Innlent

Tveir ölvaðir og tveir sviptir á klukkutíma

Lögreglan í Reykjavík setti upp farartálma á Sæbraut til móts við Kalkofnsveg og stöðvaði alla ökumenn sem fóru þar hjá. Á klukkutíma, frá 20:15 til 21:15, fóru þar hjá tveir ölvaðir ökumenn, tveir sem höfðu áður verið sviptir ökuréttindum og fimm sem voru með útrunnin skírteini. Sams konar átök verða tíð í desember að sögn lögreglu.

Lögreglumenn bjuggust ekki við þetta mörgum ölvuðum ökumönnum svona snemma kvölds þó að vitað sé að desember sé alræmdur ölvunarakstursmánuður, aðallega út af jólaglöggsveislum sem haldnar eru víða um land.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×