Innlent

10 farþegar sluppu lítið meiddir á Holtavörðuheiði

Svona leit veðrið út á Holtavörðuheiðinni kl 13:50. Myndin er tekin úr vefmyndavél Vegagerðarðinnar
Svona leit veðrið út á Holtavörðuheiðinni kl 13:50. Myndin er tekin úr vefmyndavél Vegagerðarðinnar MYND/Vegagerðin

Rúta valt út af veginum í kafaldsbyl á Holtavörðuheiði rétt fyrir hádegi í dag. Lögreglubílar frá Borgarnesi og Blönduósi fóru á staðinn en óhappið varð norðan megin í heiðinni. 10 farþegar voru í rútunni en þeir munu ekki hafa slasast mikið. Þegar björgunarsveit kom á staðinn var búið að taka alla farþegana upp í og fóru 6 þeirra suður yfir og 4 norður.

Kafaldsbylur er á Holtavörðuheiði núna, 24 metrar á sekúndu og eins stigs frost.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×