Innlent

946 manns höfðu kosið utan kjörfundar í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík núna kl. 18.00

Alls höfðu 946 manns kosið utan kjörfundar í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík núna kl. 18.00. Utankjörfundaratkvæðagreiðsla fer fram á skrifstofu Samfylkingarinnar Hallveigarstíg 1 og stendur hún yfir til kl. 20 í kvöld.

Prófkjörið fer fram í félagsheimili Þróttar í Laugardalnum á morgun frá kl. 10 til 18. Fimmtán frambjóðendur taka þátt í prófkjörinu og er kosið um átta efstu sætin. Prófkjörið er opið öllum félagsmönnum í Samfylkingunni sem lögheimili eiga í Reykjavík og einnig þeim sem undirrita stuðningsyfirlýsingu og eiga lögheimili í Reykjavík.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×