Innlent

Jólabjórinn flæðir í kvöld

Íslendingar virðast komnir á bragðið af jólabjór frá Akureyri. Margir þekkja hefðina frá Danmörku þar sem tappinn er sleginn úr jólabjórtunnunni um gjörvallt landið á sama tíma. Hér er þessi hefð einnig að festa sig í sessi að sögn Þrastar Gestssonar, sem rekur nokkra veitinga- og skemmtistaði í Reykjavík undir nafninu 101-heild.

Víking ölgerðin hefur bruggað jólabjór undanfarin 15 ár og fer neyslan vaxandi ár frá ári. Áætlað er að 200 þúsund lítrar renni niður um kverkar landsmanna fyrir þessi jól en í fyrra seldust 160 þúsund lítrar. Bruggun jólabjórsins er all sérstök, en talsvert lengri tíma tekur að brugga hann en hefðbundinn lagerbjór. Í jólabjórinn er notað svokallað karamelmalt, sem gefur honum dekkri lit og keim af brenndri karamellu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×