Fleiri fréttir

Hannes sýknaður af kröfum vegna brota á höfundarlögum

Hannes Hólmsteinn Gissurarson var sýknaður í Héraðsdómi í gær af öllum kröfum Auðar Sveinsdóttur, ekkju Halldórs Laxness, vegna brota á höfundarlögum. Dómari taldi þrátt fyrir það að Hannes væri brotlegur.

Engar breytingar á heimsókn sendiherra þrátt fyrir árásir

Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra segir að engar breytingar verði á heimsókn sendiherra Ísraels hingað til lands í næstu viku. Stjórnvöld muni þó koma því á framfæri að þau fordæmi árásirnar á óbreytta borgara í bænum Beit Hanoun á Gaza sem kostuðu átján, þar af tíu börn, lífið.

Ekkert ferðaveður víða á Norðaustur- og Austurlandi

Ekkert ferðaveður er víða á Norðaustur- og Austurlandi allt frá Öxarfirði suður að Hornafirði samkvæmt Vegagerðinni og því fólki ráðið frá því að vera þar á ferðinni. Á Norðausturlandi er víðast hvar hálka og skafrenningur en óveður austan Öxarfjarðar og eins yfir Möðrudalsöræfi. Á Austurlandi er víða mjög hvasst og Öxi er þungfær.

Tekist á um fjórðung líklegra þingsæta í dag

Nokkrir sitjandi þingmenn, bæði Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks, eru taldir í verulegri fallhættu í prófkjörum sem fram fara í dag. Þá má telja nokkuð víst að prófkjörin skili nýliðum inn í örugg sæti á framboðslistum, en alls er tekist á um fjórðung líklegra þingsæta á næsta Alþingi Íslendinga.

1850 hafa kosið í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík

Nýjustu tölur um kjörsókn í prófkjörum dagsins eru þær að í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmunum höfðu 1850 manns kosið nú rétt fyrir klukkan tólf. Í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi höfðu um 700 manns kosið nú skömmu fyrir hádegi.

Lést eftir bruna í Ferjubakka

Konan sem brenndist illa í eldsvoða í Ferjubakka 12 á þriðjudagskvöldið var lést af sárum sínum á gjörgæsludeild Landspítala - háskólasjúkrahúss á fimmtudagsmorgun. Hún hét Anna Hauksdóttir og var 58 ára, fædd 20. janúar 1948.

Flogið til Akureyrar og Ísafjarðar

Flogið var til Ísafjarðar og Akureyrar nú skömmu fyrir hádegið en enn er ekki hægt að fljúga til Egilsstaða eða Vestmannaeyja. Ekkert hefur verið flogið til staðannna fjögurra síðan á fimmtudagskvöld vegna veðurs. Fyrsta vélin til Ísafjarðar fór um klukkan hálftólf og sú fyrsta til Akureyrar nú klukkan korter í tólf.

Vilja taka upp samning um sölu Landsvirkjunar

Borgarfulltrúar Samfylkingarinnar lögðu það til á aukafundi borgarráðs sem hófst klukkan tíu að samningur um sölu Landsvirkjunar yrðu teknir upp þannig að ásættanleg niðurstaða fengis fyrir Reykjavíkurborg og borgarbúa.

Stormviðvörun frá Veðurstofu Íslands

Veðurstofa Íslands sendi frá sér viðvörun í kvöld vegna væntanlegs storms á norður- og austurlandi í kvöld og nótt. Á vindurinn að snúast í hvassa norðan- og norðvestanátt með snjókomu eða éljum í kvöld og nótt og þá einkum norðanlands.

Friðarviðræður að hefjast á ný í Sómalíu

Sómalskir uppreisnarmenn og meðlimir í bráðabirgðastjórn Sómalíu náðu í dag samkomulagi um að hefja aftur friðarviðræður undi handleiðslu Félags arabískra þjóða og Súdan.

