Innlent

Innanlandsflugi frestað til 17:00 - öllu flugi til Vestfjarða aflýst

Flugfélag Íslands er búið að aflýsa öllu flugi til og frá Vestfjörðum í dag, tveimur flugum til og frá Ísafirði og einu flugi til og frá Bíldudal. Veður fer versnandi á Vestfjörðum núna og lægir ekki fyrr en í nótt. Öðru innanlandsflugi hefur enn verið frestað, það verður nú athugað fyrir klukkan fimm.

Veðrið byrjar að ganga niður vestantil á Vestfjörðum um þrjúleytið í nótt en éljagangur verður fram undir morgun á Ströndum.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×