Innlent

Íslenskan er málið

 

Útlendingar sem vilja setjast hér að geta átt von á því að þurfa að sýna fram á lágmarkskunnáttu í íslensku með því að standast sérstök próf vilji þeir sækja um ríkisborgararétt. Gerðar verða kröfur um að útlendingar sýni viðlíka færni í þeim prófum og Íslendingar þurfa að sýna á grunnskólaprófum í ensku og dönsku.

Upplýsingar um íslenskunám og námsframvindu útlendinga verða varðveittar í sérstökum gagnagrunni í Menntamálaráðuneytinu. Alls ætlar ríkisstjórnin að verja eitthundrað milljónum til að stórauka íslenskukennslu fyrir útlendinga á næsta ári. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra greindi frá þessu eftir ríkisstjórnarfund í morgun og sagði þá jafnframt að íslenskukunnátta væri lykillinn að því að aðlagast íslensku samfélagi. Fyrsta kastið verður gert ráð fyrir að útlendingar geti stundað íslenskunám í allt að tvöhundruð stundir en það kostar allt að 200 þúsund krónur. Ríkið telur eðlilegt að bera sjötíu og fimm prósent kostnaðar en fyrirtæki, sveitarfélög og starfsmenntasjóðir hafa einnig lagt til fé. Talið er varhugavert að einstaklingarnir sjálfir þurfi að bera mikinn kostnað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×