Mikil ófærð á vegum

Þæfingur og óveður er á Öxnadalsheiði og þar er ekkert ferðarveður. Búið er að opna Óshlíð en fólki er bent á að vera ekki á ferðinni að ástæðalausu.

Ófærð á Öxnadalsheiði

Lögreglan á Akureyri var kölluð upp á Öxnadalsheiðina undir kvöld vegna vöruflutningabifreiðar sem að lenti í vandræðum upp á Bakkaselsbrekku vegna vonskuveðurs.

Deilt á vinnubrögð borgarstjórnar

Borgarstjóri situr beggja vegna borðsins í risaverkefni sem felur í sér uppbyggingu búsetuúrræða fyrir eldri borgara, segir fulltrúi Samfylkingarinnar og telur vinnubrögðin tortryggileg. Borgin hefur gert viljayfirlýsingu við hjúkrunarheimilið Eir en borgarstjóri er stjórnarformaður þess og undrast Samfylkingin valið.

Mótmæla spilavíti Háskóla Íslands í Breiðholti

Íbúasamtök Breiðholts mótmæla því að Háskóli Íslands skuli ætla að setja upp spilavíti í hverfinu. Formaður samtakanna segir siðlaust að skólinn skuli þurfa að standa á bak við slíkan rekstur.

Rauði kross Íslands fagnar ákvörðun ríkisstjórnarinnar um íslenskukennslu fyrir útlendinga

Rauði kross Íslands fagnar ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að verja 100 milljónum króna á næsta ári til sérstaks verkefnis um íslenskukennslu fyrir útlendinga. Félagið telur þessa ákvörðun mikilvægt skref í að gera innflytjendum kleift að nýta hæfileika sína og menntun til að verða fullgildir og sjálfstæðir þáttakendur á öllum sviðum samfélagsins.

Þrjú spennandi prófkjör á morgun

Nærri lætur að um fjórðungi þingsæta verði ráðstafað í þremur prófkjörum sem fram fara á morgun. Samfylkingin velur frambjóðendur sína í báðum Reykjavíkurkjördæmum og Sjálfstæðisflokkur sína menn í Suður - og Suðvesturkjördæmi.

Íslenskan er málið

Útlendingar sem vilja setjast hér að geta átt von á því að þurfa að sýna fram á lágmarkskunnáttu í íslensku með því að standast sérstök próf vilji þeir sækja um ríkisborgararétt. Gerðar verða kröfur um að útlendingar sýni viðlíka færni í þeim prófum og Íslendingar þurfa að sýna á grunnskólaprófum í ensku og dönsku.

Gæslan fylgist með olíuskipi í vonskuveðri

Landhelgisgæslan hefur sent varðskip í áttina að 50 þúsund tonna olíuskipi, NS Pride, sem er í vonskuveðri suður af landinu á leiðinni frá Murmansk til New York með 25 þúsund tonna bensínfarm. Skipið kom inn í AIS eftirlitskerfi Vaktstöðvar siglinga þegar það nálgaðist suð-austurland seint í gærkvöldi.

Skóladansleik FS aflýst á Selfossi

Forrráðamenn Fjölbrauta Suðurlands ásamt stjórn nemendaráðs, hafa ákveðið að fella niður skóladansleik, sem fram átti að fara í klukkan 22 í kvöld í Ölfushöllinni, vegna veðurs og óhagstæðrar veðurspár.

Vegur um Óshlíð opnaður á ný

Vegagerðin vill koma því á framfæri að búið er að opna Óshlíð en fólki er bent á að vera ekki á ferðinni að ástæðalausu. Hálkublettir eru á Hellisheiði og Þrengslum. Hálka og éljagangur er á Holtavörðuheiði og Bröttubrekku og snjóþekja og éljagangur er á Fróðárheiði.

26 umferðaróhöpp í vikunni

Í síðastliðinni viku var tilkynnt um 26 umferðaróhöpp til lögreglunnar og telst það óvenju mikið. Í tveimur þeirra kvörtuðu ökumenn um minni háttar eymsli, en öll teljast þau slysalaus.

