Innlent

Allt öryggiseftirlit í endurskoðun á Kárahnjúkum

Kárahnjúkar sem hafa unnið við framkvæmdirnar á Norðausturlandi koma víða að úr heiminum.
Kárahnjúkar sem hafa unnið við framkvæmdirnar á Norðausturlandi koma víða að úr heiminum.

Vinnuöryggi á Kárahnjúkum er nú í gagngerri endurskoðun að sögn Sigurðar Arnalds, talsmanns Landsvirkjunar á Kárahnjúkum. Hann segir endurskoðun á öryggisreglum ekki hafa leitt í ljós að þeim hafi verið ábótavant, slysin megi rekja fyrst og fremst til verkamannanna sjálfra, verktakar þurfi að ná betur til starfsmannanna.

Aðspurður hvort tungumálaörðugleikar eigi einhverja sök að máli og hafi ef til vill hamlað því að öryggisreglur komist nægjanlega vel til skila segist hann ekki telja að svo sé. Hann nefnir menningarmun hins vegar sem hugsanlega skýringu: starfsmenn sem unnið hafi við Kárahnjúka komi frá mörgum mismunandi löndum og sé vant mismunandi vinnuumhverfi.

Sigurður segir að öryggisráð, sem skipuleggi og fari yfir öryggismál á Kárahnjúkum á hálfsmánaðarlegum fundum, hafi hist títt á undanförnum vikum. Skipulagið sé þannig að hver verktaki hafi eftirlit og framfylgi öryggi í sínu verkefni. Auk þessa hafi líti bæði Landsvirkjun og verkalýðsfélög eftir öryggi á svæðinu. Framkvæmdaeftirlit er síðan í höndum 7 fyrirtækja, þriggja íslenskra og fjögurra erlendra. Allir þessir aðilar sitji í fyrrnefndu öryggisráði.

Aukið eftirlit er fyrst og fremst til komið vegna tveggja alvarlegra slysa nýverið eins og fyrr segir, auk þess sem Sigurður segir að veturinn hafi fært með sér ný vandamál sem hafi valdið slysum. Þegar hann er inntur eftir því hvers vegna veturinn geti enn komið á óvart með nýjum vandamálum á þriðja framkvæmdaári svarar hann því til að framkvæmdirnar séu í eðli sínu öðru vísi en þegar stíflan var lægri og mjórri og mikil vinna að auki á jörðu niðri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×