Innlent

52 krossar reistir við Suðurlandsveg

52 krossar voru reistir við Kögunarhól rétt vestan við Selfoss við fallega athöfn í dag, til minningar um þá sem látið hafa lífið í umferðarslysum á Suðurlandsvegi. Vel á annað hundrað manns voru á staðnum, þar á meðal framámenn í sveitarstjórnum og á Alþingi, sem margir hverjir lýstu yfir vilja til framkvæmda í samgöngumálum Sunnlendinga.

Úlfar Guðmundsson, prófastur hóf athöfnina með bæn klukkan þrjú og þá tóku 2-3 hvern kross og reistu hann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×