Vatnajökulsþjóðgarður verður að veruleika

Ríkisstjórn Íslands samþykkti á fundi í morgun tillögu Jónínu Bjartmarz umhverfisráðherra að stjórnarfrumvarpi um Vatnajökulsþjóðgarð. Þjóðgarðurinn verður sá stærsti í Evrópu og mun hafa mikla sérstöðu í náttúrufarslegu tilliti í heiminum.

52 krossar reistir við Suðurlandsveg

52 krossar voru reistir við Kögunarhól rétt vestan við Selfoss, við fallega athöfn klukkan þrjú í dag, til minningar um þá sem látið hafa lífið í umferðarslysum á Suðurlandsvegi. Vel á annað hundrað manns voru á staðnum, 2-3 til að reisa hvern kross. Framámenn í sveitarstjórnum og á Alþingi lýstu margir yfir vilja til framkvæmda í samgöngumálum Sunnlendinga.

Lendingaræfing Airbus 380 í Keflavík gekk vel

Æfing Airbus-vélar 380 á Keflavíkurflugvelli í dag gekk mjög vel en vélin var að æfa lendingu í miklum hliðarvindi. Vélin kom í sérferð hingað til lands í morgun þegar vitað var að vindurinn yrði þetta mikill. Vélin er talsvert stærri en Boeing 757 vélarnar sem eru algengastar á Keflavíkurflugvelli. Hún vegur 560 tonn en 757 vélarnar vega aðeins 99 tonn.

Jólabjórinn flæðir í kvöld

Íslendingar virðast komnir á bragðið af jólabjór frá Akureyri. Margir þekkja hefðina frá Danmörku þar sem tappinn er sleginn úr jólabjórtunnunni um gjörvallt landið á sama tíma. Hér er þessi hefð einnig að festa sig í sessi að sögn Þrastar Gestssonar, sem rekur nokkra veitinga- og skemmtistaði í Reykjavík undir nafninu 101-heild.

Slysahættan mest á heimleið eftir Miklubrautinni

Höfuðborgarbúar eru í mestri hættu á að lenda í umferðarslysi á leiðinni heim úr vinnu síðdegis, að því er kemur fram í samantekt Forvarnahúss Sjóvár fyrir árið 2005. Hins vegar slasast flestir í hádegisumferðinni.

Vilja kaupa gegnumlýsingarbifreið til tolleftirlits

Tollstjórinn í Reykjavík fékk í morgun umboð frá ríkisstjórninni til að leita tilboða í gegnumlýsingarbifreið sem verður notuð við tolleftirlit til að gegnumlýsa stærri einingar, svo sem flutningsgáma. Búist er við að bifreiðin og nauðsynlegur búnaður kosti í kringum 120 milljónir króna.

Innanlandsflugi frestað til 17:00 - öllu flugi til Vestfjarða aflýst

Flugfélag Íslands er búið að aflýsa öllu flugi til og frá Vestfjörðum í dag, tveimur flugum til og frá Ísafirði og einu flugi til og frá Bíldudal. Veður fer versnandi á Vestfjörðum núna og lægir ekki fyrr en í nótt. Öðru innanlandsflugi hefur enn verið frestað, það verður nú athugað fyrir klukkan fimm.

Skortur á hæfu starfsfólki helsta ógnunin

Helsta ógnunin í starfsumhverfi nýrra íslenskra tæknifyrirtækja, að mati stjórnenda, er skortur á hæfu starfsfólki, frekar en framboð á fjármagni eða almennt efnahagsumhverfi. Mikill meirihluti þessara fyrirtækja eru þjónustufyrirtæki og um helmingur þeirra sérhæfir sig í tölvutækni.

