Innlent

Vilja kaupa gegnumlýsingarbifreið til tolleftirlits

Bílar sem bíða tollafgreiðslu við Sundahöfn.
Bílar sem bíða tollafgreiðslu við Sundahöfn. MYND/vilhelm Gunnarsson

Tollstjórinn í Reykjavík fékk í morgun umboð frá ríkisstjórninni til að leita tilboða í gegnumlýsingarbifreið sem verður notuð við tolleftirlit til að gegnumlýsa stærri einingar, svo sem flutningsgáma. Búist er við að bifreiðin og nauðsynlegur búnaður kosti í kringum 120 milljónir króna.

Gegnumlýsing bifreiða tengist viljayfirlýsingu Íslendinga til að styðja og innleiða reglur Alþjóðatollastofnunarinnar til að vernda og auðvelda alþjóðaviðskipti. Með þessu samstarfi reynist tollyfirvöldum á heimsvísu auðveldara að finna vörusendingar sem fela í sér verulega vá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×