Innlent

Jólaköttur týndur í Skerjafirði

Grímu hefur nú verið leitað í viku, lítið hefur gengið og er hún nú farin að óttast að hún komi ekki í leitirnar fyrir jól.
Grímu hefur nú verið leitað í viku, lítið hefur gengið og er hún nú farin að óttast að hún komi ekki í leitirnar fyrir jól. MYND/Sólveig Elín

Eigandi skógarkattarins Grímu hefur síðustu vikuna staðið í örvæntingarfullri leit að henni eftir að hún týndist á Reykjarvíkurflugvelli. Hún var á leið í flug.

Sólveig Elín eigandi Grímu er nú að flytja tímabundið úr landi og hafði fengið pössun fyrir Grímu hjá móður sinni rétt fyrir utan Akureyri. Þær hugðust fljúga þangað í síðustu viku. Grímu var kyrfilega komið fyrir í búri sínu og gefin róandi lyf fyrir flugið. Skömmu áður en flugvélin átti að fara í loftið kom í ljós að kötturinn var horfinn úr búrinu. Ekki er vitað nákvæmlega hvernig honum tókst að sleppa úr búrinu, sem hafði verið sett við hlið vélarinnar meðan verið var að klára að hlaða hana.

Sólveig hefur nú leitað að Grímu í viku, lítið hefur gengið og er hún nú farin að óttast að hún komi ekki í leitirnar fyrir jól. Sést hefur til Grímu í Skerjafirðinum og sunnan við Hringbrautina. Gríma er átta ára og fimm og hálft kíló en þeir sem hafa séð hana eru beðnir um að hafa samband við Sólveigu í síma 661-5754. Gríma er bæði eyrnamerkt og örmerkt, hún er með bleika hálsól, dökkbrún, loðin og með ljósar yrjur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×