Innheimtumiðstöð frestar opnun

Sýslumaðurinn á Blönduósi hefur ákveðið að fresta opnun innheimtumiðstöðvar sekta og sakarkostnaðar, sem átti að fara fram á morgun. Fyrirhugað var að Björn Bjarnason dómsmálaráðherra opnaði miðstöðina með formlegum hætti.

10 farþegar sluppu lítið meiddir á Holtavörðuheiði

Rúta valt út af veginum í kafaldsbyl á Holtavörðuheiði rétt fyrir hádegi í dag. Lögreglubílar frá Borgarnesi og Blönduósi fóru á staðinn en óhappið varð norðan megin í heiðinni. 10 farþegar voru í rútunni en þeir munu ekki hafa slasast mikið. Þegar björgunarsveit kom á staðinn var búið að taka alla farþegana upp í og fóru 6 þeirra suður yfir og 4 norður.

Bæjarstjórn Grundarfjarðar mótmælir flottrollsveiðum við Snæfellsnes

Bæjarstjórn Grundarfjarðar mótmælir ákvörðun Einars Kristins Guðfinnssonar, sjávarútvegsráðherra, frá í síðustu viku, sem heimilar síldveiðar með flottrolli innan 12 sjómílna við Snæfellsnes. Segir í ályktun bæjarstjórnarinnar að "heimild til flotvörpuveiða við landsteina, eingöngu á Snæfellsnesi, sé ekki í takt við vinnureglur fiskveiðistjórnunar á undanförnum áratugum."

Ríkisstjórnin eflir íslenskukennslu

Ríkisstjórnin ætlar að verja 100 milljónum króna til að stórefla íslenskukennslu fyrir útlendinga á næsta ári. Þetta var ákveðið á ríkisstjórnarfundi í morgun. Jafnframt verður kröfunni um að útlendingar læri íslensku fylgt fast eftir.

Akureyrarbær endurnýjar samning um eldsneytiskaup

Akureyrarbær og Olíufélagið undirrituðu í morgun framlengingu á samningi um eldsneytiskaup til tveggja ára, auk kaupa á smurolíu og öðrum tengdum vörum. Olíufélagið rekur Esso-stöðvarnar.

Vegurinn um Óshlíð lokaður vegna grjóthruns

Búið er að loka veginum um Óshlíð, til og frá Bolungarvík, vegna grjóthruns á veginn. Að sögn Vegagerðarinnar urðu þó engir bílar fyrir grjóthruninu en nokkrir keyrðu á milli steina, ef svo má að orði komast. Dynjandis- og Hrafnseyrarheiði eru lokaðar og verða ekki ruddar í dag vegna snjóflóðahættu. Engin hætta mun þó vera á snjóflóðum í byggð.

Fyrstu vélar dagsins farnar frá Keflavík

Tvær vélar Iceland Express tóku á loft rétt fyrir ellefu í morgun frá Keflavíkurflugvelli á leið til Kaupmannahafnar og Lundúna. Vélar Icelandair fara líkast til í loftið um hádegisbil. Innanlandsflug verður athugað um tvö eftir hádegi en ekkert hefur verið flogið innanlands í dag.

Björgunarsveitir á suðvesturhorninu í viðbragðsstöðu

Björgunarsveitir í Reykjavík, Kópavogi, Garðabæ og Hafnarfirði eru í viðbragðsstöðu vegna veðursins sem á að ganga yfir suðvesturhluta landsins í nótt og í fyrramálið. Bílar frá þeim keyra sem stendur um hverfi og aðstoða fólk við að tryggja lausa hluti. Eitthvað er um að þau hafi líka fest niður hluti á byggingarsvæðum, svo sem stillasa.

Björgunarsveitir í viðbragsstöðu

Björgunarsveitir á suðvesturlandi eru í viðbragðsstöðu vegna veðursins sem á að ganga yfir í nótt. Veður er þegar byrjað að versna og hefur Lögreglan í Reykjavík kallað út svæðisstjóra til þess að undibúa nóttina.

Sjá næstu 50 fréttir