Innlent

Lögreglumaður segir hleranir hafa verið umfangsmiklar

MYND/Ríkislögreglustjóri
Fyrrverandi lögreglumaður segir að umfangsmiklar hleranir hafi átt sér stað á einstaklingum og fyrirtækjum hérlendis á árunum 1970 til 1980, samkvæmt Fréttastofu úvarpsins. Maðurinn, sem ekki vill láta nafns sín getið, en starfaði sem lögreglumaður um árabil, segir að alkunna hafi verið að Lögreglan í Reykjavík hafi hlerað síma ef grunur lék á að skoðanir eða athafnir fólks væru taldar meint ógn við öryggi ríkisins. Hann segist oft hafa sjálfur hlerað síma án þess að vita til þess að dómsúrskurður hafi verið fenginn áður. Lögreglumaðurinn segir ennfremur, að lögreglan hafi fylgst náið með hópi manna í þjóðfélaginu sem talinn var ógna öryggi ríkisins og teknar myndir af þeim og að lögregla hafi fylgst með fólki á mótmælafundum og skráð niður nöfn viðstaddra.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×