnsettur

Tónskáldasjóður 365 var stofnsettur í dag á degi íslenskrar tónlistar. Markmið sjóðsins er að styrkja tónskáld og textahöfunda til nýsköpunar á sviði tónlistar. Styrkir úr sjóðnum munu nema allt að 6 milljónum króna á ári. Að sjóðnum standa Samband tónskálda og eigenda flutningsréttar (STEF) og 365 miðlar ehf.

Landbúnaðarvörur hækka minna en vísitala neysluverðs

Landbúnaðarvörur hafa lítið eða ekkert hækkað í verði frá bændum í ár, meðan vísitala neysluverðs hefur hækkað um 7% frá því í janúar. Bændasamtökin segja mjólkurvörur ekkert hafa hækkað í heildsölu á þessu ári og ávextir og grænmeti hafi hækkað minna en vísitala neysluverðs. Þessar vörur hafi því í raun lækkað í verði.

Vestfirðingar buðu lægst í Djúpveg

KNH á Ísafirði og Vestfirskir verktakar buðu lægst í gerð Djúpvegar um Mjóafjörð, Vatnsfjörð og Reykjanes en tilboð voru opnuð í dag. Þetta er stærsta vegagerð í fjórðungnum frá því Vestfjarðagöngum lauk og felst meðal annars í gerð svipmikillar stálbogabrúar yfir Mjóafjörð. Þegaar verkinu lýkur eftir 2 ár verður komið bundið slitlag milli Ísafjarðar og Hólmavíkur.

Vilja vita hvaða lögreglumenn áttu í hlut

Lögreglan reynir að hindra að upplýsingar um lögreglumenn, sem handtóku mann, sem lést í vörslu þeirra, komist til ofbeldismanna sem hafa hótað lífláti.

Nauðgaði fjórtán ára stúlku

Rúmlega tvítugur karlmaður, Edward Apeadu Koranteng, var í dag dæmdur í Héraðsdómi Reykjavíkur í þriggja ára fangelsi fyrir að nauðga fjórtán ára stúlku. Nauðgunin átti sér stað á síðasta ári en fyrir hálfum mánuði var maðurinn kærður fyrir að nauðga þrettán ára stúlku.

Mikil aukning ríkisútgjalda

Umsvif ríkisins hafa á síðasta áratug aukist að jafnaði um eina milljón króna að raungildi á hverri einustu klukkustund sólarhringsins. Á næsta ári verður gefið enn meira í, en nýsamþykkt fjárlög gera ráð fyrir 52 milljarða króna útgjaldaaukningu frá síðustu fjárlögum.

Báðust afsökunar á framkomu sinni

Ökumenn óku við hæla þeirra, sem komu fyrst að slysinu á Vesturlandsvegi á sunnudag, þegar þeir þröngvuðu sér framhjá. Á meðan bograði ungt par yfir þeim slösuðu og reyndi neyðarhjálp. Lögreglan hefur fengið þó nokkrar hringingar þar sem fólk hefur beðist afsökunar á háttsemi sinni á slysstað.

Ríkisendurskoðandi rannsaki rekstur Byrgisins

Félagsmálaráðuneytið hefur farið fram á það við Ríkisendurskoðanda að hann taki til skoðunar rekstur meðferðarheimilisins Byrgisins. Háttsettir aðilar í þjóðfélaginu, þar á meðal þingmenn og ráðherrar, hafa fengið nafnlaust bréf með alvarlegum ásökunum á hendur forstöðumanni Byrgisins.

Ágúst Einarsson verður rektor á Bifröst

Stjórn Háskólans á Bifröst hefur ákveðið að ráða Dr. Ágúst Einarsson rektor Háskólans á Bifröst og mun hann taka við starfinu þann 15. janúar næstkomandi. Ágúst stundaði nám í rekstrarhagfræði við Háskólann í Hamborg og Kiel í Þýskalandi og varði síðar doktorsritgerð sína við Háskólann í Hamborg árið 1978.

Sjá næstu 50 fréttir