Innlent

Bæjarstjórn Grundarfjarðar mótmælir flottrollsveiðum við Snæfellsnes

Höfnin á Grundarfirði og Kirkjufell í baksýn.
Höfnin á Grundarfirði og Kirkjufell í baksýn. MYND/af vefnum www.grundarfjordur.is

Bæjarstjórn Grundarfjarðar mótmælir ákvörðun Einars Kristins Guðfinnssonar, sjávarútvegsráðherra, frá í síðustu viku, sem heimilar síldveiðar með flottrolli innan 12 sjómílna við Snæfellsnes. Segir í ályktun bæjarstjórnarinnar að "heimild til flotvörpuveiða við landsteina, eingöngu á Snæfellsnesi, sé ekki í takt við vinnureglur fiskveiðistjórnunar á undanförnum áratugum."

Þá segir í ályktuninni: "Á undanförnum árum hafa útgerðarmenn, sjómenn og samfélögin á Snæfellsnesi lagt sitt af mörkum til verndunar fiskistofnana og tekið á sig ýmsar ráðstafanir sem miða að því að byggja upp fiskistofna til langframa. Þessi heimild til flotvörpuveiða við landsteina, eingöngu á Snæfellsnesi, er ekki í takt við vinnureglur fiskveiðistjórnunar á undanförnum áratugum.

Sjávarútvegsráðherra er hvattur til að endurskoða reglugerð sína hið fyrsta."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×