Innlent

Tvisvar tekinn fyrir hnupl á klukkutíma

Talsvert er um þjófnaði í verslunum þessa dagana eins og oft er í desember.
Talsvert er um þjófnaði í verslunum þessa dagana eins og oft er í desember. MYND/Gunnar

Unglingspiltur var staðinn að verki í gær þegar hann reyndi að stela síma úr verslun í Reykjavík. Hann skilaði símanum en innan við klukkustund síðar var hann aftur staðinn að þjófnaði í annarri verslun á svipuðum slóðum. Hann reyndi þá í félagi við annan ungling að ræna matvælum.

Talsvert er um þjófnaði í verslunum þessa dagana eins og oft er í desember. Lögreglan í Reykjavík hvetur afgreiðslufólk til að vera á varðbergi.

Síðdegis í gær var ellefu ára strákur staðinn að hnupli og fertug kona tekinn fyrir þjófnað á snyrtivörum. Þá var pósti stolið úr fjölbýlishúsi og karlmaður tekinn fyrir að ræna bensíni. Hann bar við minnisleysi þegar hann náðist og kvaðst ætla á bensínstöðina hið fyrsta til að borga skuldina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×